Leita í fréttum mbl.is

Óþarfi eða?

Eins og svo margir aðrir sá ég þessi umræddu auglýsingu.  En ég get ekki séð nokkur rök fyrir því að einhver ætti að þurfa biðjast afsökunar vegna hennar.  Hún var ekki á nokkurn hátt meiðandi fyrir einn né neinn, að mínu mati.

Ég hugsa að Steingrímur sé sár vegna andlitsteikningar sem kom útúr tölvuskjá þar sem hann var dulbúinn sem "net"lögga.  En þetta var einfaldlega fyndinn mynd og ég er ekki frá því að það hafi halað inn einhverjum atkvæðum fyrir vinstri græna sjálfa frekar en framsókn !


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ekki mjög málefnalegt að teikna skopmyndir af andstæðingum sínum, verð ég að segja. Þú hefur ekki hugmynd um það hvernig áhrif þessarar auglýsingar voru, getgátur þínar varðandi það finnast mér ekki mjög gáfulegar. Held þú ættir að einbeita þér að einhverju öðru heldur en að tengja svona bull við fréttir af www.mbl.is , ég eyddi tíma í að lesa þessar línur þínar og er engu nær um neitt, annað en að þú ert með einhverja 14 færsluflokka skráða hérna til hliðar og þá tilfinningu vonar um að þú hafir eitthvað gáfulegra að segja um hina þrettán, kræst...

David (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Svakaleg geta sumir David-ar verið grumpý, ég var nú ekki með neinar fullyrðingar um að þetta hefði halað inn atkvæðum fyrir ykkur í VG - heldur voru þetta fyrst og fremst getgátur eins og þú sérð!  ekki ætlaði ég að móðga formann þinn með þessari færslu enda eru kosningarnar búnar og ég er sammála Slembinn um að það sé tími til þess að líta um öxl og sjá hvað metur hefði mátt fara.  En hvað varðar teiknimyndina þá finnst mér þetta ekkert stórmál, en það er auðvitað bara mitt álit - ef maður hefði lent í því sjálfur að vera gerður að einhverri teiknimyndafígúru þá hefði þetta eflaust truflað mann meira.

Óttarr Makuch, 14.5.2007 kl. 09:09

3 identicon

Ég er sammála þér Óttarr, gott svar. Ég var kannski að taka reiði mína á þessu stjórnarmyndurfyrirkomulagi og andúð mína í garð framsóknar út á vitlausum aðila, hver veit?

David (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:40

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þer Ottarrr eg get ekki skilið menn sem ekki hafa húmor og taka grini/Kveðja og vonum það besta fyrir land og þjoð/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2007 kl. 14:34

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér fannst alveg ótrúlegt þegar hann bað hann í þættinum hjá Jóhönnu Vigdísi að biðja sig afsökunnar, ég hélt að þetta væri eitthvað grín....

Inga Lára Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 15:23

6 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Mér er sagt að ekki eigi að kasta steinum ef maður býr í glerhúsi.

Steingrímur hefur gleymt eigin syndum.

Jón Sigurgeirsson , 14.5.2007 kl. 19:04

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Steingrímur hlýtur að vera að gera í því að pirra Framsóknarmenn, hver svo sem ástæðan er. Það finnst mér nokkuð augljóst, ekki bara í ljósi þessa máls heldur verkar tilboðið um að styðja minnihlutastjórn vinstriflokkanna af svipuðum meiði sprottið.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband