Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Davíð þó!

Fjölskyldan fékk að upplifa gamla tíma fyrr í kvöld þegar allt varð rafmagnslaust hér í Grafarholtinu.
Ekkert sjónvarp
Ekkert útvarp
Enginn heimasími
Þvottavélin þagnaði og sömuleiðis uppþvottavélin

Vitanlega eru maður með ráð, 3G netlykillinn frá Símanum og fartölvan tekinn fram, hvað er að gerast - hvað gerði Davíð núna?

Þetta varð maður að skoða nánar.

Eftir að samsæriskenningarnar voru farnar á fullt og hugmyndin um að Davíð væri að ná borginni yfir á sitt vald aftur þá kom smellur rúmum hálftíma eftir að rafmagnið fór og maður lifandi rafmagnið kom aftur á.

Þvottavélin fór í gang sömuleiðis uppþvottavélin
sjónvarpið hóf að sýna Skjá1 aftur
útvarpið í herberginu byrjaði að syngja
heimasíminn hringdi og skýringin kom upp á yfirborðið.

Davíð hafði framkallað háspennubilun... merkilegt - skyldi Jón Ásgeir vita af þessu?


mbl.is Rafmagn komið aftur á í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Blind date" stefnumót við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins

Já, það er skemmtileg tilbreyting á fundinum sem haldinn verður í kvöld með öllum frambjóðendum sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík.  Fyrirkomulagið verður "blind date" eða "speed date" sem gerir það að verkum að umræðurnar verða líflegri en þegar um pallborðsumræður er að ræða.

 Fundurinn verður haldinn í dag, fimmtudag, í Árbæjarskóla kl. 20.00


Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband