Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna ósköpunum?

Alveg er þetta ótrúlegt með þessa blessuðu stjórnarANDstöðuliða.  Þeir eru alltaf fljótir upp og hrópa eftir afsögn þessa eða hins eða bara einhvers!  Ég fæ ekki séð hvers vegna Valdimar L. óskar eftir því að forsætisráðherra segi af sér ef einhver ætti að segja af sér hlýtur það að vera félagsmálaráðherra nú eða heilbrigðisráðherra.  En ég tel hinsvegar að mörgum spurningum sé enn ósvarað um þetta mál, ein þeirra er þó stærri en margar aðrar og er hún, hvers vegna skýrslunni var leynt á sínum tíma af formanni fjárlaganefndar og félagsmálaráðherra!  Það er spurning sem ég tel að við verðum að fá skýr svör við.

En afsögn forsætisráðherra.... lyktar einhvernvegin á þann veg að Valdimar X-S eða X-F og kannski einhvertímann X-V sé að kalla á eftir athygli á heldur óskemmtilegan hátt.


mbl.is Spurði hvort forsætisráðherra ætti ekki að segja af sér vegna Byrgismáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Valdimar gæti kannski bara notað tækifærið og sagt sig úr Frjálslynda flokknum út af Byrgismálinu!

Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: TómasHa

Já, gaman af þessu hjali núna.  Áður var það að þeir fengju ekki næga peninga og það væri verið að svelta þá. Það er gott að vera vitur eftir á.

TómasHa, 5.2.2007 kl. 16:14

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég vona svo sannarlega að Björn Bjarnason segi ekki af sér eða fari úr Sjálfstæðisflokknum, því þá myndi fylgi flokksins örugglega aukast eitthvað, sem væri miður!

Egill Rúnar Sigurðsson, 5.2.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband