23.1.2007 | 12:05
Einkennilegata mál í Grafarholti
Þetta er allt hið einkennilegt mál sem mér þykir vera komið upp í Grafarholti. Samkvæmt sóknarpresti er svo til búið að ákveða að skíra kirkju hverfisins í höfuðið á konu þrátt fyrir að enginn slík ákvörðun, að mér vitandi, hafi verið formlega tekinn! Það er líka merkilegt að lesa fréttabréf sóknarinnar þar sem tíunduð eru þau nöfn sem koma hugsanlega til greina en aðrar tillögur sem komið hafa eru algjörlega hunsaðar líkt og í fréttinni hér á mbl.is . Merkilegt þykir mér líka ástæðan fyrir því að Grafarholtskirkja geti ekki heitað því fallega nafni Grafarholtskirkja og er það vegna þess að Grafarvogskirkja er til, svona rökleysa er auðvitað algjörlega út í hött að mínu mati. Hefði ég haldið að það væri stolt hvers hverfis að eiga sína kirkju með nafni hverfisins! En það virðist ekki vera ástæða til þess að ræða þetta mikið frekar þar sem okkar ágæti og skemmtilegi prestur hefur gert upp huga sinn hvað varðar nafnið á blessaðri kirkjunni
Áformað er að kenna nýja kirkju í Grafarholti við konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei það sem ég er óánægður með er þegar einhver einn hefur ákveðið að nefna beri eitthvað! Reyndar skil ég ekki feministan í þessu, skil ekki afhverju það á að skíra kirkju í höfuðið á konu bara af því að engin önnur kirkja er skírð í höfuðið á konu. Ég leggst þó ekki gegn því að svo sé, bara að ákvarðanirnar séu rétt teknar, það finnst mér skipta mestu máli.
Reyndar þætti mér hverfið sóma sér ákaflega vel með Grafarholtskirkju, finnst það einfaldlega passa best, en það er auðvita bara mín skoðun.
Óttarr Makuch, 23.1.2007 kl. 12:25
Sæll Óttar!
Mér er ekki kunnugt um að eitt né neitt hafi verið ákveðið. Það er langur vegur á milli "hugmyndir eru uppi...." og "ákveðið hefur verið". Vinsamlega gerðu greinarmun þarna á milli. Það er verið að gefa sóknarbörnum tækifæri til þess að segja skoðanir sínar á þessu máli og koma með hugmyndir. Komdu þessu endilega á framfæri við rétta aðila, þ.e.a.s. prestinn og sóknarnefndina.
Sigríður Jósefsdóttir, 23.1.2007 kl. 12:30
Kæri eða kæra Grafarþögn,
Ég hef komið þessu á framfæri við rétta aðilla þe prestinn og reyndar hefur þetta verið rætt á milli sóknarbarna einnig en ekki hef ég þó talað við neinn í sóknarnefnd. En þrátt fyrir allt þá er þetta nú komið upp bæði í fréttabréfi sóknarinnar og á mbl.is og því get ég ekki betur séð en að þetta stefni í eina átt! Ég sá til að mynda ekki hugmyndir sem ég veit að eru komnar á borð kirkjunnar í síðasta fréttabréfi, því þar var eingöngu taldar upp áður sagðar uppástungur. En ekki misskilja mig sem svo að ég sé í einhverri herferð gegn kirkjunni í Grafarholti, síður en svo. En ég hinsvegar áskil mér rétt að setja inn það efni á bloggsíðu mína sem eru mér hugleikin á hverjum tíma. Svo er að sjálfssögðu öllum heimilt að koma með athugasemdir við þær skoðanir. Sumum athugasemdum er maður svo sammála en öðrum ekki, þannig er nú gangur lífsins.
Óttarr Makuch, 23.1.2007 kl. 12:40
Eg er þarna á sama máli og þú Ottarr,Grafarvogskirkja auðvitað!!!!En menn meiga hafa skoðun og það gott,en eiga að kom þá með nafn sem þeir hafa i huga !!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 23.1.2007 kl. 17:49
Sæl verið þið ágæta fólk sem hafið tjáð ykkur um nafn á kirkjuna í Grafarholti. Ég var bara að frétta af fréttinni í Mbl rétt áðan, hún er greinilega unnin upp úr heimasíðu sóknarinnar og gleðilegt að hún skuli vekja athygli. Nokkuð er oftúlkað í fréttinni og langar mig að geta þess. Ég varpaði fram Guðríðarhugmyndinni sjálf og rökstuddi hana í fréttabréfinu okkar. Ég vildi að söfnuðurinn vissi hver mín skoðun væri, því að fátt þykir mér leiðinlegra en fólk sem þykist vera hlutlaust en er það ekki. Því vildi ég frekar sýna mín spil og hlusta svo á annarra raddir, sem allar eru jafngóðar og mikilvægar. Nokkrir hafa stungið upp á nafni Reynisvatnskirkju líka, og stendur til að bæta því nafni á heimasíðuna. Eins hefur verið rætt um Kirkjuhvol. Það er ekkert ákveðið í þessum efnum, það hefur ekki verið ákveðið að nota ekki nafn Grafarholtskirkju. Það hefur ekki verið ákveðið að nefna kirkjuna eftir konu. Í fréttabréfinu stendur aðeins, að engin kirkja heiti eftir íslenskri konu, en hins vegar fjórar kirkjur eftir íslenskum karlmönnum. Ég þakka umræðuna og fagna því að fólk skuli takast á um nafnið, þannig á það líka að vera. Með kærri kveðju, Sigríður sóknarprestur í Grafarholti
Sigríður Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:34
Það er gleðilegt að Sigríður prestur okkar Grafhyltinga hefur skrifað í athugasemdir vegna þessarar bloggfærslu. Það er einnig ánægjulegt að sjá að fleirri tillögur hafa komið fram en áður hafa verið birtar opinberlega og fagna ég því að þessar tillögur séu nú komnar fram í ljósið. Ekki ætla ég að setja út á að prestur hverfisins hafi skoðanir enda erum við svo heppin að lifa í landi sem býður okkur uppá að hafa frjálsar skoðanir óháð allt og öllum, sem betur fer. Með færslunni vildi ég einungis reyna mitt til þess að koma umræðunni um hverfið af stað sem og gagnrýna þá frétt sem birt hafði verið á opinberum vettvangi en var ekki rétt eins og presturinn hefur sagt. En eftir sem áður stendur skoðun mín um nafn kirkjunnar.
Óttarr Makuch, 23.1.2007 kl. 20:38
Auvitað varð gamla manninum á og sagði vittleisu !!!!!!!GRFARHOLTSKIRKJA skal það vera /bist afsökunar á þessu Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 24.1.2007 kl. 11:50
Já Óttarr minn! Ég er alveg sammála þér! Ég vill líka að kirkjan okkar heiti GRAFARHOLTSKIRKJA ekkert svona gamaldags nafn. Og eins vill ég líka að Kirkjan sjálf verði nýtískuleg líka. Ekkert svona gamal dags. Annars er það mín skoðun að það eigi að kjósa um nafnið á kirkjunni til að komast að því hvað Grafhyltingum finnst um málið þetta er nú einu sinni kirkjan okkar allra.
Með bestu kveðju,
Fuglinn í Lindinni.
Svala Huld Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.