Leita í fréttum mbl.is

HJÁLP - Rán á björtum degi

rebrandÞað er hreint alveg óþolandi þegar maður hringir í fyrirtæki þegar símstöð fyrirtækins svarar strax á annari hringingu, þá kemur símsvari með mildri rödd

þú ert kominn í samband við hversemer ehf, símtöl verða afgreidd í þeirri röð sem þau berast”.   Ég tala nú ekki um þegar við þess annars ágætu kveðju bætist, veljið 1 fyrir, 2 fyrir, 2 fyrir og svo framvegis.  Ég hef aldrei skilið hvers vegna má ekki bara hringja þangað til það svara einhver manneskja símanum nú ef það er á tali, hvers vegna má þá bara ekki vera á tali.  Ég velti því fyrir mér hvers vegna fyrirtækin séu ekki látin greiða þessa bið, það hefur því miður ekki tíðkast hér að vera með græn gjaldfrjáls númer líkt og tíðkast víðast hvar erlendis.  Ég man að það voru einhver slík hér fyrir nokkrum árum þá voru þau jafnan vel falinn og varðveitt eins og um gull væri að ræða og best hefði verið að mati fyrirtækjana að ENGINN hringdi í þau númer. Ég tók það saman í tvo daga hvað ég væri að greiða ca fyrir þessa blessuðu bið.  Þetta eru líklegast í kringum 200 krónur á dag sem þýðir að þetta gæti verið kostnaður uppá hvorki meira né minna en 52.000 krónur á ári……52.000 á ári. 

Ég bara spyr hvert á ég að senda reikningin ?

Þetta er auðvitað ekkert nema rán á hábjörtum degi !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála

Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þer,þetta er rán og ekkert annað!!!!þessi Fyrtæki ættu öll að vera með 800 númer!!!!!!!

Kveðjur Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 6.1.2007 kl. 06:31

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

...vá... nú hættir maður að hringja. Nú verður bara sendur tölvupóstur! Takk fyrir að taka þetta saman... Væri samt gaman að fara með þetta lengra og sjá hverju yrði svarað? Skora á þig að tala við fjölmiðla!

Sveinn Hjörtur , 6.1.2007 kl. 10:05

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er nú ekki viss um að fjölmiðlar hefðu mikinn áhuga á þessu efni, veit ekki nema einn slíkur á eitt stykki símafyrirtæki!  En hugsið ykkur peningin sem fer í þessa vitleysi bara fyrir það eitt að hlusta á einhverja Pan Pipe tónlist eða útvarpið, alveg hreint ótrúlegt.  Eftir því sem ég hugsa meira um þetta þeim mun argari verð ég út af þessu.

Óttarr Makuch, 6.1.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband