Leita í fréttum mbl.is

VARÚÐ - VARÚÐ, Hætta á ferð (úlfur úlfur)

Það mætti halda að þeim hefði verið gefin stórgjöf s.s. hest, utanlandsferð eða jeppa miðað við fréttaflutningin af þessari gjöf og ég tala nú ekki um bloggfærslunnar, þar sem skrifað er allt frá því að þetta sé saklaus smágjöf uppí mútur af grófustu gerð.

Ég einfaldlega sé ekkert athugavert við það að Landsbankinn gefi ráðherrum lítilsháttar gjöf í tilefni jólanna.  Þætti það í reynd skrítið ef þeir gerðu það ekki.  Þar sem þetta fólk á án efa í miklum samskiptum allt árið um kring.  Ég fékk t.d. veglega gjöf frá Kaupþing í fyrra, hinn margfræga hatt sem var svo brauðkarfa eftir allt saman, en þar sem það hefur harðnað mikið á dalnum á þeim bænum fékk ég forláta dagatal sent til mín núna sem fór auðvitað beinustu leið í ruslakörfuna með öðrum auglýsingasneplum.

En aftur af gjöfum til ráðherra.  Það ætti eflaust að setja einhverjar reglur sem færu yfir gjafir til forseta, ráðherra, þingmanna og annarra opinberra starfsmanna hjá ríki, borg eða bæ.  Það mætti hugsa sér til að mynda að gjafir sem metnar væru yfir 20.000 krónum eða svo yrðu gerðar opinberar á heimasíðum þeirra stofnanna sem starfsmaðurinn vinnur hjá eða að sett upp yrði heimasíðan www.opinberargjafir.is þar sem birtur yrðu listi allra þeirra starfsmanna ríkis, borgar eða bæja sem fengju gjafir.  Þar kæmu fram upplýsingar um gjöfina, andvirði og þann sem gefur. 

En á meðan rætt er um þessa 2.500 króna gjöf bankans til ráðherra þá væri ekki úr vegi að spyrja hvað fólki finnst um það þegar forseti þjóðarinnar hefur flogið oftar en einu sinni í boði fyrirtækja útí bæ?  Þær ferðir kosta án efa meira en eitt stykki Rioja vín  Muga árg. 2003!

Ég hef reyndar áður skrifað hér að stjórnarráðið ætti auðvitað að eiga einkaþotu fyrir forsetan og ráðamenn, líkt og önnur lönd hafa til taks fyrir sitt fólk.


mbl.is Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband