Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
12.4.2008 | 08:43
Eru þeir að fá alla á móti sér?
Nú held ég að það sé kominn tími til þess að trukkahópurinn ráði sér almannatengil (pr. mann) sem gætir hagsmuna þeirra í fjölmiðlum. Því klárlega eru að koma röng skilaboð frá hópnum og stundum misvísandi, fer svolítið eftir því við hvern er talað hjá þeim, þó svo megin línan sé sú sama. Það er bara ekki nóg, kröfurnar þurfa að vera kristal skýrar og skilaboðin sömuleiðis.
Það er ég fullviss um að þau skilaboð sem berast úr herbúðum hópsins í gær og dag, hótanir sem þessar "Menn vilja fá svör og svo verður séð til hvað verður gert. Það fer eftir því hvernig svörin verða, fara illa bæði í almenning sem og stjórnvöld enda er erfitt að semja við þá sem fara fram með hótanir.
Þeir ættu frekar að tala um að það verði aðgerðir hvort sem þær ganga undir nafninu "Stóra stopp" eða eitthvað annað, jafnframt ættu þeir að mínu mati að gefa það út að þær verði t.d í næstu viku eða hvenær svo sem þeir vilja hafa þær, en þeir geta hinsvegar alltaf slegið þeim á frest nú eða hreinlega fellt þær niður telja þeir sig vera búnir að ná því fram sem þeir vilja.
Það eru fjölmargir almannatenglar sem hægt er að ráða til starfa og ég tel að þeir ættu að nýta sér þjónustu þeirra, áður en almenningur snýst gegn þeim. Allavega get ég ekki betur heyrt í kringum mig en að fólk sé ekki eins ánægt með þessar aðgerðir eins og það var áður, reyndar hugsa ég að sá fjöldi sem er orðinn hreinlega á móti þessum aðgerðum hafi margfaldast eftir fréttatíma Stöðvar2 í gær þar sem trukkabílstjórarnir lögðu líf annara í stór hættu þegar þeir komu akandi af afrein inná Ártúnsbrekkuna.
Bílstjórar ræða um „stórt stopp“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2008 | 08:42
Allt í þágu listarinnar
Sumir listamenn geta einfaldlega ekki unnið með fólki og þetta er líklega skýrt dæmi um það. Af hverju óskaði listamaðurinn ekki eftir leyfi framkvæmdastjóra kirkjunnar, ég er viss um að það hefði fengist þrátt fyrir að þarna hafi verið birtar heimspekilegar spurningar um kristna trú og tilvist hennar. Hinsvegar finnst mér að þetta sé skemmtilegt athæfi sem getur breytt hversdagsleikanum og mætti alveg vera meira af þ.e að nýta byggingar til þess að varpa á listaverkum eða einfaldlega breyta lýsingum en vitaskuld ætti það allt að gerast í samráði við húsráðendur.
Myndasýning í leyfisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2008 | 08:06
Jákvæðar fréttir
Það berast jákvæðar fréttir frá BUGL og líklega er langt síðan eins góðar fréttir hafa heyrst þaðan. Það er ánægjulegt að sjá hve gott starf starfsfólkið á þessum stað er að gera og ekki síður er gott til þess að vita hve öflugur Guðlaugur Þór er sem heilbrigðisráðherra.
Það er klárlega þörf á breytingum á hinum ýmsu sviðum kerfisins o.þ.t heilbrigðiskerfinu
"Hlustað hefði verið á tillögur starfsfólks og í ágúst sl. fékkst aukið fjármagn. Í kjölfarið voru ráðnir fjórir nýir starfsmenn auk fræðslustjóra" sagði starfsfólkið hjá BUGL og nú hefur fækkað um 58 aðila á biðistanum sem hlýtur að teljast góður árangur.
Biðlistar BUGL hafa styst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 00:58
Væri ekki óeðlilegt?
Er nokkuð athugavert við það að Sturla talsmaður flutningabílstjórana sé boðaður í skýrslutöku, væri það ekki frekar athugavert ef hann hefði ekki verið boðaður til lögreglunar?
Væri það ekki óeðlilegt ef fólk sem stöðvar umferð á mikilvægum samgönguæðum borgarinnar og tefur með því fólk sem er á sinni leið. Er það í raun ekki brot á frelsi hvers og eins ef einhver ákveður að stöðvar för hans?
Reyndar ætla ég hvorki að dæma né taka undir mótmæli atvinnubílstjóranna en maður hlýtur að spyrja sig af því hvort þetta sé rétt leið til þess að ná sýnu fram, eða eru kannski aðrar leiðir sem eru áhirfaríkari?
Sturla boðaður í skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 09:06
Bein útsending frá Hvannadalshnjúk - Síminn er á toppnum
Síminn prófar nýja langdræga 3G kerfið
Um síðastliðna helgi gengu nokkrir vaskir starfsmenn Símans og Sensa upp á Hvannadalshnjúk með það að markmiði að prófa sambandið við nýja 3G senda sem búið er að setja upp á Háöxl rétt undir Vatnajökli og Háfelli sem er rétt austan Víkur í Mýrdal. Gangan gekk vel í blíðskaparveðri og á ýmsum stöðum á leiðinni var staldrað við og hringt í fjölskyldumeðlimi sem fylgdust með göngunni sem var í beinni útsendingu á internetinu í gegnum 3G netkort í fartölvu.
Þegar upp á Hvannadalshnjúkinn var komið gátu starfsmenn Símans með einföldum hætti sýnt þeim sem heima sátu frábært útsýni af Hvannadalshnjúk og hvernig þar var umhorfs. Gott símasamband var alla leiðina upp á toppinn og gátu göngumenn hringt heim og látið vita af ferðum sínum.
Þetta er í fyrsta skiptið sem bein útsending er send frá hæsta punkti landsins en næsti langdrægi 3G sendir var í 125 km fjarlægð frá göngumönnum. Yfir 60 starfsmenn frá Skiptum og dótturfélögum hyggjast ganga á Hvannadalshnjúksíðustu helgina í apríl og ljóst þykir að menn munu þá verða í góðu talsíma og netsambandi við vini, samstarfsmenn og fjölskyldumeðlimi sem heima sitja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 21:21
Ég veit ekki með ykkur....
Segja sveppinn ekki hættulegan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 10:02
Beiðið við Hnjúkinn
Hér sit ég við rætur Sandfells í blíðskapar veðri, glaða sólskin og logn en líklega er um tveggja stiga frost. Útsýnið er stórbrotið þegar maður lítur upp til Hvannadalshnjúks þar sem félagar mínir eru að ganga upp, líklega að komast uppá hátindinn um þessar mundir. Við komum hingað um miðnætti og þeir gengu af stað um klukkan eitt. Það er frábært hve gott veður þeir hafa fengið til þess að klifra uppá hæsta tind landsins.
En á meðan ég bíð eftir þeim hef ég rölt hér um svæðið, gengið upp í hlíðar Sandfell en ég læt Hnjúkinn bíða að sinni, eigum við ekki að segja að það getur verið skemmtilegt að geyma stærri áskoranir í það minnsta þar til maður kemst í betra form.
En það verða án efa þreyttir og hugsanlega sólbrenndir göngugarpar sem koma niður hlíðarnar um klukkan tvö í dag og líklega verður ekki mikið sagt á leiðinni í bæinn nema þá einna helst með sönghrotum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 10:13
Nú stendur hnífurinn í kúnni...
...voru orð sem Bessi Bjarnason notaði í leikþættinum "með Jónasi og fjölskyldu" á sínum tíma, reyndar sagði hann einnig, "vegamálastjóri hjálpi mér", þegar ég sat fastur í dag á eftir trukkunum sem höfðu lokað götunni þá gat ég ekki annað en hugsað um þennan leikþátt og vitaskuld kom hann mér til þess að brosa út í annað.
En eins og einhversstaðar stendur "Síminn - lætur það gerast" þá tók ég einfaldlega upp fartölvuna, setti 3G kortið frá Símanum í samband og fór að skoða netið, er hægt að hafa það betra!
Eitt er víst á meðan þetta ástand varir þá fer maður ekki á ferðina nema taka fartölvuna og 3G kortið frá Símanum með, því þá mega þeir loka götunum mín vegna í þrjár klukkustundir í senn. Því það er sá tími sem batteríið í vélinni endist.
Fyrir þá sem enn eiga eftir að ná sér í 3G netkort hjá Símanum geta skoðað það hér
Kringlumýrarbraut opnuð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender