Leita í fréttum mbl.is

3 fá orðu fyrir það eitt að mæta til vinnu !

Orðuveitingar forsetans verða æ meira hlátursefni eftir því sem fleiri fá orðuna.  Með gegndarlausu austri orðunnar verður hún marklaus með árunum.  Því skal gæta hófs og aðeins veita þeim orðu sem unnið hafa til hennar.

Það vekur sérstaka athygli að í þessum hóp er fólk sem nær einungis fær orðu fyrir það eitt að mæta til vinnu, sinna störfum sínum og þiggja laun fyrir.  Eða allavega get ég ekki séð neina aðra ástæðu fyrir því að

Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri, Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi og

Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey fengu orðu í dag.

Aðrir sem veittir voru orðu voru

Bjarni Ásgeir Friðriksson íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi, Björgvin Magnússon fyrrv. skólastjóri, Erlingur Gíslason leikari fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og menningar, Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur, Ingibjörg Þorbergs tónskáld fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Ólafur Elíasson myndlistarmaður, Sigríður Pétursdóttir bóndi, Sigrún Eldjárn rithöfundur.

Þau eru að sjálfssögðu öll vel að orðunni kominn.  En hvar eru allir þeir sem unnu einhverskonar hetjudáð á árinu?  Voru enginn slík verk unninn og hvar eru til dæmis orður til þeirra sem stóðu sig með prýði á ólympíuleikum fatlaðra, svo eitthvað sé nú nefnd.

Það er hreinlega orðinn spurning hvort maður þurfi ekki að fara senda inn á skrifstofu orðunefndar umsóknir í hvert skipti sem einhver gerir eitthvað gott þ.e annað en að mæta til vinnu!  Reyndar finnst mér orðið löngu tímabært ég hljóti orðu fyrir störf mín Wink

 

 


mbl.is Ellefu sæmdir heiðursmerkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Jamm Ég er nú alveg sammála því að margt af því sem er í gangi í dag er alveg fáránlegt.

En eitt sem mig langar að bæta við er að ég þekki til Margrétar Margeirsdóttur félagsráðgjafa og hefur hún gert aðeins meira en að mæta í vinnu og skila verkefnum dagsins af hendi sér,..... heldur hefur hún barist í velferðarmálum af mikilli hörku og vill gera virkilega góða hluti. Hún er eina af þeim sem berst fyrir því að betri hlutir gerist hjá okkar þjóð og það mættu margir taka hana til fyrirmyndar, sérstaklega þeir sem hafa öll völdin í hendi sér.

Enn og aftur nýárskveðja,

Inga Lára Helgadóttir

Inga Lára Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Það er hlegið að þessu, orðuveitingabulli.
Og þeir sem fá þetta ,flagga því ekki

Halldór Sigurðsson, 1.1.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ath! Það er ekki forsetinn sem velur orðuþega það er sérstök orðunefnd. Hún fær tilnefningar frá fólki. Þurfa a.m.k. 2 eða 3 að tilnefna einhvern minnir mig. Svo ekki kenna Ólafi um þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Orðunefnd heyrir undir forsetaembættið og það er hann sem veitir orðurnar eftir tilnefningar frá orðunefnd.

Óttarr Makuch, 1.1.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já en það þarf að tilnefna fólk til nefndarinnar þannig að ef fólki finnst einhvern vanta þá á það bara að skrifa nefndinni bréf.

Tilnefningar sendast orðunefnd:

Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík

Orðunefnd skipa eftirfarandi:

Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar
Jón Helgason, fyrrv. ráðherra
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Örnólfur Thorsson, orðuritari

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Akkúrat það sem ég nefni í færslunni.  Hvort ekki væri orðið spurning að senda inn tilnefningar á hverjum degi, svo enginn gleymist nú.

Svo verður reyndar forvitnilegt að vita hver af þessum nefndamönnum fá orðu fyrir árið 2012.

Óttarr Makuch, 1.1.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband