Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Þetta er var ekki okkur að kenna!

Í fljótu bragði virðist fjölmiðlafulltrúi Iceland Express hafa gleymt að setja inn tvennt í tenglum við þessa frétt. Annarsvegar um aðmálið sé ekkinþeim að kenna heldur einhverjummöðrum t.d bara flugvélinni nú og svo er ekki minnst á að þeir íhugi að endurskoða samningin við þjónustuaðika sína á Spáni.
Ég endurtek nú skoðun mínu og spyr, hvenær ætla íslensk flugmálayfirvöld að gera ítarlega skoðun á flugvélum sem þjónusta Iceland Express? Þessar vélar virðast vera orðnar tifandi tímasprengjur.
mbl.is Sváfu á flugstöðvargólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland Express?

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að farþegarnir hafi fengið regluleg smáskilaboð um stöðu mála og nógan mat og drykk meðan þeir hafa þurft að bíða. Það verður áhugavert að heyra hlið farþeganna af þessum upplýsingum og kræsingum.

Iceland Express hefur áður sagt svipaða sögu án þess að nokkurt sannleikskorn sé fyrir því og þegar farþegarnir hafa sjálfir tjáð sig þá hefur allt önnur saga komið í ljós.

Hverjum skyldi þessi töf vera um að kenna??


mbl.is Vél á leiðinni að sækja farþegana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!

Nú hefur fjölmiðlafulltrúi Iceland Express ákveðið að skipta um kafla eða jafnvel bók. Nú segir hann að þetta sé "ófyrirgefanlega hegðun" fyrr í dag sagði hann

"Þó að það sé ekki skemmtilegt að hugsa til þess að fjórtán ára unglingur þurfi að fara til Kaupmannahafnar frá Billund í fylgd ókunnugs manns þá komst hún allavega heim og er heil á húfi og það er fyrir mestu að það gerðist".

Honum þótti þetta þá ekkert til þess að vola yfir því fjölskyldan hefði jú nýtt sér amk einn miða af þeim fjórum frímiðum sem hún fékk í skaðabætur. Hann bætti svo við

„Fjölskyldu þessarar stúlku voru boðnir frímiðar og það er mjög sérkennilegt að sjá það haft eftir móður hennar að hún treysti sér ekki við að versla við þetta félag aftur þar sem það er búið að nota að minnsta kosti einn þessara frímiða"

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hverjir munu þjónusta Iceland Express á erlendis því nú hefur fyrirtækið velt því fyrir sér að segja upp samningnum við þennan þjónustuaðila í Danmörku en fyrir fáeinum vikum síðan sagði forstjóri fyrirtækisins að þeir ætluðu að hætta skipta við franksan þjónustuaðila sinn.

Er Iceland Express öruggt?


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?

Alveg er það merkilegt hjá þessu fyrirtæki, Iceland Express að það er alltaf einhverjum öðrum um að kenna en þeim sjálfum þegar eitthvað fer úrskeiðis - sem virðist nú frekar vera orðin regla en undantekning. Þegar fjölmiðlafulltrúi þeirra, Heimir Már Pétursson sem nýlega skipti um deild innan samfylkingar þá finnst honum eðlileg tilsvör að tala niður til viðskiptavina fyrirtækisins sem í þessu tilfelli var móðir 14 ára gamallar stúlku.

Þegar ég las fréttina um að telpan hafi verið skilin eftir þá skil ég það svo að móðurin treystir ekki Iceland Express til þess að koma dóttur sinni skammlaust á milli staða þegar hún er ein á ferð - ég geri ráð fyrir að fullorðið fólk geti ráðið úr óvissuferðum betur en 14 gamall unglingur þó svo þeir geti vissulega verið úrræðagóðir. Hvort sem foreldrar stúlkunnar hafi notað einhvern frímiða sem Iceland Express bauð þeim skiptir engu máli og vægast sagt sérstakt að Heimir Már skuli reyna réttlæta þetta með því, enda virðist í hans augum þetta ekki vera svo mikið mál enda hafi stúlkan komist heim á endanum. Eitt er víst að ég sem foreldri hefði ekki verið rólegur vitandi af dóttur minni á vergangi út í heim vegna ábyrgðaleysis ferðaþjónstuaðila. Ég held að foreldrar barnsins sem og Iceland Express megi þakka Guði fyrir að erlendi ferðamaðurinn sé sóma maður (miðað við það sem stendur í fréttinni), því ekki er það Iceland Express að þakka að ferðin endaði vel.

Ég las frétt um daginn um að Iceland Express hafi neytt ókunnugt fólk til þess að deila rúmum saman vegna ófagmannlegra vinnubragða fyrirtækisins nú og svo var það fréttinum um að aðeins 38% flugfélaga frá þeim færu af stað á réttum tíma, 38%! Líklega er það einhverjum öðrum um að kenna en þeim sjálfum. Það eru nú aðeins örfáar vikur síðan að vél á þeirra vegum var kyrrsett vegna þess að hún var ekki flughæfu ástandi - það er kannski bara orðin spurning hvenær vel frá þeim hrapar, þó svo maður vilji nú ekki hugsa þá hugsun til enda.

Væri ekki nær fyrir Iceland Express að vinna á þeim innanhúsvandamálum sem þeir klárlega eiga við að etja í stað þess að tala með hroka til viðskiptavina fyrirtækisins?


mbl.is Fjórtán ára stúlka skilin eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband