Við íslendingar hljótum að vera skoða þennan möguleika í samstarfi við bankana, ég trúi nú ekki öðru þar sem íslensku bankarnir eru með samráð með virkum eignahlut sínum í INTRUM á íslandi sem er fyrirtæki sem græðir á tá og fingri, sem betur fer. En í ljósi þess hljóta þeir að vera hugsa um að kaupa stærri gullkálf sem teygir anga sína í 21 annað land fyrir utan Ísland. Ég spái því að annaðhvort því að bankarnir fari annaðhvort í samráð um að kaupa höfuðstöðvar INTRUM eða einhver af þeim kaupir þetta, annað getur ekki verið
Frétt úr Fréttablaðinu í dag
Intrum til sölu?
Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári.
Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári.
Stærsti hluthafinn í Intrum er Landsbankinn með yfir ellefu prósenta hlut en í Dagens Industri kemur fram að stærstu eigendurnir hafi einungis áhuga á því að selja bréf sín sem valdi því að félagið er í ódýrari kantinum. Fyrir þær sakir er yfirtaka á Intrum líklegri en ella. Intrum er metið á rúma 67 milljarða króna í Kauphöllinni í Stokkhólmi og hefur hækkað um 30 prósent á einu ári.
Annar stærsti hluthafinn er svo Christer Gardell í Cevian Capital sem hefur starfað náið með íslenskum fjárfestum í Svíþjóð, svo sem í baráttunni um yfirráðin í Skandia. - eþa
Athugasemdir
Það hlýtur að vera arðbært að festa fé sitt í fyrirtæki sem tekur meira fyrir sinn snúð en okurlánarar erlendis...... Þetta er á mörkum þess að vera glæpafyrirtæki í mínum huga..
Eiður Ragnarsson, 24.1.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.