Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 12:35
Lífskapphlaupið vs 2 höfuðaðgerðir - hvenær er nóg komið?
Á hverjum degi furðar maður sig á því hve skrítið þetta líf er - enginn maður með mönnum sem ekki á Land Rover, GSM, vera sítengdur með langbestu nettenginguna, flatsjónvarp, Bose hljómflutningstæki og Sodastream tæki reyndar luma einstaka heimili á gömlu fótanuddtæki frá Radíóbúðinni sálugu.
En á meðan við keppumst við að vera í kapphlaupi við okkur sjálf og hafa það gott þá eru því miður sum okkar í þjóðfélaginu sem mættu svo sannarlega hafa það betra. Ég skrifaði það hér um daginn að systir mín hún Sólveig væri búin að vera mikið veik og hefði þurft að fara í uppskurð. Í huga okkar allra þá vorum bjartsýn á að nú færi allt að vinna á betri veg fyrir Sólveigu okkar. Í morgun fengum við því miður þær fréttir að hún þarf að gangast undir tvær höfuðaðgerðir í viðbót sú fyrri verður í dag og sú síðari eftir viku eða svo. Maður hlýtur að spyrja sig hvenær er nóg komið ? Þessar aðgerðir eru afar flóknar og erfiðar og því er ljóst að það mikið á þessa elsku lagt. En sem betur fer er hún sterk, ákveðinn og þrjósk og allir þessir kostir eiga án efa eftir að styrkja hana í þessum veikindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.8.2007 | 07:51
Aðgerðin tókst vel
Aðgerðin hjá Sólveigu gekk vonum framar í gær og án efa hefur stuðningur ykkar vegið þungt þar á, takk fyrir allar hlýju kveðjurnar bæði til mín og svo þær sem hún fékk. Nú er Sólveig bara að láta fara vel um sig á einum flottasta barnaspítala heims, þvílíkt lán að við skulum eiga svona gott heilbrigðiskerfi, góðan barnaspítala og hæft starfsfólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.8.2007 | 20:08
Ég kveiki á kerti fyrir systur mína
Það eru erfiðir tíma þegar maður situr bíður og vonar að allt fari vel. Sérstaklega þegar maður getur fátt annað gert en farið með bæn og að læknarnir geri það sem þeir eru best þe að hjálpa þeim sem veikir eru.
Hún Sólveig Þóra systir mín er nú komin í sína aðra aðgerð á aðeins fjórum mánuðum. Það er enn ekki vitað hve stór aðgerðin þarf að vera, getur verið allt frá einni klukkustund uppí nokkrar klukkustundir, því læknarnir tala um að þeir geti ekkert sagt fyrr en þeir séu búnir að kanna aðstæður betur.
Oft hefur maður spurt sig hvers vegna svona mikið sé lagt á sömu einstaklingana af hverju er þessu ekki deilt út á okkur öll því það væri kannski ekki eins erfitt og þegar einn einstaklingur þarf að bera þetta allt. Það er óhætt að segja að Sólveig hafi fengið sinn skammt af erfiðleikum og veikindum frá því hún fæddist en sjaldan hefur maður heyrt hana kvarta því þegar maður spyr hana hvernig hún hafi það þá er svarið yfirleit "ég hef það bara fínt".
Ég er búinn að kveikja á kerti fyrir Sólveigu mína og biðja um að englarnir vaki yfir henni svo hún braggist nú vel. Það væri mér afar kært ef þið gætuð kveikt á kerti og hugsað hlýtt til hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.8.2007 | 23:14
Hver segir svo að íþróttir séu ekki stórhættulegar
Rakst á þessar myndir á netinu í kvöld, þær sýna svo ekki verður um villst að íþróttir eru stórhættulegar og það margborgar sig að leigja góða mynd á Skjánum og leggjast uppí sófa og slaka á..... eða hvað? Það er kannski frekar bara spurning um að velja sér "rétta" íþrótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá þessa auglýsingu. Spurning hvort R-listinn sé ekki að greiða meðlagið með barninu - Kannski er þetta sé eitt af því fáa sem komið hefur gott undan gamla meirihlutanum í Reykjavík
Bloggar | Breytt 26.8.2007 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 19:20
Góð sending frá vin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 22:48
Eru skólabúningar eitthvað sem koma skal í alla grunnskóla í Reykjavík?
Það eru nýir tímar í Sæmundarskóla eftir að fyrsta vor skólasetningin fór fram í gær. Foreldraráð og foreldrafélag skólans unnu hörðum höndum í sumar við að undirbúa skólabúninga sem bjóða átti nemendum á skólasetningunni. Í samráði við skólastjórnendur skólans var ákveðið að gera þessa skemmtilegu tilraun. Að mér vitandi er Sæmundarskóli fyrsti grunnskóli Reykjavíkur sem býður nemendum upp á þennan fatakost. Ákveðið var að bjóða uppá Henson galla bláleita að lit, Regatta flíspeysur og húfur rauðar eða bláar. Stjórnir félaganna vildu geta boðið uppá fatnað sem krökkunum fannst hvort tveggja flottur og þægilegur. Allt þetta var hægt að fá gegn mjög sanngjörnu verði.
Það er skemmst frá því að segja að foreldrar voru hæst ánægðir með þessa nýjung í skólastarfinu og tóku vel við sér. Í dag eru rúmlega 150 nemendur af þeim 198 sem stunda skólann búnir að panta skólabúninga. Ég er þess fullviss að á næstu vikum mun fjöldinn aukast enn frekar og áður en skólaárið er liðið þá munu all flestir ef ekki allir nemendur skólans eiga skólabúninga. Þessar viðtökur fóru langt framúr björtustu vonum stjórnarmanna í foreldraráði og foreldrafélagi. Það verður gaman að fá að taka þátt í þessu þróunarverkefni gengur á næstu árum í skólanum.
Þetta vekur upp spurningar hvort ekki sé kominn tími til þess að Menntaráð, skólastjórnendur og foreldrar taki umræður um þessi mál. Er ekki orðið tímabært að hvetja skóla í borginni til þess að byrja með skólabúninga. Vissulega eru kostir og gallar við að hafa slíka búninga en ég tel kostina mun fleirri en gallarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2007 | 06:00
Merkilegt nokk
Ég rak augun í stjörnuspá okkar Hrútanna fyrir daginn í dag og hún fær mig til þess að glotta allavega út í annað. Sérstakleg þó seinni setningin - þetta minnir mig á það sem Sólveig amma mín sagði alltaf "mér kemur það kannski ekkert við - en það er gott að vita þetta"
Hrútur: Vinna er skapandi ferli fyrir þér. Þú vilt vera fræddum um allar ákvarðanir dagsins, og líka þær sem þér þér ekki beint við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2007 | 21:56
Skólabúningarnir í Sæmundarskóli - frábært framtak
Ég er svo heppinn að fá að taka þátt í foreldrastarfi Sæmundarskóla, sem er einn framsæknasti skóli höfuðborgarinnar, ég er formaður foreldraráðs og höfum við ásamt foreldrafélaginu ákveðið í samráði við skólastjórnendur skólans að bjóða foreldrum uppá skólafatnað fyrir börnin.
Eftir miklar vangaveltur ákváðum við að vera með fatnað frá Henson og Regatta því vitanlega þurfa börnin þægilegan fatnað sem og fatnað sem þola íslenska veðráttu. Við undirbúningsvinnuna var varið vítt og breitt í umræðum um skólafatnað og hvers vegna hann væri ekki orðinn almennur hér á landi. Þægindin við það að vera með slíkan klæðnað eru vafalaust fleiri en ókostir. Einnig getur þetta verið fjárhagslega ódýrara fyrir foreldra því álagning á svona fatnað er að sjálfssögðu í algjöru lágmarki. En ef fleiri skólar myndu vara í þetta væri vitanlega hægt að gera enn hagstæðari innkaup en við höfum verið að gera fyrir þau tæplega tvöhundruð börn sem koma til með að byrja í skólanum í vikunni. Ef skólar til að mynda í Grafarholti og Árbæ myndu sameinast væri hugsanlega verið að kaupa hátt í tvöþúsund skólabúninga og með því væri hægt að ná verðinu niður.
Til gamans set ég inn af Henson búningunum - það vantar reyndar skóla merkið á þessa búninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2007 | 21:50
Ljósmyndari Moggabloggsins
Ég hvet ykkur til þess að skoða myndirnar hans Halldórs Sigurðssonar, hann er með margar myndir af iðandi mannlífi Reykjavíkur. Myndin sem þíð sjáið hér fyrir ofan tók Halldór á Menningarnótt af flottustu flugeldasýningu sem haldinn hefur verið á Íslandi. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju Mogginn birti ekki myndir eftir bloggarana í blaðinu hjá sér eins og þeir birta oft texta úr bloggum í blaðinu, reyndar vantar svolítið fjölbreytileikan því þeir virðast alltaf birta blogg eftir sömu bloggarana sem margir hverjir eru ágætir en þó ekki allir, en svo snýst þetta allt um smekk og misjafn er smekkur manna (sem betur fer).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar