10.1.2007 | 09:22
Er rektor HÍ menntahrokatittur !! ?
Það er óhætt að segja að "nýji" borgarstjórinn okkar hann Vilhjálmur Þ. sé búinn að taka Breiðholtið og Mjóddina undir sinn verndarvæng. Ég get vart lýst ánægju minni yfir því hvernig Vilhjálmur hefur stígið fram og sagt "hingað og ekki lengra, fólkið vill ekki spilavítið í Mjóddina". Ég get hreinlega ekki áttað mig á því hversu blindur háskólarektor getur verið og hve hann telur íbúa landsins vera vitlausa. Hvernig dettur honum í hug að fólk átti sig ekki á því að Háskóli Íslands sú annars merka stofnun standi á bakvið þessi spilavíti sem risið hafa í borginni á undanförnum árum í óþökk flestra. Ef spilakassar eru svona vinsælir háttvirtur háskóla rekstor og eiga að þínu mati rétt á sér allstaðar þar sem þín skoðun er "þeir veita svo mikla ánægju" af hverju er ekki spilakassi í einni einustu háskólabyggingu ? Nóg er plássið til að mynda í anddyri háskólans nú eða í húsnæði Félagsstofnunnar stúdenta ? Ég skora á rektorinn að vera ekki svona tvísaga og setja upp lítil spilakassa í allar háskólabyggingarnar og það strax í dag, enda hafa allir svo mikla ánægju af þessu að þinni sögn.
Ég skora á þig lesandi góður að senda rektor háskólans skeyti ef þú ert á móti þessum spilavítum og aðstoðir okkur Breiðhyltingana að stöðva yfirgang Háskólans, netfangið er rektor@hi.is .
Við Vilhjálm borgarstjóra þá segi ég, haltu áfram á góðri braut og hjálpaðu meirihluta Breiðhyltinga að stoppa opnun spilavítis í Mjóddinni þar sem það á klárlega ekki heima. Jafnframt vil ég þakka borgarstjóranum fyrir að koma Breiðholtinu aftur á kortið í augum borgarkerfisins þar sem það gleymdist í tíð gamla meirihlutans (Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna).
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 175724
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Ég er sammála þér í mörgu af þessu sem þú segir. Er alinn upp og bý í Breiðholti. Eiríkur Bergmann kallaði okkur "Gettó", og líkir þar okkur við gyðinga í útýmingarhættu. Ég veit ekki hvort Framsóknarflokkurinn hafi gleymt okkur, en vissulega er það skömm hvernig einblínt var á 101 og fl. staði. Skipt var um strætóskýli og fl. en sjaldan í Breiðholti. Villi er að gera frábæra hluti,s.b. Hreinna Breiðholt og fl. sem hann hefur gert.
Ég hef fylgst með umræðunni um Breiðholtið og ég nefni dæmi með músaganginn í Fellaskóla. Nokkrar mýslur sáust á vappi og búmm...
Forsíða í blöðunum. Það besta var að þetta var í fleiri skólum s.s. Grafarholti, Grafarvogi og fl. en það fór hægt um þær fréttir. Svona er oft litið á Breiðholtið og það er hreinlega óskiljanlegt hvernig sumir afgreiða okkur.
En lýst vel á þetta með að senda rektor póst. Sú held ég að eigi eftir að vera hissa!
Betra Breiðholt!!
kv.
Sveinn Hjörtur
Sveinn Hjörtur , 10.1.2007 kl. 10:12
Já , engaspilakassa í Breiðholtið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.1.2007 kl. 15:53
Eg er algerlaga ósammála ykkur með þetta /Er ekki okkar flokkur flokkur frelsis og sjáfstæðis ,Eg hefi búið i Breiðholti siðan 1976 og mer fynst Vilhjálmur okkar Borgarstóri hafa mikið annað þarfara að gera en þetta!!!!Þarf ekki lika að loka ATVR og fleiru sem menn verða háðir /eða hvað verður það næst!!!!Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 10.1.2007 kl. 17:37
Þetta snýst ekki um boð og bönn Halli minn, þetta snýst um að mikill meirihluti Breiðhyltinga hefur lýst andstöðu sinni á að opnað verði spilavíti í Mjóddinni. Það er því um íbúalýðræði að ræða sem akkúrat flokkurinn okkar markar sína stefnu á þ.e lýðræðinu. Það er þess vegna sem borgarstjóri er að beyta sér fyrir þessu nú. En hvað áfengið varðar þá ætti bjór og léttvín að sjálfssögðu að vera komið inn í stærri matvöruverslanir.
Óttarr Makuch, 10.1.2007 kl. 20:49
Já Ibuðalyðræði segirðu!!!! /Hvenær var kosið um það???? það búa 20 þus mans í Breiðholti undirskiftirnar voru bara 1500-0200---
Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 11.1.2007 kl. 17:02
Það hafa tæplega/rúmlega 3000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem og þá hafa 4 -5 hverfafélög mótmælt, jafnframt hefur Hveraráð Breiðholts ályktað gegn þessu. Jafnframt hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við bæði með bréfaskrifum sem og símtölum við Ráðhúsið og Hveraráðið. Það er alveg hreint og klárt að meirihluti Breiðhyltinga er á móti þessu spilavíti hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Óttarr Makuch, 11.1.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.