Leita í fréttum mbl.is

Er verið að stækka markhópinn? Samræming er málið!

Er fylgi VG stærra meðal markhópsins 16-18?  Er ekki nýbúið að samþykkja lög frá alþingi um að sjálfræðisaldurinn skyldi færður úr 16 í 18?  Er það ekki rétt munað hjá mér að Kolbrún hafi verið fylgjandi því (vil þó ekki fullyrða það)?  Hvað hefur breyst?

Það sem þarf að breystar er einfaldlega samræming á boðum og bönnum sem tengdar eru aldri

Eins og staðan er í dag þá eru þetta mismunandi tímaskeið 17 - bílbróf, 18 - sjálfræði, 20 - kaup á áfengi o.sfrv.  Þetta þyrfti að samræma í einn útrásaraldur Smile  Það liggur við að gefa þyrfti út reglustriku með ártölum og því sem leyft er miðað við aldur, allavega eins og staðan er í dag.

Væri ekki heppilegast að sá einstaklingur sem má fara í bílpróf megi kaupa sér bíl?  En samkvæmt lögum í dag þarf það að fara í gegnum foreldrana, væri því ekki heppilegra að "barnið" tæki bílpróf við 18 ára aldurinn og svo gæti hann farið í ÁTVR (vonandi fljótlega í matvöruverslun) og keypt sér kampavín til þess að fagna sjálfræðinu og bílprófinu.... en auðvitað má hann ekki halda uppá áfangan og fara síðan að keyra... það þyrfti að bíða, eðlilega.


mbl.is Vilja lækka kosningaaldurinn í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband