Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Frábært framtak hjá Símanum

457592AÉg sat SAFT fyrirlestur hér í Sæmundarskóla fyrir nokkrum vikum síðan, þar sem farið var yfir þær hættur sem eru þarna úti.  Eins og einhver sagði "Alveg eins og netið opnar þér leið út í heim, þá getur það opnað leið fyrir aðra heim til þín".

Ég mun því klárlega nýta mér þessa góðu þjónustu hjá Símanum að gera mér kleyft að verja börnin á heimilinu fyrir óæskilegri heimsókn inná mis gáfulegar síður. 

Enn og aftur sýnir Síminn að hann er í fremstu röð með því að vera fyrst til þess að bjóða uppá þessa þjónustu og það endurgjaldslaust fyrir einstaklinga.  Flott skref fram á við !


mbl.is Ætla að bjóða ókeypis netvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein útsending frá Hvannadalshnjúk - Síminn er á toppnum

Síminn prófar nýja langdræga 3G kerfið 

Myndir 138Um síðastliðna helgi gengu nokkrir vaskir starfsmenn Símans og Sensa upp á Hvannadalshnjúk með það að markmiði að prófa sambandið við nýja 3G senda sem búið er að setja upp á Háöxl rétt undir Vatnajökli og Háfelli sem er rétt austan Víkur í Mýrdal. Gangan gekk vel í blíðskaparveðri og á ýmsum stöðum á leiðinni var staldrað við og hringt í fjölskyldumeðlimi sem fylgdust með göngunni sem var í beinni útsendingu á internetinu í gegnum 3G netkort í fartölvu.

Myndir 156Þegar upp á Hvannadalshnjúkinn var komið gátu starfsmenn Símans með einföldum hætti sýnt þeim sem heima sátu frábært útsýni af Hvannadalshnjúk og hvernig þar var umhorfs.  Gott símasamband var alla leiðina upp á toppinn og gátu göngumenn hringt heim og látið vita af ferðum sínum.

Myndir 153Þetta er í fyrsta skiptið sem bein útsending er send frá hæsta punkti landsins en næsti langdrægi 3G sendir var í 125 km fjarlægð frá göngumönnum. Yfir 60 starfsmenn frá Skiptum og dótturfélögum hyggjast ganga á Hvannadalshnjúksíðustu helgina í apríl og ljóst þykir að menn munu þá verða í góðu talsíma og netsambandi við vini, samstarfsmenn og fjölskyldumeðlimi sem heima sitja.


FORD - This program has performed an illegal operation and must be shut down

eða This Program Has Caused a Fatal Exception 0D at 00457:000040B1 and Will Be Terminated

og hvað gerir maður þá á 90km hraða á Reykjanesbraut ?  Nei, ég bara spyr Cool


mbl.is Microsoft-hugbúnaður fyrir Ford-bíla kynntur til leiks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband