Leita í fréttum mbl.is

Óhóflegar kröfur.

Er þetta ekki að verða ágætt hjá þessum blessuðu flugumferðastjórum?  Þeir hafa verið að hóta að hætta, boða veikindi, fara í verkfall nú eða segja hreinlega upp eins og nú hefur gerst síðustu ár.  Nú er staðan orðin þannig að hluti flugumferðastjóra er orðinn atvinnulaus og geta sótt um annarstaðar í víðri veröld eða sótt um störf á öðrum miðum þar sem kjörin eru eflaust miklu betri, svona miðað við þeirra skoðun, en menn skulu varast að leita langt yfir skammt því grasið er ekki alltaf grænna hinum megin við ánna.  Ég spyr er formaður félags íslenskra flugumferðastjóra reiðubúinn að axla ábyrgð á því ef íslenska ríkið tapar lögsögu sinni yfir íslenska flustjórnarsvæðinu yfir til annara landa?  Þá fengju þessir ágætu flugumferðastjórar ekki vinnu hér og ríkið (við) myndum taka stórum fjárhæðum á ári hverju.  Menn verða að gæta sér hófs í þeim kröfum sem þeir gera og vita hvenær þeig eiga að segja stopp. 

Ég sé ekki hvernig þeir geta krafist um að leggja þetta fyrir félagsfund þegar starfsmennirnir eru ekki lengur við störf hjá Flugumferðastjórn.  Er þetta ekki ósköp einfalt, gangið frá samningi og gefið út tilkynningu.  Þeir sem vilja koma til vinnu sækja um og fá hana, þeir sem ekki vilja vinna samkvæmt nýjum samningi færa sig yfir á önnur mið.


mbl.is Flugstoðir segja viðræðum lokið; FÍF tilbúið til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Bíddu vinur hvernig getur það verið á ábyrgð formanns FÍF ef að ríkið tapar lögsögu yfir íslenska flugumstjórnarsvæðinu?  Voru það Flugumferðastjórar sem að skrifuðu undir einhverjar skuldbindingar gagnvart því að halda úti flugumferðaþjónustu í þessu svæði?  Var það ekki íslenska ríkið sem gerði það?  Þar að auki er þetta félag Flugumferðastjóra en ekki eitthvað starfsmannafélag Flugumferðastjórnar.  Þar af leiðandi sjálfstætt starfandi félagasamtök, þá breytir engu hvort þeir séu í vinnu hjá Flugmálastjórn eða ekki.  Mér finnst mjög eðlilegt við kjarasamningaviðræður að þegar komið er tilboð sem aðila líst vel á að það sé lagt fram við félagsfund.

Mér finnst aðkoma stjórnvalda í þessu máli alveg hræðileg.  Þeir "basically" henda þessum mönnum út í kuldann og síðan þegar flugumferðastjórar fara að segja að sín lífeyrismál skerðast við þetta, þá segja þeir að það sé engin deila í gangi??  Hverskonar eiginlega viðbrögð eru þetta.  Síðan kemur flugmálastjórn og segir að flugþjónusta skerðist ekkert.  Bíddu hægur, síðan kemur yfirlýsing frá þeim þar sem þeir segja að allt sjónflug til og frá Reykjavíkurvelli sé bannað frá og með 1. jan.  Með þessum orðum er búið að gera alla flugkennara atvinnulausa.  Þetta kostar ríkið væntanlega mikinn pening í atvinnuleysisbætur.  Ég ætla að vona að Sturla Bö hugsi sinn gang áður en hann fer að koma með svona heimskulegt lagafrumvarp aftur. 

Rúnar Már Magnússon, 3.1.2007 kl. 00:31

2 identicon

Jesús minn almáttugur.

Hvernig hefði bara verið ef ríkið hefði sleppt því að skíta upp á bak með þessari einkavæðingu eða þá að lágmarki hafa kjark í að skeina sér áður en það verður of seint.

 Það hefur margoft sýnt sig að það þýðir ekki að ná fram vilja sínum með frekju en það virðist ríkið ekki ná að læra.

Ég mæli með að fólk lesi þennan þráð á spjallsíðu flugmanna á www.flugnet.com http://www.flugnet.com/spjall/viewtopic.php?t=981 en þarna koma fram mörg sjónarmið okkar flugmanna fram en ég ætla ekki að telja þau öll upp hérna.

Ég hef mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli og að halda því fram að það sé ekkert vandamál að láta þessa flugumferðarstjóra fara lýsir fáfræði um málið. Það er ekkert grín að þjálfa upp nýjan flugumferðarstjóra en það tekur langan tíma og er mjög dýrt ferli svo það myndi spara okkur stóran pening að semja við þessa flugumferðarstjóra sem fyrst (það hefði verið lang gáfulegast að semja við þá í upphafi frekar en að halda að hægt sé að snúa upp á handlegginn á þeim) frekar en að missa flugstjórnarsvæði okkar Íslendinga (sem er eitt það stærsta í heiminum) og þessa milljarða sem því fylgir. Undanfarin ár hafa Kanadamenn og Skotar ef ég man rétt viljað ná þessu svæði okkar Íslendinga og stjórna því fyrir minni pening en Íslendingar gera.

Allavega þykir mér sumir tala um þetta mál af svo mikilli vanþekkingu og hroka að það er alveg hræðilegt. Þið, Samgönguráðherra og meira að segja forstjóri Flugstoða. Þetta mál er gjörsamlega fáránlegt í alla staði. Mér t.d. er haldið í gíslingu af þessari stöðu sem komin er upp í dag því ég þarf að klára mitt atvinnuflug og til þess þarf ég flugumferðarstjóra og leyfi til að fljúga sjónflug við Reykjavík. 

Ingvar (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 00:37

3 identicon

Að sjálfsögðu er við ríkið að sakast. Það er ríkið sem heldur úti flugumferðarþjónustu, hvort sem það er í krafti Flugmálastjórnar eða Flugstoða. Flugmálastjórn tók upp á því að segja upp öllum sínum flugumferðarstjórum án þess að búið væri að manna Flugstoðir. 

Það er rétt að Reagan rak flesta flugumferðastjóra þarna vestra árið 1981 fyrir ólöglegar verkfallsaðgerðir og fjöldinn allur af fólki sótti um í staðinn. En það er annað upp á teningnum hér. Hérna heima er búið að segja flugumferðarstjórum upp og það sækja fáir um vinnu nú eða nám hjá Flugstoðum.

Það er bein tenging á milli þess að geta gert kröfu um kjör og kröfu um öryggi.

Kristján (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 03:35

4 identicon

Guðmundir, það er að sjálfsögðu við ríkið að sakast. Þeir ráku alla sína starfsmenn og kannski var það til þess að geta dregið úr réttindum verðandi starfsmanna Flugstoða "löglega" því mér skilst að skv. lögum eigi allir sem vinna hjá ríkinu og lenda í einkavæðingu að halda sínum skilyrðum og réttindum áfram en með þessari uppsögn er hægt að komast framhjá því og því að sjálfsögðu kenni ég ríkinu og þeirra vanhæfi um.

Svo er það allra nýjasta í þessum farsa. Það er þessi takmörkun á sjónflugi. Þeir eru búnir að búa til einhverjar reglur sem hvergi eru til annars staðar með banninu en hafa allra fúlustu andstæðinga sína til að skella uppúr og hlæja ansi vel að þeim því þarna fóru þeir langt yfir kjánaþröskuldinn.

Ingvar (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband