21.5.2007 | 09:10
Jim Rohn - Sagði
"Sales people should take lessons from their kids. What does the word 'no' mean to a child? Almost nothing."
Jim Rohn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 22:18
góðarfréttir@rúv.is
Ný stefna á RÚV, nú eru áhorfendur og aðrir hlustendur hvattir til þess að senda inn góðar fréttir á netfangið godarfrettir@ruv.is Alveg hreint frábær nýjung hjá íslenskum fjölmiðli enda vilja þeir yfirleitt horfa í neikvæðar áttir frekar en þær jákvæðu... oftast nær vilja fjölmiðlarnir hafa forsíðuna eða fyrstu fréttina eins neikvæða og mögulegt er því það á, að þeirra sögn, selja!
Ég vil nota tækifærið og óska RÚV til hamingju með þessa stefnubreytingu og vonandi gá þessar góðu fréttir meira vægi í fréttatímanum framvegis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 18:39
Ég heiti Óttarr og ég er fíkill !
Það er spurning hvort maður þurfi að segja þessa settningu í haust þegar golftímabili númer 1 er lokið hjá manni.
Við hjónin fórum ásamt Þórir bróður mínum og tókum þátt í golfmóti Stavís sem haldið var í Golfklúbb Sangerðis á velli sem heitir Kirkjubólsvöllur. Keppt var eftir Texas scramble kerfinu sem þýðir í stuttu máli - meistarinn styður aulann
Sem er svo sem allt í lagi ef meistarinn hefur MIKLA þolinmæði.
Ég var svo heppinn að fá meistara sem hefur MIKLA þolinmæði og ótrúleg jákvætt hugafar í garð nýliðanna. Hann var óþrjótandi brunnur hvatningar og ólatur við að hvetja sína áfram. Það getur einfaldlega ekki verið auðvelt að vera góður í íþrótt og þurfa að vera með einhverjum sem varla hefur stundað íþróttina eins og ég var í dag, hef nánast aldrei komið við golfkylfu. En nú verður breyting á því - námskeið á næstu dögum, búinn að panta pláss í Básum öll kvöld næstu 3 vikurnar eða svo - nú skal þetta tekið með trompi og undirbúningur fyrir forgjöf hafinn!
Frúin mín hún Katrín var einnig ákaflega heppinn, það mætti segja að hún hafi flutt inn sinn meðspilara frá Írlandi þe hann Þórir, hann er kominn með 20 í forgjöf og er því orðinn nokkuð fær spilari og maður lifandi hann hefur þá þolinmæði sem þarf til að vera með lærling, svo mikið er víst.
Það voru 9 lið sem spiluðu 9 holur í rokinu sem þeir Suðurnesjamenn kalla Suðurnesjalogn en sem betur fer var 7 stiga hiti svo það var ekki rosalega kalt.
Niðurstöður mótsins voru eftirfarndi
1. sæti - Fylkir & Óttarr (Ótrúlegt en satt átti ég örfá góð högg)
2. sæti - Pálmi & Ásgerður (Ásgerður var alveg jafn ný og ég, frábær árangur)
3. sæti - Gísli & frú (frúin hefur óskað nafnleyndar , reyndar veit ég ekki hvað hún heitir - þarf að bæta úr því)
Flottur endir á frábærum byrjunardegi í golfinu, gekk út með gullpening og gjafabréf í NevadaBob að andvirði kr. 5.000,- Sem er frábært innlegg uppí kostnaðinn sem maður þarf að nota í fjárfestingu á golfvörum og fatnaði á næstunni
Sem sagt þá er maður byrjaður í sporti hinna öldruðu og þeirra sem þurfa sífellt að skreppa út af skrifstofunni á "fundi" - spurning um að byrja bóka strax!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 20:26
Teyjurólur
Já það er ýmislegt sem fólk er tilbúið að leggja á sig fyrir spennuna. Ég játa það ég myndi ekki fyrir mitt litla líf þora að fara í teyjustökk en ég væri alveg til í samningaviðræður við sjálfan mig um að fara í svona teyjurólu... Hvenær skyldi þetta koma á klakann. Það er eru allavegar tveir staðir sem gaman væri að setja svona teyjurólur á, Grand hótel turninn eða Smáraturnanna. Gæti verið gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2007 | 12:41
Golfklúbbar - Gargandi ójafnrétti !!!
Eins sérkennilegt og það hljómar þá innheimtir Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) og Golfklúbburinn Keilir mishá ársgjöld af félagsmönnum sínum. Ég get vel skilið að ungliðar og eldriborgarar fái afslátt, en mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna í ósköpnum konur greiða lægra gjöld en karlar, getur einhver sannfært mig um nauðsyn þess.
Nú á tímum jafnréttismála - þar sem mikill metnaður er lagður í það að bæta jafnrétti kynjanna þá þykir mér það einkennilegt að þeir sem hrópa hæst um málefni jafnréttis skulu ekki vera búin að nefnda þetta sem gargandi ójafnrétti í stöðu kynjanna.
Ársgjöld hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR)
- Karlar - 64.000,-
- Konur - 54.000,-
Mismunur - 10.000,-
Ársgjöld hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði
- Karlar - 63.000,-
- Konur - 53.000,-
Mismunur - 10.000,-
Ég hef verið að velta fyrir mér hugsanlegum ástæðum á þessu og það gæti meðal annars legið í eftirfarndi
- Konur nota yfirleitt minni skó en karlar
- Konur eru yfirleitt léttari en karlar miðað við hæð
- konur skemma því grasið minna
- Lengd brauta miðað við teighögg er minni hjá konum en körlum
Ég man hreinlega ekki eftir því að stjórnmálaflokkarnir hafi minnst á þetta í kosningabæklingum sýnum fyrir nýafstaðnar kosningar, skyldu þeir hafa gleymt þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2007 | 08:36
*skál* í boðinu
Það er svolítið sérstakt að lesa þessa frétt. Í lok fréttarinnar er sagt
"voru mennirnir allir ölvaðir og þurfti nokkurn fjölda lögreglumanna til að handtaka þá" Ég geri ráð fyrir því að þessi fimm ungmenni hafi verið ölvuð en ekki þessi sjötti. En hver veit - þetta hefur kannski verið hópferð frá Gullöldinni?
En hvað í ósköpunum gekk mönnunum til?
![]() |
Réðust á ökumanninn eftir árekstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 15:11
Ég vil , Ég vil, Ég vil...
... framkvæmdir
... uppbyggingu
... samgöngur
... grósku
... iðandi mannlíf
... En ég vil engar framkvæmdir heima hjá mér! Engar breytingar heima hjá mér! Enga samgöngur heima hjá mér! Engar uppbyggingu heima hjá mér!
Þetta er svolítið kjánalegt - þetta er oft líka umræðan þegar við tölum um að auðvitað eigum við að byggja háar byggingar- turna - en þegar að því kemur að byggja þá þá vill enginn hafa þá við heimilið sitt. Álafosskvosin er fallegur staður og enginn ástæða fyrir því að hann verði það ekki áfram þrátt fyrir tengibraut og nýtt hverfi. Þarna er hinsvegar fólk á ferðinni sem kýs stöðnun og helst algjört STOPP vegna þess að það á eða leigir húseignir á svæðinu. Ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að allar þessar framkvæmdir hafa farið í gegnum öll þau ferli innan bæjarkerfisins sem þörf er á að þau fari í gegnum og fengið öll þau samþykki sem þarf til þess að fara í framkvæmdir.
![]() |
Hafa ekki áhuga á stríði við íbúa Álafosskvosarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 00:39
áts, það er eitthvað fast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 23:24
Þá er ég sáttur

![]() |
Ávaxtaflugan tekur sjálfstæðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 10:33
Einn góður
frábæran mat. En þú Fjóla mín var ekki allt eins og best var á kosið ??????
Fjóla: Ja Gunna mín, þetta var nú ekki alveg eins og best hefið verið.
Nú klukkurnar hringdu inn jólin og ég var komin í mitt fínasta púss og
gargaði á liðið að fá sér að borða.
Nú allir ruddust að borðinu og gerðu sér að góðu jólamatinn, nema þegar ég
var á fullu sving að fá mér "væna flís af feitum sauð", heyrðist í Palla
mínum, "Heyrðu Fjóla mín, viltu ekki fara smá varlega í matinn, þú lítur orðið
út eins og heybindivél í vextinum".
Ég bara fékk flog, en hélt þó haus og var ekkert að æsa mig. Svo þegar búið
var að opna pakkana og allir farnir að lúlla þá vildi nú Palli minn fá sitt!!!!
Ég snéri mér og horfði fast í augun á honum og sagði; "ELSKU PALLI ÞÚ SKALT
NÚ EKKI HALDA AÐ ÉG RÆSI HEILA HEYBYNDIVÉL FYRIR EITT LÍTIÐ STRÁ"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender