Leita í fréttum mbl.is

Sturla - Þú verður að grípa til aðgerða STRAX í dag!!

Kæri Sturla,

Nú verður þú að bretta um ermar sem aldrei fyrr.  Þú verður að taka á þessu máli og það STRAX í dag eða síðasta lagi í fyrramálið!!  Það fer að verða stórhættulegt að keyra um borgina fyrir ökuníðingum sem breyta ökutækjum sínum í drápstól með glæfraakstri um allar götur hvort heldur sem um er að ræða stofnbrautir eða íbúðagötur.  Við verðum að stöðva þessa vitleysinga og það STRAX.

Ég tel hinsvegar að síðasta tilraun þín hafi ekki skila þeim árangri sem til var ætlast því 5-10 eða 15 þúsund kall til eða frá skiptir engu máli, ef einhver ætlar að aka of hratt þá gerir hann það, enda er ekki um neinar stórar fjárhæðir að ræða, þannig séð.

Mín tillaga er eftirfarandi og mjög einföld

Vegna hraðakstur upp að 140 km hraða haldast núverandi sektarákvæði en vegna hraðakstur 141 - 160 hækka sektirnar og verða kr. 180.000 og ökuleyfissvipting í 3 ár.  Vegna hraðakstur 161 - 250 km hraða er ökutækið tekið eignanámi og selt - andvirði rennur í ríkissjóð og ökumaður er sviptur ökuleyfi ævilangt.

Ég geri mér grein fyrir að þetta eru róttækar aðgerðir,  en ég er þess fullviss að það er það eina sem virkar til þess að stöðva þessa ökuníðinga í eitt skipti fyrir öll.  Menn og konur myndu hugsa sig tvisvar jafnvel þrisvar um áður en þau keyra á þessum hraða vitandi að þau gætu átt það á hættu að glata bílnum, sem er jafnvel allur á lánum!

 Andvirðið af sölu ökutækja væri eyrnamerkt góðum málefnum s.s. fórnalömbum bílsslysa vegna hraðaksturs eða aðstandendum þeirra og öflugu forvarnarstarfi.


mbl.is Stöðvaður á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Heyr, heyr!  Loksins erum við sammála gamli vinur!  Þó við séum oft ósammála í pólitíkinni, þá er ég þér hjartanlega sammála um þetta, var að blogga um þetta rétt í þessu.  Á þessu verður að taka.  Mínar hugmyndir eru alveg í samræmi við þínar. 

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.2.2007 kl. 22:43

2 identicon

 það yrði bara til þess að fleiri myndu reyna að stinga lögregluna af einsog sást í kastljósi nú á dögunum. með öllu sem því fylgir..

 Nær væri að koma upp lokuðum aksturssvæðum/ökukennslusvæðum fyrir fólk sem vill svala þessari hraðaþörf. 

Maggi (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Það má einmitt nýta sektarinnheimturnar í það einnig því það myndi ég klárlega flokka undir forvarnir, koma þessum hraðakstri af götum borgarinnar og inn á sérstök aksturssvæði.

Óttarr Makuch, 27.2.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hærri sektir og ekki síður fangelsi eða götusópun.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 23:03

5 identicon

Þið eruð meiri kellingarnar .... 160km hraði og ökutækið gert upptækt ... og hvað ... setja í einhvern sjóð? Jedúddamía ...

Gza (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Foreldrar eiga tíu börn. Það er ár á milli. Tíu börn á tíu árum. Sá elsti braut kristalskál þegar hann var 8 ára. Hann var ekki flengdur. Sá næsti braut kristalvasa ári síðar. Hann var flengdur. Lærði sá sem var næstur í röðinni? Ég er ekki viss. Hvað með þann sem er númer 6 í röðinni. Hann lærði ekki að það má ekki mölva kristalinn á heimilinu, um það er ég viss. Refsingar virka stundum og á suma, en ekki alla. Þetta er ekki réttlæting á ofsaakstri, ég fordæmi hann. Kennum. Bjóðum upp á aðstöðu til að fólk geti leikið sér á bílum rétt eins og á skemmtibátum og flugvélum. VIð byggjum hafnir fyrir skemmtibáta og flugvelli fyrir skemmtiflug. Við gerum það fyrir fé úr sameiginlegum sjóði. Það vantar leiksvæði fyrir bílaleiki.

Birgir Þór Bragason, 27.2.2007 kl. 23:25

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Nákvæmlega Birgir, ég benti á að það mæti nota sektarinnheimtuna í forvarnir ma til þess að greiða fyrir æfingarsvæði (sjá athugasemdir), svo við erum þá sammála að sumu leyti.

Óttarr Makuch, 27.2.2007 kl. 23:28

8 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Hvernig er það annars? Hafa sektir ekki hækkað umtalsvert síðustu ár? Hefur það breytt einhveru?

Svo er "aksturmenning" hér hreint út sagt fáránleg. Ökukennarar standa sig engan veginn í því að úskýra fyrir nýjum ökumönnum að halda sig t.d. á hægri akrein og nota þá vinstri til framúraksturs. Slíkt skapar oft óþarfa hættu. Íslenskt ökunám er að mínu mati afskaplega lélegt. Hvernig væri að stuðla að bættri akstursmenningu í stað frekari boða og banna?

Það er svo afskaplega margt hægt að gera í stað þess að banna hitt og þetta og herða lög enda hefur það sýnt sig að það virkar ekki.

Svo er ég 100% sammála Birgi hvað aðstöðu varðar fyrir áhugamenn um akstur. Þetta er ekki þörf heldur nauðsyn.

Margeir Örn Óskarsson, 28.2.2007 kl. 01:34

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég mundi nú vilja sjá fangelsi auki við tveimur hærri tölunum sem þú tilgreinir

Sigfús Sigurþórsson., 28.2.2007 kl. 08:40

10 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Geri það að tillögu minni að það verði skylduheimsókn á Grensásdeild LSH hjá öllum ökunemendum, fyrir utan það styð ég tillögu þína heilshugar.  Kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 28.2.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband