Leita í fréttum mbl.is

Er það mannréttindabrot að fá ekki að reykja??

Er það mannréttindabrot að fá ekki að reykja?? Ég held ekki.  Ekkert frekar en að það væri mannréttindabrot á þeim sem sitja þyrftu undir reykingum inni á veitinga- og skemmtistöðum.

Hver eru rökin fyrir því að taka aftur upp á hinu háa alþingi með það að leiðarljósi að rýmka reglur bannsins og hugsanlega að leyfa reykingar aftur á veitinga- og skemmtistöðum landsins.  Undanfarna daga hefur glumið í útvarpinu háværar raddir reykingamanna og einstaka veitinga- og skemmtistaðaeigenda.  Fyrr nefndi hópurinn kvartar sáran að það sé orðið svo kalt úti að það sé mannréttindabrot að vísa fólki út til þess að reykja og þeir síðarnefndu segjast hafa orðið fyrir allt að þrjátíu prósent skerðingu á innkomu staða sinna.  Sem ég á reyndar erfitt með að trúa því ég get ekki betur séð en að flestir ef ekki allir staðir séu þéttsetnir á virkum kvöldum sem og um helgar.  Eini munurinn virðist vera sá að þegar maður fer inná þessa staði í dag getur maður neytt matar og drykkjar án þess að þurfa að vera umvafinn reykjarmökk svo ekki sé nú talað um þegar maður gengur út þá angar maður ekki af sígarettulykt.

Það eru ekki mörg ár síðan að reykt var inni í flestum fyrirtækjum og að ógleymdum bíóhúsunum.  Þegar það var bannað þá kvörtuðu reykingarmenn að brotið væri á rétti sínum en í dag myndi það varla detta nokkrum manni í hug að reykja t.d í bíóhúsum.

Ég fullyrði að þetta sé ein bestu lög sem sett hafa verið á landinu, öllum til heilla.  Vissulega þurfa allir að lúta lögunum þ.m.t þingmenn og annað starfsfólk þingsins og réttast væri að loka reykherbergi alþingishússins strax í dag því varla er hægt að færa rök fyrir því að slíkt herbergi sé til staðar.

Ég segi að viðurlögin ættu að vera mjög einföld.  Ef upp kemst að reykt hafi verið á veitinga- eða skemmtistað fær rekstraraðili staðarins áminningu, þegar þrjár áminningar eru komnar þá missir staðurinn einfaldlega rekstrarleyfið.  Með þessu móti myndi það vera hagur rekstaraðila að vera ekki að snúa vísvitandi út úr lögunum til þess að reyna finna glufur fyrir háværan en fámennan hóp.

Hvers vegna á það að vera erfiðara að framfylgja þessum lögum hér á Íslandi en í öðrum löndum sem bannað hafa reykingar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Óttarr eg er að sumu leiti sammála þér ,ekki reikir maður sjálfur ,en samt vil eg láta þetta fólk sem en reikir hafa lokuð rúm til að sinna þessu,það skaðar engan,og er ásættanlegt að minu álíti,Island er kalt land og ekki oft mönnum bjóðandi að hima úti i kulda og bil/ Kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.2.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég vil fá lokuð rými fyrir þá sem reykja, en ekki reyki ég sjálf. Mér finnst nú allt í lagi líka að taka þetta aftur upp á þinginu þar sem þeir eru nú með reykstofu þar sjálfir (auðvitað) og líka að það er ýmislegt rætt þar sem mér finnst ekki vera meira mál en þetta.

Reykingarnar er nokkuð sem að margir láta sig varða um og er mikið rætt og finnst mér ekkert tímasóun að taka þetta upp aðeins aftur, þar sem ég held að flestir verði sammála um þetta og muni nást sátt í því mjög snögglega (vonandi)

Kveðja til þín og gaman að sjá þig um daginn

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég er ósammála að "ein stærð passi öllum" og að frekar að leyfa stöðum að hafa reykherbergi en ekki. Samt er þessi löggjöf ekki að höggva á rót vandans og mér til málsbótar vill ég láta fylgja fyrirlestur sem tekur á prohobition : http://www.leap.cc/link/117

Kær kveðja Alli. 

Alfreð Símonarson, 5.2.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband