Leita í fréttum mbl.is

Ekki setja manneskju í þvottavélina

mynd
Nauðsynlegt þykir að vara fólk í Bandaríkjunum við því að setja annað fólk inn í þvottavélar.
MYND/AP
 Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Bandaríkin, það er endlaust hægt að hlægja af vitleysunni sem kemur þaðan daginn út og daginn inn. 
Vísir, 05. jan. 2007 23:30

„Ekki setja manneskju í þvottavélina.“

Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina."

Í öðru sæti lenti viðvörun sem var á þessa leið: „Aldrei nota eldspýtu eða óvarinn eld til þess að athuga eldsneytismagn" en hún var á sjósleða. Aðrar merkingar sem þóttu það fáránlegar að þær urðu að fá heiðurstilnefningu voru til dæmis á þessa leið: „Ekki þurrka símann þinn í örbylgjuofninum", „Ekki lesa símaskránna undir stýri" og á lottómiða einum stóð „Ekki strauja."

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem merkut vörur sínar á þennan hátt segja merkingarnar eiga fullan rétt á sér því þau hafi öll lent í því að mál hafi verið höfðuð gegn þeim fyrir einmitt það sem er nú varað við á miðunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kaninn er alltaf eins

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: TómasHa

Ég keypti mér bara nógu litla þvottavél. Ég passa ekki í hana.

TómasHa, 5.1.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Hún hefði nú ekki þurft að vera svo lítíl.......  

Óttarr Makuch, 6.1.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þeir stíga ekki í vitið en samt börn og dýr hafa veið sett í þvottavélar með miður góðum afleiðingum og það er ekkert til að hlægja af.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: TómasHa

Nei, ég endaði á að kaupa Electrolux með 5 ára ábyrgð ef skekynni að ég myndi láta mér detta í hug að máta. 

Bandaríkjamenn eru auðvitað alveg snar í þessum efnum.  Þeir eru að reyna að snúa þessari þróun við. Heyrði einmitt af stúlku sem lá sárkvalin í klukkustund á meðan fullt af fólki horfði á hana og gerði enga tilraun til að aðstoða af ótta við að hún færi í mál ef eitthvað klikkaði. 

TómasHa, 6.1.2007 kl. 01:14

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Allur er varin góður!!!!,eg se ekki annað en við séum að farin að herma eftir Badarikjamönnum i þessum eilifu málaferlum!!!!Tölum varlega!!!!

Haraldur Haraldsson, 6.1.2007 kl. 06:38

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta eru bara snillingar.................

Eiður Ragnarsson, 7.1.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband