Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Útileiga Fuglanna 2008

IMG 0700Ótrúlegt en satt þá virðist maður ætla lifa af enn eina útileigu hjá saumklúbb frúarinnar.  Þrátt fyrir að vera staddur í miðju fuglabjargi þar sem konurnar tala á hærri nótum en við hinir.  Að þessu sinni var ákveðið að fara upp að Þórisstöðum og eyða þar helginni í faðmi fjölskyldu og vina.

Við höfum verið ákaflega heppinn með veður, rétt rúmlega 16 stiga hiti hér í dag þrátt fyrir að það hafi kólnað hratt þegar líða tók á kvöldið.  Þá er bara spurning að drekka sterkt kaffi eða heitt kakó með sykurpúðum.

Ég er búinn að setja nokkrar myndir inn úr ferðinni en væntanlega kemur meira inn á morgun þegar maður kemst aftur í menninguna. 


Golfklúbbur Reykjavíkur fær viðurkenningu frá Hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals

 untitled

Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 27. maí sl. var samþykkt að veita viðurkenningar til fyrirtækja/félagasamtaka fyrir framúrskarandi þjónustu við íbúa, snyrtilegt nærumhverfi eða gott starf í þágu hverfisins. Einu fyrirtæki/félagasamtökum skal veitt viðurkenning ár hvert í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Samþykkt var að veita Golfklúbbi Reykjavíkur viðurkenningu fyrir árið 2008

Óttarr Guðlaugsson formaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals afhenti forsvarsmönnum GR viðurkenninguna nú í morgun. Það voru Jón Pétur Jónsson formaður og Garðar Eydal framkvæmdastjóri sem veittu viðurkenningunni móttöku.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband