Leita í fréttum mbl.is

Einkennilegata mál í Grafarholti

Þetta er allt hið einkennilegt mál sem mér þykir vera komið upp í Grafarholti.  Samkvæmt sóknarpresti er svo til búið að ákveða að skíra kirkju hverfisins í höfuðið á konu þrátt fyrir að enginn slík ákvörðun, að mér vitandi, hafi verið formlega tekinn!  Það er líka merkilegt að lesa fréttabréf sóknarinnar þar sem tíunduð eru þau nöfn sem koma hugsanlega til greina en aðrar tillögur sem komið hafa eru algjörlega hunsaðar líkt og í fréttinni hér á mbl.is .  Merkilegt þykir mér líka ástæðan fyrir því að Grafarholtskirkja geti ekki heitað því fallega nafni Grafarholtskirkja og er það vegna þess að Grafarvogskirkja er til, svona rökleysa er auðvitað algjörlega út í hött að mínu mati.  Hefði ég haldið að það væri stolt hvers hverfis að eiga sína kirkju með nafni hverfisins!  En það virðist ekki vera ástæða til þess að ræða þetta mikið frekar þar sem okkar ágæti og skemmtilegi prestur hefur gert upp huga sinn hvað varðar nafnið á blessaðri kirkjunni FootinMouth
mbl.is Áformað er að kenna nýja kirkju í Grafarholti við konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei það sem ég er óánægður með er þegar einhver einn hefur ákveðið að nefna beri eitthvað!  Reyndar skil ég ekki feministan í þessu, skil ekki afhverju það á að skíra kirkju í höfuðið á konu bara af því að engin önnur kirkja er skírð í höfuðið á konu.  Ég leggst þó ekki gegn því að svo sé, bara að ákvarðanirnar séu rétt teknar, það finnst mér skipta mestu máli.

Reyndar þætti mér hverfið sóma sér ákaflega vel með Grafarholtskirkju, finnst það einfaldlega passa best, en það er auðvita bara mín skoðun.

Óttarr Makuch, 23.1.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll Óttar!

     Mér er ekki kunnugt um að eitt né neitt hafi verið ákveðið.  Það er langur vegur á milli "hugmyndir eru uppi...." og "ákveðið hefur verið".  Vinsamlega gerðu greinarmun þarna á milli.  Það er verið að gefa sóknarbörnum tækifæri til þess að segja skoðanir sínar á þessu máli og koma með hugmyndir.  Komdu þessu endilega á framfæri við rétta aðila, þ.e.a.s. prestinn og sóknarnefndina.

Sigríður Jósefsdóttir, 23.1.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæri eða kæra Grafarþögn,

Ég hef komið þessu á framfæri við rétta aðilla þe prestinn og reyndar hefur þetta verið rætt á milli sóknarbarna einnig en ekki hef ég þó talað við neinn í sóknarnefnd.  En þrátt fyrir allt þá er þetta nú komið upp bæði í fréttabréfi sóknarinnar og á mbl.is og því get ég ekki betur séð en að þetta stefni í eina átt!  Ég sá til að mynda ekki hugmyndir sem ég veit að eru komnar á borð kirkjunnar í síðasta fréttabréfi, því þar var eingöngu taldar upp áður sagðar uppástungur.  En ekki misskilja mig sem svo að ég sé í einhverri herferð gegn kirkjunni í Grafarholti, síður en svo.   En ég hinsvegar áskil mér rétt að setja inn það efni á bloggsíðu mína sem eru mér hugleikin á hverjum tíma.  Svo er að sjálfssögðu öllum heimilt að koma með athugasemdir við þær skoðanir.   Sumum athugasemdum er maður svo sammála en öðrum ekki, þannig er nú gangur lífsins.

Óttarr Makuch, 23.1.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er þarna á sama máli og þú Ottarr,Grafarvogskirkja auðvitað!!!!En menn meiga hafa skoðun og það gott,en eiga að kom þá með nafn sem þeir hafa i huga !!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 23.1.2007 kl. 17:49

5 identicon

Sæl verið þið ágæta fólk sem hafið tjáð ykkur um nafn á kirkjuna í Grafarholti.  Ég var bara að frétta af fréttinni í Mbl rétt áðan, hún er greinilega unnin upp úr heimasíðu sóknarinnar og gleðilegt að hún skuli vekja athygli.  Nokkuð er oftúlkað í fréttinni og langar mig að geta þess.  Ég varpaði fram Guðríðarhugmyndinni sjálf og rökstuddi hana í fréttabréfinu okkar.  Ég vildi að söfnuðurinn vissi hver mín skoðun væri, því að fátt þykir mér leiðinlegra en fólk sem þykist vera hlutlaust en er það ekki. Því vildi ég frekar sýna mín spil og hlusta svo á annarra raddir, sem allar eru jafngóðar og mikilvægar.  Nokkrir hafa stungið upp á nafni Reynisvatnskirkju líka, og stendur til að bæta því nafni á heimasíðuna.  Eins hefur verið rætt um Kirkjuhvol.  Það er ekkert ákveðið í þessum efnum, það hefur ekki verið ákveðið að nota ekki nafn Grafarholtskirkju.  Það hefur ekki verið ákveðið að nefna kirkjuna eftir konu.  Í fréttabréfinu stendur aðeins, að engin kirkja heiti eftir íslenskri konu, en hins vegar fjórar kirkjur eftir íslenskum karlmönnum.  Ég þakka umræðuna og fagna því að fólk skuli takast á um nafnið, þannig á það líka að vera.  Með kærri kveðju, Sigríður sóknarprestur í Grafarholti

Sigríður Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:34

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er gleðilegt að Sigríður prestur okkar Grafhyltinga hefur skrifað í athugasemdir vegna þessarar bloggfærslu.  Það er einnig ánægjulegt að sjá að fleirri tillögur hafa komið fram en áður hafa verið birtar opinberlega og fagna ég því að þessar tillögur séu nú komnar fram í ljósið.  Ekki ætla ég að setja út á að prestur hverfisins hafi skoðanir enda erum við svo heppin að lifa í landi sem býður okkur uppá að hafa frjálsar skoðanir óháð allt og öllum, sem betur fer.  Með færslunni vildi ég einungis reyna mitt til þess að koma umræðunni um hverfið af stað sem og gagnrýna þá frétt sem birt hafði verið á opinberum vettvangi en var ekki rétt eins og presturinn hefur sagt.  En eftir sem áður stendur skoðun mín um nafn kirkjunnar.

Óttarr Makuch, 23.1.2007 kl. 20:38

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auvitað varð gamla manninum á og sagði vittleisu !!!!!!!GRFARHOLTSKIRKJA  skal það vera /bist afsökunar á þessu Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.1.2007 kl. 11:50

8 identicon

Já Óttarr minn! Ég er alveg sammála þér! Ég vill líka að kirkjan okkar heiti GRAFARHOLTSKIRKJA ekkert svona gamaldags nafn. Og eins vill ég líka að Kirkjan sjálf verði nýtískuleg líka. Ekkert svona gamal dags. Annars er það mín skoðun að það eigi að kjósa um nafnið á kirkjunni til að komast að því hvað Grafhyltingum finnst um málið þetta er nú einu sinni kirkjan okkar allra.

Með bestu kveðju,

Fuglinn í Lindinni.

Svala Huld Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband