Leita í fréttum mbl.is

Er rektor HÍ menntahrokatittur !! ?

Það er óhætt að segja að "nýji" borgarstjórinn okkar hann Vilhjálmur Þ. sé búinn að taka Breiðholtið og Mjóddina undir sinn verndarvæng.  Ég get vart lýst ánægju minni yfir því hvernig Vilhjálmur hefur stígið fram og sagt "hingað og ekki lengra, fólkið vill ekki spilavítið í Mjóddina".  Ég get hreinlega ekki áttað mig á því hversu blindur háskólarektor getur verið og hve hann telur íbúa landsins vera vitlausa.  Hvernig dettur honum í hug að fólk átti sig ekki á því að Háskóli Íslands sú annars merka stofnun standi á bakvið þessi spilavíti sem risið hafa í borginni á undanförnum árum í óþökk flestra.  Ef spilakassar eru svona vinsælir háttvirtur háskóla rekstor og eiga að þínu mati rétt á sér allstaðar þar sem þín skoðun er "þeir veita svo mikla ánægju" af hverju er ekki spilakassi í einni einustu háskólabyggingu ?  Nóg er plássið til að mynda í anddyri háskólans nú eða í húsnæði Félagsstofnunnar stúdenta ?  Ég skora á rektorinn að vera ekki svona tvísaga og setja upp lítil spilakassa í allar háskólabyggingarnar og það strax í dag, enda hafa allir svo mikla ánægju af þessu að þinni sögn.

Ég skora á þig lesandi góður að senda rektor háskólans skeyti ef þú ert á móti þessum spilavítum og aðstoðir okkur Breiðhyltingana að stöðva yfirgang Háskólans, netfangið er rektor@hi.is .

Við Vilhjálm borgarstjóra þá segi ég, haltu áfram á góðri braut og hjálpaðu meirihluta Breiðhyltinga að stoppa opnun spilavítis í Mjóddinni þar sem það á klárlega ekki heima.  Jafnframt vil ég þakka borgarstjóranum fyrir að koma Breiðholtinu aftur á kortið í augum borgarkerfisins þar sem það gleymdist í tíð gamla meirihlutans (Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Ég er sammála þér í mörgu af þessu sem þú segir. Er alinn upp og bý í Breiðholti. Eiríkur Bergmann kallaði okkur "Gettó", og líkir þar okkur við gyðinga í útýmingarhættu. Ég veit ekki hvort Framsóknarflokkurinn hafi gleymt okkur, en vissulega er það skömm hvernig einblínt var á 101 og fl. staði. Skipt var um strætóskýli og fl. en sjaldan í Breiðholti. Villi er að gera frábæra hluti,s.b. Hreinna Breiðholt og fl. sem hann hefur gert.

Ég hef fylgst með umræðunni um Breiðholtið og ég nefni dæmi með músaganginn í Fellaskóla. Nokkrar mýslur sáust á vappi og búmm...
Forsíða í blöðunum. Það besta var að þetta var í fleiri skólum s.s. Grafarholti, Grafarvogi og fl. en það fór hægt um þær fréttir. Svona er oft litið á Breiðholtið og það er hreinlega óskiljanlegt hvernig sumir afgreiða okkur.

En lýst vel á þetta með að senda rektor póst. Sú held ég að eigi eftir að vera hissa!

Betra Breiðholt!!

kv.

Sveinn Hjörtur

Sveinn Hjörtur , 10.1.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já , engaspilakassa í Breiðholtið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.1.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er algerlaga ósammála ykkur með þetta /Er ekki okkar flokkur flokkur frelsis og sjáfstæðis ,Eg hefi búið i Breiðholti siðan 1976 og mer fynst Vilhjálmur okkar Borgarstóri hafa mikið annað þarfara að gera en þetta!!!!Þarf ekki lika að loka ATVR og fleiru sem menn verða háðir /eða hvað verður það næst!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.1.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta snýst ekki um boð og bönn Halli minn, þetta snýst um að mikill meirihluti Breiðhyltinga hefur lýst andstöðu sinni á að opnað verði spilavíti í Mjóddinni.  Það er því um íbúalýðræði að ræða sem akkúrat flokkurinn okkar markar sína stefnu á þ.e lýðræðinu.  Það er þess vegna sem borgarstjóri er að beyta sér fyrir þessu nú.  En hvað áfengið varðar þá ætti bjór og léttvín að sjálfssögðu að vera komið inn í stærri matvöruverslanir.

Óttarr Makuch, 10.1.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Ibuðalyðræði segirðu!!!! /Hvenær var kosið um það???? það búa 20  þus mans í Breiðholti undirskiftirnar voru bara 1500-0200---

Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 11.1.2007 kl. 17:02

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Það hafa tæplega/rúmlega 3000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem og þá hafa 4 -5 hverfafélög mótmælt, jafnframt hefur Hveraráð Breiðholts ályktað gegn þessu.   Jafnframt hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við bæði með bréfaskrifum sem og símtölum við Ráðhúsið og Hveraráðið.  Það er alveg hreint og klárt að meirihluti Breiðhyltinga er á móti þessu spilavíti hvort sem okkur líkar betur eða verr. 

Óttarr Makuch, 11.1.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband