5.2.2008 | 00:42
Er það mannréttindabrot að fá ekki að reykja??
Er það mannréttindabrot að fá ekki að reykja?? Ég held ekki. Ekkert frekar en að það væri mannréttindabrot á þeim sem sitja þyrftu undir reykingum inni á veitinga- og skemmtistöðum.
Hver eru rökin fyrir því að taka aftur upp á hinu háa alþingi með það að leiðarljósi að rýmka reglur bannsins og hugsanlega að leyfa reykingar aftur á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Undanfarna daga hefur glumið í útvarpinu háværar raddir reykingamanna og einstaka veitinga- og skemmtistaðaeigenda. Fyrr nefndi hópurinn kvartar sáran að það sé orðið svo kalt úti að það sé mannréttindabrot að vísa fólki út til þess að reykja og þeir síðarnefndu segjast hafa orðið fyrir allt að þrjátíu prósent skerðingu á innkomu staða sinna. Sem ég á reyndar erfitt með að trúa því ég get ekki betur séð en að flestir ef ekki allir staðir séu þéttsetnir á virkum kvöldum sem og um helgar. Eini munurinn virðist vera sá að þegar maður fer inná þessa staði í dag getur maður neytt matar og drykkjar án þess að þurfa að vera umvafinn reykjarmökk svo ekki sé nú talað um þegar maður gengur út þá angar maður ekki af sígarettulykt.
Það eru ekki mörg ár síðan að reykt var inni í flestum fyrirtækjum og að ógleymdum bíóhúsunum. Þegar það var bannað þá kvörtuðu reykingarmenn að brotið væri á rétti sínum en í dag myndi það varla detta nokkrum manni í hug að reykja t.d í bíóhúsum.
Ég fullyrði að þetta sé ein bestu lög sem sett hafa verið á landinu, öllum til heilla. Vissulega þurfa allir að lúta lögunum þ.m.t þingmenn og annað starfsfólk þingsins og réttast væri að loka reykherbergi alþingishússins strax í dag því varla er hægt að færa rök fyrir því að slíkt herbergi sé til staðar.
Ég segi að viðurlögin ættu að vera mjög einföld. Ef upp kemst að reykt hafi verið á veitinga- eða skemmtistað fær rekstraraðili staðarins áminningu, þegar þrjár áminningar eru komnar þá missir staðurinn einfaldlega rekstrarleyfið. Með þessu móti myndi það vera hagur rekstaraðila að vera ekki að snúa vísvitandi út úr lögunum til þess að reyna finna glufur fyrir háværan en fámennan hóp.
Hvers vegna á það að vera erfiðara að framfylgja þessum lögum hér á Íslandi en í öðrum löndum sem bannað hafa reykingar?
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Óttarr eg er að sumu leiti sammála þér ,ekki reikir maður sjálfur ,en samt vil eg láta þetta fólk sem en reikir hafa lokuð rúm til að sinna þessu,það skaðar engan,og er ásættanlegt að minu álíti,Island er kalt land og ekki oft mönnum bjóðandi að hima úti i kulda og bil/ Kveðja/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.2.2008 kl. 14:29
Ég vil fá lokuð rými fyrir þá sem reykja, en ekki reyki ég sjálf. Mér finnst nú allt í lagi líka að taka þetta aftur upp á þinginu þar sem þeir eru nú með reykstofu þar sjálfir (auðvitað) og líka að það er ýmislegt rætt þar sem mér finnst ekki vera meira mál en þetta.
Reykingarnar er nokkuð sem að margir láta sig varða um og er mikið rætt og finnst mér ekkert tímasóun að taka þetta upp aðeins aftur, þar sem ég held að flestir verði sammála um þetta og muni nást sátt í því mjög snögglega (vonandi)
Kveðja til þín og gaman að sjá þig um daginn
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 21:57
Ég er ósammála að "ein stærð passi öllum" og að frekar að leyfa stöðum að hafa reykherbergi en ekki. Samt er þessi löggjöf ekki að höggva á rót vandans og mér til málsbótar vill ég láta fylgja fyrirlestur sem tekur á prohobition : http://www.leap.cc/link/117
Kær kveðja Alli.
Alfreð Símonarson, 5.2.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.