Leita í fréttum mbl.is

Ökumaður lögreglubílsins hafði nóg annað að gera en að vera keyra.

Það var tvennt sem vakti athygli mína í þessu myndbandi.  Í fyrsta lagi hve ökumenn eru tregir að læra að hraðakstur borgar sig ekki og gerir það eitt að auka hætturnar bæði fyrir ökumanninn sjálfan sem og aðra sem í kringum hann eru.  En það vakti ekki síður athygli mína hvað var mikið að gera hjá lögregluþjóninum, hann var í forgangsakstri en hafði nóg annað að gera við að stilla myndavélina í bílnum sem og fikta í einhverju takkaborði.  Hefði haldið að ökumaður sem er í forgangsakstri ætti að einbeita sér að akstrinum eingöngu og láta annað liggja á milli hluta á meðan. 

 


mbl.is Reyndi að komast undan lögreglu á 166 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Löggæslan er að sanna að okkur er hægt að gera svo margt i einu/ Kveðja/HallI gamli

Haraldur Haraldsson, 3.8.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Getur líka skipt máli hvort að lögreglumaðurinn er maður eða kona.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.8.2007 kl. 17:13

3 identicon

hlustum bara á GRINDCORE

Corpse Molester (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Maggi Trymbill

Mér sýndist nú á öllu að lögreglumaðurinn / konan hafi ekki verið að sinna öðrum efnum en akstrinum þegar hann taldi þess þurfa.  Það er ekki bannað með lögum að fikta í útvarpi, myndavél eða öðrum búnaði í hinum almenna bíl á meðan á akstri stendur.  Hinsvegar er ólöglegt að tala í farsíma án hand frjáls búnaðar enda hefur það verið marg sannað að þegar fólk talar í síma þá er það annars hugar.

Allt snýst þetta nú um að halda athyglinni við aksturinn og ég held að þú og þitt þröngsýna lið (sagt á mjög vægan máta) ættuð ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur af lögreglumönnum og konum landsins þegar kemur að akstri bifreiða heldur líta frekar í eigin barm.

Maggi Trymbill, 4.8.2007 kl. 02:40

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Ágæti Maggi Trymbill, ekki ætlaði ég að særa lögregluna né þig.  Finnst reyndar að þú takir þessu helst til of persónulega.  Það hlýtur hinsvegar að skipta miklu máli að vera með alla athyglina við aksturinn sérstaklega þegar um forgangsakstur er um að ræða.  Þar skiptir engu máli hvort eitthvað sé bannað eða ekki, almenn skynsemi hlýtur að ráða, eða er það ekki?   Þú veist líka að það er ekki bannað að borða kjúklingabita þegar maður er að aka bíl en fæstum myndi líklegast detta það í hug.

Óttarr Makuch, 4.8.2007 kl. 20:32

6 identicon

Maggi Trymbill,

"...enda hefur það verið marg sannað að þegar fólk talar í síma þá er það annars hugar......".

Það er alveg hárrétt hjá þér að fólk er annars hugar þegar það er að tala í síma en hins vegar hafa eingar rannsóknir mér vitanlega sýnt frammá að maður sé meira annars hugar ef maður heldur í tólið en þegar maður talar með handfrjálsum búnaði.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband