Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sterakind

460154Spurning hvort einhver bóndi sé farinn að setja óhóflegt magn stera í kindurnar sínar?  Svona til þess að drýgja afurðina aðeins líkt og kjúklingabændur hafa gert með sínum aðferðum undanfarin ár....


mbl.is Björninn væntanlega rolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Achmed - Dauði hryðjuverkamaðurinn

Jeff Dunham er alveg hreint ótrúlega fyndinn búktalari og hér er hann á ferðinni með Achmed sem á að vera dauður hryðjuverkamaður.


Heppinn og gefðu þér tíma

Eru án efa þær auglýsingaherferðir sem hafa heppnast best af öllum þeim herferðum sem tryggingarfélögin hafa farið út í.  Það er hreinlega eitthvað við herferðirnar frá Vís sem fær mann til þess að hugsa og satt best að segja varð maður sorgmæddur þegar maður sá nýju auglýsinguna vegna þess hve átakalegt það er að sjá ungu telpuna bíða eftir móður sinni.  Þessi auglýsing ætti að vekja alla sem á hana horfa til umhugsunar um hve mikil ábyrgð það er að aka ökutæki.  Það er eftir allt fín lína á milli hláturs og grátur því það þarf í raun afar lítið að bregða útaf svo við séum sjálf í þessum sporum.

Verum því vakandi í umferðinni og gefum okkur tíma.


Ótrúlega brosmild fyrirsögn

Maður getur ekki annað en glott út í annað þegar maður les fyrirsögnina

" Ísbjörninn ekki í góðu ásigkomulagi" mætti ég benda á að bangsinn er dauður svo væntanlega ekki mjög líflegur lengur.

Reyndar fannst mér hugmyndin um að bjarga dýrinu spennandi og ég tala nú ekki um eftir höfðinglegt boð Björgólfs Thors að borga fyrir þann kostnað sem kæmi til ef hægt hefði verið að bjarga dýrinu og flytja það út.  En betra er að fórna því en að ákveða að taka óþarfa áhættu enda eru þetta stórhættulegir bangsar.


mbl.is Ísbjörninn ekki í góðu ásigkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarástand á Sóleyjargötu

Það eins gott að forsetinn var ekki í húsinu þegar bjölluatið átti sér stað hver veit hvað gerst hefði, hann hefði hugsanlega orðið fyrir ónæði og þurft að fara til dyra þó það síðarnefnda verður að teljast afar ólíklegt þar sem ritarinn hefði eflaust tekið ómakið af honum.

Ætli allt tiltækt lið lögreglunar hafi farið af staðinn að taka bjölluhringjarann?


mbl.is Bjölluat á forsetaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt hús stiga

Hvað er til ráða?

Það er ekki nóg með að maðurinn hafi keyrt töluvert yfir löglegum hámarkshraða heldur var hann ölvaður og til þess að bæta gráu ofan á svart þá er hann einnig réttindalaus.

Er nema von að maður spyrji sjálfan sig hvað sé til ráða?  Ég geri ráð fyrir því að bifreiðin verði gerð upptæk og viðkomandi fái háa sekt, en er það nóg til þess að stöðva hann?

Ég held ekki, við svona hegðun þarf að liggja þung refsing sem kemur fólki í skilning um að við lýðum þetta ekki!


mbl.is Ölvaður á 171 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólveig fékk nemenda og hvatningarverðlaun Menntaráðs

 

100_0639

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem átti leið í Ráðhús okkar reykvíkinga í dag.  Það var sannkölluð hátíð því veita átti nemenda- og hvatningarverðlaun Menntaráðs 2008. 

Stolt, ánægja og gleði skein af hverju andliti, ég veit hreinlega ekki hvort nemendur, foreldrar eða starfsmenn skóla voru hreyknari af verðlaununum nema þá einna helst að allir hafi verið jafn glaðir.  Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með hve vel formaður menntaráðs fór með hlutverk dagsins og náði vel til gestanna.  Skemmtilega frjálslegur en hélt samt virðuleikanum, nokkuð sem ekki öllum er gefið.

En ég get svo sannarlega játað að ég ætlaði hreinlega að rifna úr stolti þegar nafn systur minnar var lesið upp.  Já Sólveig Þóra fékk nemenda og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði tónlistar.  Hún var tilnefnd af Öskjuhlíðarskóla en þar innan hús sem og í öllum öðrum skólum er erfitt að taka einn nemanda fram yfir annan því öll skara þau framúr hver á sínu sviði.  Sólveig hefur spilað á hljómborð í nokkur ár, komið fram á skólaskemmtunum svo hefur hún að sjálfssögðu spilað fyrir fjölskylduna ófá lög öllum til ánægju og yndisauka.

En eitt þótti mér athyglisvert, þrátt fyrir að þessi verðlaun snertu alla grunnskóla höfuðborgarinnar bæði starfsmenn, nemendur og foreldra þá var þeim ekki gerð góð skil af fjölmiðlum.  Mbl.is er eini fréttamiðillinn sem sagt hefur frá þessum glæsilega árangri hjá nemendum og grunnskólum borgarinnar.  Reyndar er ekkert myndefni frá afhentingunni en þeir sögðu þó frá henni það er meira en allir aðrir miðlar geta sagt.  Hver skildi ástæða þeirra vera?

Til hamingju öllsömul með glæsilegan árangur.


mbl.is Nemendur og skólar fá viðurkenningu menntaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband