14.12.2007 | 00:24
Grafarholtsbúar til hamingju með daginn
Það hefur verið ákaflega skemmtilegt verkefni að vinna að sjálfstæði skólans eins og Kristján Alex komst svo skemmtilega að orði. En sjálfstæðið var ekki það eina sem unnið hefur verið að því einnig hefur verið unnið að því að stækka skólann miðað við fjölda nemenda og fá íþróttahús við hann sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum hugmyndum R-Listans en með dyggri aðstoð sjálfstæðismanna í borginni þá hefur þessi draumur nú orðið að veruleika.
Stjórn verklegra framkvæmda er hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Arkitektar eru VA arkitektar. Verkfræðihönnun er hjá Almennu verkfræðistofunni, Rafteikningu og Línuhönnun.
Áætlaður heildarkostnaður við byggingu og lóð er um 1.780 millj. króna.
Stefnt er að því taka bygginguna í notkun í byrjun árs 2010.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 09:13
Staðgreitt skal það vera
![]() |
Femínistafélagið kærir Vísa-klám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007 | 23:29
Enn um Siðmennt
"Ég fagna því ef Siðmennt vill nú styðja kristinfræðikennslu og trúarbragðafræðslu í skólum eins og fram kemur í opna bréfi félagsins til mín. Það er sannarlega gleðilegt ef Siðmennt vill taka þannig höndum saman við Þjóðkirkjuna."
Hér að ofan er texti sem Biskup Íslands skrifaði í opnu bréfi til Siðmenntar þann 7 desember s.l. Margir hefðu túlkað þessi orð sem útrétta sáttarhönd kirkjunnar til Siðmenntar. Því hryggir mig nýútkomið opið bréf Siðmenntar til Biskups í dag.
Þar kemur fram svo ekki verði um villst að stjórn Siðmenntar virðist ekki vilja komast að friðsamlegri niðurstöðu miðað við niðurlag bréfsins, en þar segir
"Siðmennt hefur áhyggjur af ófriði um skólastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að friður náist um það. Friður kemst ekki á nema skólar verði lausir undan ágangi trúboðs".
Hvað fellst annars í þessari setningu annað en þau einföldu skilaboð, við sættum okkur ekki við neitt annað en okkar sjónarmið, eða hvað?
En hvers vegna getur ekki náðst friður í grunnskólastarfi landsins nema ef allir sættu sig við stefnu Siðmenntar?
Ég trúi því ekki að fólk geti ekki fundið lausn á þessu máli á friðsamlegan hátt án þess að vera senda opin bréf fram og til baka því það er deginum ljósara að sátt næst ekki í þessum málum á blaðsíðum dagblaðanna.
Væri til dæmis ekki hægt að fá samþykki foreldra eða forráðamanna barna líkt og gert er í leik- og grunnskólum fyrir myndatökum og vettvangsferðum. Þar gæfist þeim hópi fólks sem ekki vill að barn sitt taki þátt í trúarlegum athöfnum s.s. heimsóknum í kirkjur, litun á trúarbragðamyndum ofl. kostur á því að segja nei við beiðninni og barnið færi þá t.d á aðra staði þegar farið væri í kirkjur og fengi aðrar myndir þegar verið væri að lita. Ef presturinn hverfisins kæmi svo í heimsókn þá væri barninu einfaldlega boðið að kíkja við á bókasafni skólans þar sem það gæti dundað sér við lestur nú eða aðra iðju á meðan heimsókninni stæði.
Sama á við þegar helgileikurinn er æfður eða leikinn í skólanum, þá fengi barni einfaldlega önnur verkefni, af nógu er af taka og mörg eru tækifærin.
Ég vil hinsvegar fagna þeim upplýsingum sem ég hef nú fengið frá Siðmennt að það hafi aldrei staðið til af þeirra hálfu að taka út páska- eða jólaföndur eða almenna trúarbragðafræðslu. Því eitt það mikilvægasta í uppeldi barns er öflug trúarbragaðafræðsla og þar mætti alveg skoða þann möguleika að prestur tækju að sér almenna kristinfræðslu, munkur tæki að sér Búddafræðin, heimspekingar gætu tekið það fag osfrv. Hugnanlega væri hægt að hafa sérstakan trúarfræðslumánuð í skólum þar sem yngri bekkingum væri kynnt öll trúarbrögð lítilsháttar en eldri bekkingum boðið uppá námskeið í öllum helstu trúar eða rökhugsunarfræðum. Gæti þetta verið lausn sem flestir gætu sætt sig við? Það vita það allir að það mun aldrei koma lausn fram sem allir verða sáttir við í einu og öllu. Verð ég því að lýsa yfir óánægju minni með niðurlag bréfs Siðmenntar
"Siðmennt hefur áhyggjur af ófriði um skólastarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að friður náist um það. Friður kemst ekki á nema skólar verði lausir undan ágangi trúboðs".
Það er kannski rétt að setja það einnig hér fram að ég er ekki hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og tel þetta samband vera bundið órjúfanlegum tengslum í sögu- og menningu landsins. Þrátt fyrir að önnur lönd hafi kosið að slíta í sundur ríki og kirkju þá er ekki þar með sagt að við eigum að gera það líka. Þvert á móti eigum við að sýna stöðuleika og staðfestu með öflugu starfi kirkjunnar og menntastofnanna landsins.
![]() |
Siðmennt svarar biskup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.12.2007 | 01:06
Kom, sá og sigraði
Við fórum nokkru saman á tónleikana í dag og það er ekki hægt að segja annað en að Björgvin og gestirnir hans hafi sungið jólaskapið í gestina.
Öll umgjörð tónleikanna var eins og best verður á kosið, sviðið flott og söngurinn magnaður og ekki má gleyma því þegar það fór að snjóa á sviðinu skemmtilegir effectar það.
Reyndar var heimkoman ekki síður góð, þar biðu nýbakaðar smákökur, þar sem frúin og telpurnar á heimilinu höfðu tekið sig til og bakað á meðan við hin fórum á tónleikanna. Allt kvöldið fór svo auðvitað í það að smakka kökurnar og athuga hvort það væri ekki í lagi með þær allar
![]() |
Björgvin í jólaskapi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 00:16
Boðið á enda
Það skemmtilega við öll boð eru fólkið sem í þeim eru. Í kvöld vorum við með 15 manna veislu sem heppnaðist ljómandi vel.
Buðum gestunum uppá
Forréttur - Grafið lambafille með rauðvíns edik sósu og rifsberjum
Aðalréttur - Svínalundir sem fylltar voru með sólþurrkuðum tómötum, olivum, fetaosti og sveppum ásamt tilheyrandi meðlæti s.s. osta piparsósu, soðnu grænmeti, eplasalatinu hennar tengdamömmu ofl.
Eftirréttur - Fljúgandi dreki, súkkulaði og vanillu ís. Fljúgandi dreki er heitur réttur sem inniheldur drekaávöxt, mangó, banana, róló og snickers.
Farið var vítt og breytt í spjallinu, alveg frá trúmálum yfir í trúleysingjamál, bílum yfir í báta, nágrönnum yfir í vini og vinstri grænum yfir í sjálfstæðisflokkinn. Það er því hægt að segja að farið hafi verið um víðan völl í umræðunum það er einmitt það sem gerir svona boð svo skemmtileg því þar eiga öll sjónarmið rétt á sér þó svo allir séu ekki endilega alveg sammála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 15:46
Nokkrar góðar af netinu
Ég fann nokkrar skemmtilegar myndir á netinu. Þrælgóð sjónarhorn sem gefa skemmtilega mynd.
Are you talking to me.........?
Þetta er alveg að takast..... spyrna aðeins meira og.......
Sterkur inverskur matur er kannski ekki alveg málið......... hehe
Haha heyrðu þarna númer 10 .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2007 | 12:36
Þegar kveikt er á spádómskerti er vert að fagna

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 00:10
Þættinum hefur borist bréf - Satt og logið um stefnu Siðmenntar
Í dag fékk ég sendingu frá vinkonu minni sem er síður en svo ánægð með skrif mín um Siðmennt. Reyndar sá ég að Sigurður Hólm hafði skrifað þetta í athugasemdir hjá mér en ég tel rétt að setja þetta hér inn svo aðrir hafi tækifæri á því að sjá þetta (vonandi er Sigurði sama).
Satt og logið um stefnu Siðmenntar
Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.
1) Siðmennt er EKKI á móti litlu jólum eða kristinfræðslu
2) Topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma
3) Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi
4) Siðmennt og lögin um guðlast
5) Gífuryrði og rangfærslur um Siðmennt
6) Biskup fer rangt með stefnu Siðmenntar
Þetta er frá 2005 Biskup fer ENN rangt með stefnu Siðmenntar. Augljóslega gegn betri vitund.
7) Siðmennt styður fræðslu um kristni í skólum
8) Vegna rangfærslna um Siðmennt
9) Fjölmiðlaumfjöllun um trúboð í skólum dregin saman
10) Á meirihlutinn aðeins að njóta mannréttinda?
p.s.
Stefán Einar flutti predikun á Hátíðarsamkomu stúdenta á fullveldisdegi sem flutt var á Rás 1 í dag. Þar fór hann með margar rangfærslur um Siðmennt. Það er því ekki úr vegi að ég vísi hér í rökræðu sem ég átti við hann fyrir nokkrum árum. Hann hefur áður farið með rangt mál um Siðmennt:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2007 | 11:58
Flottir
Flott framtak hjá lögreglunni, ekki veitir af að sýna gott aðhald gagnavart ökumönnum sem eru undir áhrifum áfengis- og/eða eiturlyfja.
Ég myndi gjarnan vilja sjá svona átak í gangi allt árið um kring, það myndi kannski fækka þeim sem aka undir áhrifum.
![]() |
Umferðarátak gekk vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 00:02
Bein skýrskotun í klámmynd
Já það er ekkert annað, ríkisútvarpið farið að vitna beint í klámiðnaðinn. Eða allavega myndu "smáralindar" femínistarnir Sóley og vinkona hennar orða það svo ef þær hefðu séð Útsvar þáttinn sem sýndur var fyrr í kvöld.
Því þar var einn gestanna berfættur, það var reyndar sá gestur sem hljóp fyrir hafnfirska liðið í átt að bjöllunni þegar á þurfti að halda. En að öllu gríni slepptu hlýtur það að vera undantekning þegar menn sjást berfættir í spurningarþætti hvort heldur sem er í RÚV eða á öðum sjónvarpsstöðvum - kannski nýjasta tíska og það sem koma skal, hver veit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender
169 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Dagskrártillaga frá stjórnarandstöðunni
- Lögreglan leitar að Hebu Ýr
- Fasteignasali þróar partíleik
- Viljandi villt í Hljómskálagarði og Grafarvogi
- Fjárheimild veitt í þjóðaratkvæðagreiðslu
- Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega
- Ný 85 íbúða þyrping fyrirhuguð í Skógarhlíð
- Ungmenni að reykja kannabis reyndu að opna bíla
- Rannsókn hafin á bílastæðasprengju við Leifsstöð
- Eitt og hálft ár tekur að afgreiða umsóknir
Erlent
- Við þurfum að senda fleiri vopn
- Tilnefnir Trump til friðarverðlauna
- Yfir 100 látnir í Texas-flóðunum
- Bruna um götur í hláturgasvímu
- Trump sendir fleiri tollabréf
- Tala látinna í Texas hækkar
- Ítölsk þjóðhetja drepin
- Sala Jaguar-bifreiða hrynur eftir tollaaðgerðir
- Trump leggur 25% tolla á Japan og Suður-Kóreu
- Tuttugu ár frá hryðjuverkunum í London
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 175904
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar