Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að segja það sem aðrir hugsa

Það verður seint sagt um Kristján Þór Júlíusson að hann sé hræddur við að segja skoðanir sínar umbúðarlaust. Hann hefur nú á vikutíma eða svo komið sterkur inn í tveimur málum þe. málefnum lífeyrissjóðanna og nú vegna kjarabaráttu flugumferðastjóra. Í bæði skiptin sagði hann skoðun sem flestir geta tekið undir en fáir þingmenn þora að segja.

Ég segi sem betur fer erum við með þingmenn sem geta og hafa þor að standa upp og segja það sem segja þarf.

Kristján benti réttilega á vegna lífeyrissjóðanna að nú væri mál að linni og menn þyrftu að komast uppúr skotgröfunum og skoða málin af skynsemi í stað reiði, af fagmennsku í stað hatur. Það þyrfti fyrst og fremst að skoða mál sjóðanna út frá hagsmunum sjóðsfélaga, það eru einu sinni þeir sem eiga sjóðinn.

Varðandi flugumferðastjórana þá er það hárrétt að launin eru há en ábyrgðin er einnig mikil. Það hlýtur samt að skjóta skökku við að menn fari í svona harðar aðgerðir til þess að knýgja fram launahækkun á þeim tímum sem nú eru í gangi. Ekki ætla ég að standa í vegi fyrir því að fólk fái launahækkanir en hinsvegar er ég sammála Kristjáni Þór að í dag sé líklega ekki tíminn til þess að fara í eins harðar aðgerðir og flugumferðastjórar eru með núna sérstaklega í ljósi þess að fólk um allt land er í baráttu við það eitt að halda vinnu sinni og þeim kjörum sem það er með.


mbl.is Vill lög á flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband