Leita í fréttum mbl.is

Þó fyrr hefði verið

Ég segi nú ekki meira en það "þó fyrr hefði verið".

Maður hefðu nú haldið að það hefði verið byrjað að selja áfengi um borð í skemmtiferjunni Herjólfi fyrir áratug síðan eða svo.  Það er ekkert sjálfssagðara en að ferðalangar geti slakað aðeins á uppá þilfari með rauðvínsglas í hendi og virt fyrir sér fegurðina þegar þeir sigla um sundin blá.

 


mbl.is Sótt um áfengisleyfi um borð í Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Stór hluti þeirra sem ferðast eru sjóveikir, fjöldinn allur eru bílstjórar, börn og unglingar svo fyrir hverja er þetta eiginlega? Kannski foreldrana sem fylgja börnunum. Mér finnst þetta álíka gáfulegt og að Spölur hefði sótt um vínveitingaleyfi fyrir Hvalfjarðargöngin

Þorsteinn Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Spurning að gera hliðargöng í hvalfjarðagöngin og opna bar? En sérðu samt ekki fyrir þér fína frú með stóran hatt á þilfarinu með rauðvín í öllum veltingnum  

Óttarr Makuch, 10.4.2007 kl. 16:55

3 identicon

Það sem menn eru kannski að gleyma hér er að með því að sigla út fyrir 12 mílurnar opnast sá möguleiki að hafa fríhöfn um borð. Herjólfur gæti t.d. tekið á sig krók og siglt út fyrir 12 mílurnar einu sinni til tvisvar í viku - þá má vel opna fríhöfn, leyfa fólki að versla, loka henni og sigla svo til hafnar. Það yrði nú ekki amalegt að geta keypt sér áfengi og fleira á fríhafnarverði með því einu að ferðast með Herjólfi

Agnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Alveg hreint brilljant hugmynd, af hverju er ekki búið að framkvæma hana??

Hvað tekur annars langan tíma að sigla þennan auka krók?  Spyr sá sem ekki veit.

Óttarr Makuch, 10.4.2007 kl. 18:45

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill Óttar.

Að leyfa áfengi um borð í skipum er mjög hættulegt og er bannað á meðal sjómanna að drekka áfengi um borð í skipum og ekki tala ég um fólk sem myndi ráfa um þegar það væri orðið drukkið. Hvernig á þessi fámenna áhöfn að passa þetta fólk.?

Þetta er hægt að gera með því að fjölga fólki sem hefur sitt sér svið sem hefur sér hæft sig á í björgunarmálum það fólk gæti tekið þau mál að sér með því móti væri hægt að gera þessa hluti.Er útgerðin tilbúinn að borga þetta ég held ekki.

Varandi að sigla út fyrir landhelgi það getur ekki gengið upp vegna skipið er á mjög tímafrekri rútu hefur ekki tíma til þess. Auka tími er notaður til þess í viðhald og viðgerðir þegar tími gefst til.

Herjólfur gengur of lítið fyrir utan það hann er orðin lúinn og þarf að fara að huga að stærri og hraðskreiðara skipi sem myndi ganga 18- 20 mílur þá væri hægt að sinna þessu.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 10.4.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband