5.3.2007 | 22:26
Hvernig deyrð þú?
Já þegar spurt er að svari við þeirri spurningu sem við öll vitum í raun og veru svarið við þe við munum öll á endanum deyja, en spurningin er bara úr hverju eða hvernig?
Ekki að þetta sé vísindalegur útreikningur að ég held þá læt ég hann fylgja með svona til gamans og því ekki ráðlegt að taka þetta alvarlega.
1 á móti 84 að þú deyir í bílslysi.
1 á móti 1.008 að þú drukknir.
1 á móti 10.048 að þú deyir sökum áfengiseitrunar.
1 á móti 13.729 að þú deyir vegna veður hita.
1 á móti 79.746 að þú deyir vegna eldingar.
1 á móti 340.733 að þú deyir sökum flugeldaslys.
Hver segir svo að það sé ekki hægt að leika sér með tölfræði, en það eru alveg ótrúlega kannanir sem hægt er að finna á netinu - svo mikið er víst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.3.2007 | 20:13
Morðvopn á ferð!
Hvað er að gerast eiginlega í umferðamenningu hér á landi? Hvað er til ráða þegar ökumenn og konur eru farinn að aka nánast dag eftir dag á hraða sem er langt umfram leyfilegan hámarkshraða? Breyta bílum sínum í morðvopn og eykur hættuna á alvarlegu slysi ekki bara á sér heldur öllum öðrum í kringum sig. Ég skrifaði blogg fyrir nokkrum dögum síðan þar sem ég fer fram á það að Sturla geri eitthvað STRAX í þessu máli því á morgun gæti það verið orðið of seint.
![]() |
Mældist á 175 kílómetra hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 18:57
Happadrætti Háskólans til sölu?
Væri ekki ráð að bjóða þeim happadrætti háskólas? Enda er það spurning hvort jafn virt ríkisstofnun eins og Háskólinn er eigi í raun og veru að standa í rekstri sem þessum sem berst á samkeppnismarkaði. Rekstur þessi er einnig mjög umdeildur og ætti því kannski betur heima annarsstaðar en hjá Háskólanum?
![]() |
FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 22:43
Nektarnýlendan - HREYFING ehf
Þetta verður kannski fyrirsögnin í næstu auglýsingu sem birtist frá einni bestur líkamsræktarstöð landsins - HREYFING ? Hver veit, öll fyrirtæki vilja tileinka sér óheðbundar leiðir til þess að vekja athygli á sínu fyrirtæki og hví ætti Hreyfing ekki að vilja gera það eins og önnur markaðsvæn fyrirtæki? Ég er nú samt viss um að ég myndi sleppa þeim degi í ræktinni sem þetta væri upp á teningnum finnst þetta frekar óspennandi og í hæsta lagi óeðlilegt
![]() |
Berrassaðir í líkamsrækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2007 | 18:06
Eitt flottasta auglýsingaskyldi heims
Magnað auglýsingaskyldi !
Hver vill ekki hafa eitt svona tæki inn á klósetti hjá sér, svona til til þess að drepa tímann.
Svo vantar eitt svona tæki í alla bíla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 20:12
Breytingar á LOTTÓ
Já nú þarf að breyta lottó fyrirkomulaginu, það er ekki spurning!
Þar sem sjónvarparpsstöðvarnar sem sýna frá Lottó úrdrættinum á hverju miðvikudags og laugardagskvöldi eru báðar komnar með plús sendingar þe þar sem dagskráin er sýnd klukkustund síðar en "venjulega" stöðin. Þá þyrfti að lengja tímann sem maður hefur til þess að kaup lottómiða, ekki satt? Það gæfi manni raunhæfan möguleika að fá fimm rétta og potturinn myndi hætta að hrannast eins mikið upp eins og hann vill stundum gera, hann er að mér skyldist fimmfaldur næsta laugardag, það væri ekki amarlegt að fá þann pott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 00:16
Flottir!
Hamingjuóskir til nágranna okkar í Árbænum. Það er ánægjulegt að bikarinn er í austurhluta borgarinnar en nú er bara bíða eða öllu heldur leggjast á bæn um að bikarinn hafni í þeim verðlaunaskáp sem hann á að vera á næsta ári !
![]() |
Fylkir fagnaði sigri á Reykjavíkurmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 22:32
Því einfaldara - því betra
Ég fagna í hvert skipti sem þeim línum fækkar sem ég þarf að skrifa niður á þetta blessaða skattframtal. Helst af öllu myndi ég vilja hafa þetta mun einfaldara og einungis þurfa að fara á vef Ríkisskattstjóra til þess að skoða framtalið og segja OK - Þá væri allt klárt og málið búið þar til að maður þyrfti að endurgreiða skattinum með bros á vör.
![]() |
Skattayfirvöld taka nýjan vef í notkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 07:19
Jón Baldvin gegn Ingibjörgu Sólrúnu ?
Þá er það orðið ljóst, Jón Baldvin vermir ekki sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Þrátt fyrir vilyrði fyrir sæti frá formanninum Ingibjörgu Sólrúnu. Ástæðan er einföld, Jón Baldvin er ekki sammála Ingibjörgu Sólrúnu.
Þessi ákvörðun formanns Samfylkingarinnar er ákaflega athyglisverð svo ekki sé nú meira sagt, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur oftar en ekki látið þá skoðun sína í ljós að innan Sjálfstæðisflokksins megi enginn hafa skoðun nema formaðurinn en svona er þetta stundum, margur heldur mig sig.
Það er spurning hvort ákvörðun þessi verði ekki banabiti formannstíðar Ingibjargar þ.e ef Jón Baldvin ákveður að fara í framboð með nýjum flokk með Margréti Sverrisdóttur í broddi fylkingar sem án efa á eftir að hökkva talsvert í raðir Samfylkingarinnar í komandi kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2007 | 07:39
Icelandair - Íslendingar skipta okkur ekki máli
Einkennileg afstaða Icelandair þ.e Guðjóns Arngrímssonar, það var ekki krafa íslenskra neytenda og umræðurnar hér á landi síðustu vikur sem breyttu fyrirkomulaginu hjá Icelandair heldur umræður erlendis. Skítt með íslenska markaðinn það er erlendi markaðurinn sem skiptir máli að mati Guðjóns.
Ég segi það eða öllu heldur fullyrði það - Icelandair væri EKKERT án íslendinga og því hlítur að skipta höfðumáli kæri Guðjón hvað íslendingum finnst!
Ég geri mér grein fyrir samkeppninni erlendis frá en ég skil líka að British Airways er að fljúga til og frá landinu sem og Iceland Express!
en Guðjón takk fyrir að hlusta á útlendingana.
![]() |
Gjöld innifalin hjá Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender
167 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar