20.6.2007 | 23:18
Heimsborgari á íslenskum mælikvarða
Hann Hafsteinn Hafsteinsson er sannkallaður heimsborgari á íslenskan mælikvarða. Hann ferðast um landið álíka oft og reykvíkingar aka niður Laugarveginn eða rölta um Kringluna. Það er óhætt að segja að hann hafi lent í mörgum ævintýrum á ferðum sínum og ósjaldan komist í hann krappann.
Ég hef nú búið til tengil á bloggsíðuna hans hér til hliðar og hvet ég ykkur til þess að skoða bloggið hjá honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 23:46
98%
Þá eru niðurstöður í skoðanakönnuninni sem verið hefur uppi í nokkra daga orðinn ljós
Spurt var "ertu með ADSL tengingu heima hjá þér?"
98% sögðu - JÁ
2% sögðu - NEI
Ef einhver skyldi hafa efast um það þá eru íslendingar upp til hópa tæknisinnaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 21:29
Frábær dagur í Grafarholti
Eftir vinnu í dag þá var ekki annað hægt en að rölta um Grafarholtið, það var sannkallað Spánarveður hér - eins og ALLTAF
Vinur hennar Hafdísar fékk að koma með og ég er nokkuð viss um að þau hafi farið a.m.k. tvöfaldan hring á við okkur þar sem það var hjólað fram og til baka - mikil keppni þar í gangi
Sú litla hún Emma Brá greip hvert tækifærið til þess að blása og blása og blása. Það er hreint ótrúlegt hve öflug sú litla er. Það var ekki nóg með að hún blés nánast á allar fífur í hverfinu heldur labbaði hún nánast allan hringinn sjálf - Því ekki vildi hún vera í kerrunni.
P.S. Ég hef sett upp nýtt myndaalbúm - sumarið 2007, í það albúm mun ég setja inn myndir sem ég tek í sumar af allt og öllum - fólki sem ég þekki og þekki ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 10:25
Hækka bílprófsaldurinn?
Ég veit ekki hvort það sé svarið að hækka bílprófsaldurinn því svo virðist vera að fólk á öllum aldri sé að haga sér einkennilega í umferðinni, líkt og mótorhjóla tilfellinn sanna s.l. daga og ekki veit maður á hvað aldri þessir blessuðu ökumenn voru sem ákváðu að ryðja veginn fyrir sjúkrabílinn og vera í einhverskonar "for"forgangsakstri. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það er bara spurningin hvað er til ráða? Ég veit að maður hefur verið að spyrja að þessari spurningu ansi oft undanfarnar vikur og mánuði þar sem hraðakstur almennt er að verða stórt vandamál bæði hér í borginni sem og úti á þjóðvegum landsins.
Spurning hvort tryggingafélög gætu komið meira inn í þessi mál t.d með því að veita viðskiptavinum sínum afslátt ef þeir hafa ekki verið teknir fyrir of hraðan akstur á árinu. Það gefur augaleið að ökumaður sem ekur ekki eftir aðstæðum er klárlega líklegri til þess að valda slysi á sér og öðrum þegar hann fer ekki eftir t.d. hámarkshraða sem er heldur ekki alltaf æskilegur hraði - því þótt það standi 90 á skilti þá geta aðstæður á veginum eða umhverfinu verið á þann veg að ekki er æskilegt að aka á löglegum hámarkshraða ! Tryggingafélögin gætu því hugsanlega hagnast á þessu til lengri tíma litið í fækkun slysa.
Einnig vil ég nota tækifærið og hrósa sýslumanninum á Selfossi honum Ólafi fyrir það að ætla gera kröfu í mótorhjólin sem óku á "drápshraða" fyrir nokkrum dögum síðan - það er mikilvægt að láta reyna á þessi lög - ekki það að ég efast ekki um það að dómarinn taki vel í þessi mál - annað væri bara einfaldlega ekki eðlilegt!
Ég kastaði fram spurningum hér áður á blogginu um það hvað gerist þegar viðkomandi er með bílalán á ökutækinu, verður þetta ekki eins og stöðumælabrot - þ.e fer framfyrir veðið sem á ökutækinu hvílir og verður forgangskrafa - annað væri fásinna að mínu mati.
![]() |
Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2007 | 09:44
Frábær árangur
Hrakspár einstakra veitingamanna (man reyndar ekki eftir nema einum eða tveimur) hafa nú þaggaðar niður og hrakspár þeirra hafa síður en svo ræst. Veitingamenn virðast hinsvegar vera sammála um það að fleirri ánægðir viðskiptavinir séu á stöðunum nú en áður. Enda ekkert skrítið þar sem fólk hefur ekki á tilfinningunni að það sitji í öskubakka í hvert skipti sem það fer á kaffihús, veitingastað eða skemmtistað.
Enn og aftur óska ég öllum til hamingju með þennan glæsilega árangur !
![]() |
Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 23:53
Heyr heyr
Undir þessi orð get ég tekið
Við hvetjum ökumenn til að sýna ábyrgð í umferðinni, fara að gildandi lögum og virða stöðvunarmerki lögreglu".
Bifhjólasamtökin öll þurfa að leggjast á eitt til þess að fækka þessum slysum.
![]() |
Bifhjólasamtök fordæma háskaakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2007 | 23:52
Hraði dauðans
Hvað gengur þessu fólki eiginlega til. Maður hefði haldið að það hörmulega slys sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum síðan myndi hægja aðeins á "félögum" hans á gljáðu fákunum.
Þetta eru ekkert annað en dauðatól þegar þessum tækjum er ekið á þessum hraða og það á þjóðvegum sem eru varla gerðir fyrir 90km hraða.... hvað þá 174km hraða!
Hvað er til ráða? Því eitt er víst - það verður að hægja á þessum tækjum strax áður en þessir brjálæðingar drepa aðra vegfarendur í kringum sig...
![]() |
Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 20:27
Óvenjuleg auglýsing sem gaman gæti verið að sjá hér á landi.
Mögnuð auglýsing - Það skyldi þó aldrei vera að við ættum eftir að sjá svona auglýsingu á gamla Morgunblaðs húsinu við Aðalstrætið eða húsi verslunarinnar - gæti verið skemmtileg sjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er orðið svo margt sem maður á að forðast í lífinu að manni endist varla sólahringurinn við að telja upp það sem ekki má og það sem er í lagi að gera.
Einu sinni las ég fyrirsögn í dagblaði sem hljóðaði eitthvað á þessa leið
"Tap veldur krabbameini" svo þegar maður las fréttina þá kom í ljós að maður þurfti að drekka sem samsvarði 3 baðkörum á dag í 7 ár eða svo og þá gæti verið möguleiki á að Tap myndi valda krabbameini.
Einhvertímann las ég einnig í blaði að einhver litur af MM væri krabbameinsvaldandi og þegar betur var að gáð þurfti maður að bryðja nánast á 10 sek fresti eitt stykki í nokkur ár og þá gæti MM af ákveðnum lit valdið krabbameini.
Ég hreinlega skil bara ekki af hverju foreldrar mans eru á lífi miðað við allar þær upplýsingar sem liggja fyrir árið 2007 hvað allt er óhollt og ekkert hollt.
En þegar allt kemur til alls er þetta ekki bara heilbrigð skynsemi sem ræður ríkjum eða er hún kannski orðin óholl líka
![]() |
Grillarar lifa hættulegu lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 08:44
Hann fékk þó bústað.... það er meira en margur annar getur sagt
Það er nefnilega svo einkennilegt hve sumir eru "heppnir" að fá alltaf úthlutað bústað þegar þeir vilja hjá VR þegar aðrir fá ekki bústað svo árum skipti.
Ég skil reyndar ekki af hverju páska- og sumarúthlutanir hjá stóru verkalýðsfélögunum eru ekki gerðar opinberar á innrivefum félagasamtakanna. Þannig getur hinn almenni félagsmaður veitt félögunum það aðhald sem klárlega þarf að vera til staðar.
En fyrst að ég er nú farinn að tala um VR þá finnst mér það alveg makalaust og án efa einsdæmi að formaður verkalýðsfélags vill semja af félagsmönnum sínum líkt og Gunnar Páll formaður VR vill gera með því að fækka sumarfrísdögum félagsmanna í næstu kjarasamningum, ef maðurinn telur sig ekki vera hæfan að semja til batnaðar fyrir félagsmenn þá ætti hann að finna sér annan stól til þess að setjast í, en stundum er þetta svona þegar menn sitja báðu megin við borðið líkt og hann gerir þar sem hann situr í stjórnum fyrirtækja og er svo formaður VR.... Þessi blanda er ekki æskileg að mínu mati, enda nóg af félagsmönnum hjá VR sem myndu glaðir setjast í stjórnir fyrirtækja fyrir félagið og að sjálfssögðu þyggja laun fyrir líkt og formaðurinn gerir.
![]() |
Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender
229 dagar til jóla
Af mbl.is
Erlent
- Nýta eignir Rússa til að styrkja varnir Úkraínu
- Kona látin eftir alvarlegan glæp: Einn handtekinn
- Dæmdir fyrir að fella sögufrægt tré
- Segir af sér vegna viðkvæmra mynda
- Vonast til að hitta frábæra van der Leyen
- Frelsi Evrópu er ógnað á ný
- Að vera Bandaríkjamaður hefur ekki verið málið
- Stór lögregluaðgerð í Svíþjóð
- Fimm látnir og tveggja saknað eftir aurskriðu
- Indverjar stöðva flug á 24 flugvöllum - 50 hafa látið lífið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar