Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn í sandkassa?

Það er alveg orðið deginum ljósara hve áríðandi það er að breyta þingsköpum á hinu háa Alþingi.  Það gengur ekki lengur að einstaka þingmenn geta tekið Alþingi og þar með talið þjóðina alla í gíslingu þegar þeim hentar og með því hindrað að málefnaleg umræða geti farið fram um hin ýmsu málefni. 

Ef menn geta ekki axlað þá ábyrgð að hafa tímafrelsi þá verður að setja ramma á tímann.  Hvernig stendur til að mynda á því að einn maður geti hindrað það að frumvarp um léttvín og bjór sé tekið fyrir á Alþingi.  Þar var Ögmundur (VG) á ferð og hótaði málþófi ef málið yrði sett á dagskrá með þeim afleiðingum að önnur málefni og hugsanlega mikilvægari málefni kæmust ekki á dagskrá Alþingis heldur, hvað gefur þessum ákveðna þingmanni leyfi til þess að haga sér eins og smábarn í sandkassa?  Alþingi á hinsvegar að snúast um málefnalegt fólk og málefnalegar umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei það þarf að láta fara í Þjóðathvæðagreiðslu svona mál sem varða alla þjóðina,við eigum öll að hafa um þetta að segja ,og það er kosið til Alþingis á 4 ára fresti/Einstakir þingmenn eiga ekki að þurfa að hugsa þetta fyrir okkur/Öll svona umdeild mál eiga að fara i kostningar/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.3.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já ég tek undir hjá Haraldi, ekki spurning, þetta er mál sem varðar okkur öll og þurfum við öll að sýna smá ábyrgð þegar kemur að vímugjöfum eins og áfengi er.

En ég tek vel undir hjá þér Óttarr, hefur þú horft á þingumræður í sjónvarpinu .......you realy dont know how old they are 

Inga Lára Helgadóttir, 20.3.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Nú er ég ekki sammála ykkur, þetta mál er ekki svo stórt að það þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um það, þetta er ósköp einfalt, þetta er leyft í öllum siðmenntuðum ríkjum og það sama ætti að gilda hér, punktur og basta!

En það er svo aftur spurning hvað eru umdeild mál og hvað ekki, það fer ekki endilega eftir fjölda þeirra sem á móti málunum er heldur eftir því hve hávær hópurinn er sem er á móti.

Óttarr Makuch, 21.3.2007 kl. 00:01

4 identicon

 

Alþingi á hinsvegar að snúast um málefnalegt folk, málefnalegar umræðu og lýðræðisleg vinnubrögð.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 02:39

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Takk fyrir gott komment Sigurður, sammála.

Óttarr Makuch, 21.3.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband