Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Nýjir bloggvinir

Það er alltaf ánægjulegt að eignast nýja vini hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í veraldarvefs"lífi".  Það er ánægjulegt að ég hef orðið ríkari í dag en ég var í gær með því að eignast tvo nýja bloggvini

Fyrst má nefna hana Vilborg G Hansen sem ég þekki úr hinu pólitíska starfi sem við störfum bæði í

Smellið endilega á myndina til þess að skoða bloggið hennar

Vilborg G Hansen

Því næst vil ég kynna til sögunnar heilt samfélag bæði karla og kvenna sem skrifar undir nafninu Femínistinn.  Það er sjaldan sem maður eignast heilu félagasamtökin sem vin Wink

Smellið endilega á myndina til þess að skoða bloggið hennar

Femínistinn

 


á pólsku !

Miðað við nafnið gæti það átt að koma út á pólsku! Ekki mjög gott!  Reyndar eru pólverjar á Íslandi orðnir svo margir að það gæti meira en vel verið að það væri markaður fyrir fréttatímarit á móðurmáli þeirra Smile


mbl.is Nýja fréttatímaritið mun heita Krónikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Nei, ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að Guðjón formaður Frjálslyndaflokksins vilji ekki lýsa yfir stuðningi við Margréti Sverrisdóttur í fyrsta sætið í Reykjavík Suður.  Það er alveg orðið ljóst og hefur reyndar verið það í nokkur tíma að Guðjón Arnar vill Margréti og hennar fólk úr flokknum og það sem fyrst!  Hún virðist vera óþægilegur tengiliður við "pabba" flokksins og telur Guðjón að allar slíkar tengingar eigi að slíta upp með rótum.  Ég hef vík ekki frá þeirri skoðun minni að Margrét er ein hæfasta manneskjan í Frjálslyndaflokknum og það væri mikill missir fyrir flokkinn að missa hana, sem líklegast hann!  Því varla vill hún starfa í flokk sem foryrstan vill hana burt og það með hraði. 

Það er synd að Guðjón vilji sinn veg svo greiðfæran sem raun ber vitni í fréttum síðustu daga.  Það er ekki sama hvort manneskjan sé jón eða sr. jón því, því formaður flokksins setti sín lóð heldur betur á vogaskálarnar þegar kosið var til varaformanns flokksins því hann nýtti öll þau tækifæri sem honum gafst til þess að lýsa yfir stuðningi við Magnús þór í það sæti.


mbl.is Guðjón Arnar segir kjördæmafélög ákveða framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að segja meir?

Hættið að reykja, ella verðiði send í aðgerð FootinMouth  Maður er allavega farinn að telja niður þar til reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tekur gildi.  Því fyrr því betra!


mbl.is Heilaskemmd upprætir reykingafíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan sem átti að SPRENGJA

Héðan frá Köln er allt gott að frétta, það er fallegt veður úti en frekar svalt.  Fór út að borða og hafði það gott enda kannski æskilegt að hvíla sig aðeins áður en átök morgundagsins byrja þegar ISM opnar og maður hefst handa við að ganga hverja sýningarhöllina á fætur annari í leyt af góðum vörum sem hentað gætu fyrirtækinu nú svo að hitta þá sem við erum nú þegar í viðskiptum við.  Alltaf gaman að hitta fólk! 

Það er óhætt að segja að Köln sé ein af þeim borgum sem allir ættu að heimsækja a.m.k. einu sinni um ævina, hér er fallegt um að litast og byggingarstíllinn sérstæður og þar fer fremst í flokki hin eina sanna Dómkirkja í Köln, ákaflega falleg bygging bæði að utan sem að innan.  Stóð reyndar til í stríðinu að sprengja hana, en sem betur fer þá "óhlíðnaðist" flugmaðurinn skipun yfirmanna og lét sprengjuna falla rétt til hliðar við kirkjuna, hann hefur án efa farið upp en ekki niður fyrir það Smile


Ég var seldur! - Biluð Flugleiðavél og Köln.

Já það er ansi margt sem hefur komið upp síðasta sólahringin hjá mér, svo ekki sé nú meira sagt.  Föstudagurinn byrjaði á því að vinnuveitandi minn tilkynnti starfsmönnum að fyrirtækið hefði verið selt!  og því næst komu nýju eigendurnir inn og kynntu sig og við okkur, dramatísk stund.  Í morgun flaug ég því næst með BILAÐRI FLUGLEIÐAVÉL til Köben, slíkur var kuldinn í vélinni að það þurftu flestir að vera með teppi til þess eins að frjósa ekki í hel! Svo voru sjónvörpin líka biluð nema ef ske kynni að þau hefðu verið frosinn föst!  Eftir huggunina við að við skyldum hafa lent í Köben og getað gengið ein og óstudd út úr frystikistunni einnig var mjög skemmtilegt að hitta góðan vin við í fríhöfninni, gátum við því stytt hvor öðrum stundir og fengið okkur næringu á meðan hann beið eftir því að komast til Íslands og ég beið eftir því að komast til Dussildorf í Þýskalandi.  Nú er ég hinsvegar komin til Kölnar sem ég verð næstu 3 sólahringana !

Sýnilegri löggæsla

Haraldur Johannessen afhendir Stefáni Eiríkssyni ökutækin.

Ekki það að ég ætli að vera með einhverskonar löggublogg en verð að kommentera aðeins á þetta. 

Skemmtileg tilviljun að afhending þessara bíla skuli einmitt vera í dag eftir eftirför lögreglunnar síðast liðna nótt, þegar ökumaður 10 hjóla trukks ákvað að fara í gáleysislega ökuferð um stór höfuðborgarsvæðið.  Ég fagna því að lögreglan sé að verða enn sýnilegri með þeim, því ég tel að það hafi aukið forvarnargildi í för með sér.


mbl.is Lögreglan fær bíla og bifhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir

 Vörubíllinn eftir að tókst að stöðva hann á Reykjanesbraut.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á sannkallað hrós skilið hvernig þeir leystu úr þessu erfiða máli.  Ég get ímyndað mér að þeim hafi ekkert litist á blikinu þegar leikar stóðu sem hæst, það er ekkert grín þegar 10 hjóla trukk er ekið af miklu gáleysi bílstjóranum sem og öðrum samborgurum til mikillar hættur.

KÆRU LÖGREGLUMENN, TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGA FRAMMISTÖÐU!


mbl.is Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverrar krónu virði ?

 Tekist í hendur eftir undirritun samningsins.

 

Ég get hreinlega ekki tekið undir orð Guðna Ágústssonar að hjarta landsmanna slái með lambinu.  Allavega er það ekki svo á mínu heimili.  Ég geri hinsvegar fastlega ráð fyrir því að þessi opinberi styrkur í landbúnaðinn skili sér beint til neytenda........ eða kannsk ekki!


mbl.is Nýr sauðfjársamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddur Hafsteinsson - skiptir um lið

Oddur Albertsson

Já sumir vilja alltaf vera í vinningsliðinu, nýjustu fréttir herma að Oddur Hafsteinsson FRAMKVÆMDARSTJÓRI hjá Þekkingu hafi ákveðið að skipta um lið í ensku deildinni og yfirgefa Liverpool og fara yfir til Arsenal.  Nú bíða menn spenntir eftir því að Oddur ákveði með skipti á pólitískum vettvangi og fara í sigurliðið þar!

 


Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband