2.4.2007 | 10:05
Tilvalin uppskrift fyrir kvöldið.
Bang Bang kjúklingur
Uppskrift fyrir tvo:450 gr. kjúklingabringur (skinn- og beinlausar)
1 hvítlauksrif, kramið undir hnífsblaði, ekki skorið
1/2 tsk svört piparkorn
1 lítill laukur skorinn til helminga
1 gúrka, frælaus og skorin í strimla
Salt og mulinn svartur pipar
Sósan:
3 msk. hnetusmjör
2 msk. AMOY Sesame Oil
1 msk. AMOY Light Soy Sauce
3 msk. kjúklingasoð
1 msk. vínedik
2 vorlaukar, smátt skornir
2 hvítlauksrif, pressuð
5 x 1 cm. engiferrót, skorin í stöngla á stærð við eldspýtu
Athugið! Engiferrótin er bragðsterk prófið ykkur áfram eftir smekk
1 msk. Sichuan piparkorn (má sleppa)
1 tsk. ljós púðursykur
Chilli olía:
4 msk. jarðhnetuolía eða önnur sambærileg
1 tsk. chilli krydd
1. Setjið kjúklinginn í pott og hellið vatni yfir þannig að það fljóti yfir
kjúklinginn. Bætið við hvítlauksrifinu, piparkornunum og lauknum og látið suðuna koma upp. Fleytið ofan af vatninu og bætið svo við salti og pipar eftir smekk. Látið sjóða á vægum hita í 25 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er
meir. Sigtið vatnið frá að lokum en geymið soðið.
2. Búið til sósuna með því að blanda saman í skál hnetusmjöri, sesamolíu og
kjúklingasoðinu saman. (Athugið! hægt er að nota 3 msk. af ristuðu sesam mauki
í stað hnetusmjörs og sesamolíu). Bætið því næst sojasósunni, vínedikinu,
vorlauknum, hvítlauknum, engiferrótinni og Sichuan piparkornunum saman við.
Sykrið eftir smekk.
3. Búið chilli olíuna með því að hita jarðhnetuolíuna og chilli kryddið saman
þangað til hún fer að krauma og bíðið í 2 mínútur. Látið kólna og fleytið þá
rauðu olíuna ofan af.
4. Dreifið gúrkunni á diska, skerið kjúklingabringurnar í bita í sömu stærð og
gúrkan. Leggið kjúklingabitana ofan á gúrkustrimlana. Hellið sósunni yfir og
látið chilli olíuna drjúpa yfir eftir smekk.
Borið fram með hrísgrjónum eða Amoy eggjanúðlum.
Þessi uppskrift er í boði
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Nei takk, sama og þegið.
Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 13:57
Þetta hljómar...... VEL !!!
Inga Lára Helgadóttir, 2.4.2007 kl. 15:24
Þetta hljómar...... VEL !!!
Inga Lára Helgadóttir, 2.4.2007 kl. 15:29
Alveg er mér óskiljanlegt að íslendingar skuli ekki kjósa með fótunum og sleppa því að kaupa kjúklinga. Það er sem ég sæji það viðgangast ef einhver konugarmurinn ákveddi það nú að selja kleinur sem hún steikti... og þyrfti nánast að hauskúpumerkja framleiðsluna með aðvörun um að það yrði að hita kleinurnar svo og svo lengi í örbylgjuofni svo fólk fárveiktist ekki af framleiðslunni., að sú framleiðsla yrði leyfð?
Mér finnst því algjört prinsipatriði að kaupa ekki kjúklinga og hef verið þeirrar skoðunar í mörg ár og ekkert legið á þeirri skoðun minni. Konan mín var hinsvegar mjög hrifin af þessu fóðri.. eða allt þar til að hún lamaðist á höndum og fótum í kjölfar Campylobacter, en sú padda triggeraði síðan sjúkdóm í ónæmiskefinu sem heitir GBS og olli lömuninni.
Svo sama og þegið Óttar en uppskriftin sem slík hljómar annars ekki illa
Þorsteinn Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.