Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að gerast !

Ég segi það enn og aftur, hvað er að gerast á íslandi?

Það er hætt að verð "sjokkerandi" að sjá fyrisagnir eins og "Börðu unglingsstúlki í höfuðið með hafnarboltakylfi", "Skotið á lögregluna" eða hver man ekki eftir fyrirsögninni "ráðist á fatlaðan mann vegna bílastæðis" nú í gær var ungur ökumaður stoppaður þegar lögreglan var við umferðareftirlit og sá var með þrjár axir í bílum, ég geri ráð fyrir því að hann hafi varla verið að fara höggva jólatré á þessum tímapunkti, þar sem hann gat ekki gefið sannfærandi skýringar á axar"söfnun" sinni þá gerði lögreglan axirnar upptækar á staðnum, sem betur fer !

Við verðum að taka höndum saman og stoppa þessa vitleysu, koma þessu ofbeldisfulla fólki frá og veita þessum sjúku krökkum aðstoð, svo mikið er víst að ef þetta heldur svona áfram þá fáum við fyrr en okkur grundar að sjá lögregluna í skotheldum vestum með skammbyssu í beltinu auk lögreglukylfunar.  Því næst verðum við búinn að setja lagana verði í sömu aðstöðu og kollegar þeirra í USA, skjóta fyrst og spyrja svo! Er það það sem við viljum.....?  Ég held ekki !

Ég hvet foreldra þessara og annara barna að ræða málin í fullri alvöru við börnin sín og leiði þau í sannleikan hvað má og hvað má ekki !  Við fullorðna fólkið sem hagar sér svona segi ég - Leitið ykkur hjálpar áður en það verður um seinan !


mbl.is Börðu unglingsstúlku í höfuðið með hafnaboltakylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

landinn er að verða eins og stóri bróðir Amerika

Ólafur fannberg, 7.1.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Guðmundur: Nei, guð hjálpi okkur frá svoleiðis vitleysu. Þrjú umferðarlagabrot og í steininn? Það er einum of.

Guðmundur D. Haraldsson, 7.1.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Markmið lögreglu á aldrei að gera það að verkum að fólk verði hrætt við lögin og yfirvaldið, þá þjónar það batterý ekki lengur tilgangi sínum: að fólk geti lifað óhrætt í sátt og samlyndi.

Guðmundur D. Haraldsson, 7.1.2007 kl. 17:29

4 identicon

Ef það þarf einhversstaðar sýnilega löggæslu þá er það þarna. Því miður hefur þetta alltaf verið svona í Keflavík, menntunarstigið er lægra og þar er einnig töluð ljótasta íslenska á landinu... nett smituð af kananum sem lætur enskuna "flæða" saman eins og Rúni Júll gerir með íslenskuna.

Johann Ingi (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 17:30

5 Smámynd: Óttarr Makuch

nei það er auðvitað ekki alveg svo Kári að þær séu hættar að sjokkera mann en þetta er farið að vera helst til of oft fyrir minn smekk !

Óttarr Makuch, 7.1.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband