Leita í fréttum mbl.is

Spilavíti Háskólans okkar !

Háskóli Íslands, stofnun allra landsmanna,  það er hreint með ólíkindum að fylgjast með framgangi þessa máls hjá þessari annars virðulegu stofnun.  Þeir segjast ekki koma nálægt rekstri spilasala en eru samt með “samning” við þá aðila sem reka Háspennuna og leigja þeim kassana sem er grundvöllurinn að starfsemi þeirra geti gengið. 

Þeir segjast ekki koma neitt nálægt að taka ákvörðun um að spilavíti verði rekið í Breiðholtinu en samt boðaði háskólarektor til sín á fund fyrir svolitlu síðan, framkvæmdastjóra Háspennunar og formann íbúasamtakanna Betra Breiðholt til þess að ræða stöðu mála.

 

Það er mín skoðun að Háskólinn eigi að sjá sóma sinn í því að það verði ekkert af opnun spilavítisins í Breiðholtinu, það er mikill meirihluti íbúa og félagsamtaka alfarið á móti þessari starfsemi í því húsnæði sem um er rætt. 

 

Ég bara spyr, hvernig getur Háskóli Íslands, stofnun allra landsmanna, hunsað tilmæli meirihluta fólks í Breiðholtinu !! ??

 

Eftirtaldir aðilar hafa nú þegar skorað á háskólann að draga til baka þá ákvörðun að opna spilavítið

 

Borgarstjórinn í Reykjavík

Borgarstjórn Reykjavíkur

Hverfisráð Breiðholts

Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Félag Sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi

Félag Sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi

Félag Sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjarhverfi

Verslunar- og húsnæðiseigendur í Mjódd

Sem og tæplega 3000 íbúar í Breiðholtinu hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu.
mbl.is Yfirlýsing frá borgarstjóranum í Reykjavík: Feluleikur Háskóla Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er eindregið á móti þessu spilavíti. Ef Háslóli Íslands framkvæmir þetta er það til hábornar skammar!

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: TómasHa

Alltaf sama frekjan í þessum íbúum Hvað viljið þið næst? Íbúalíðræði?

TómasHa, 2.1.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Það vill svo einkennilega til að Háskólinn er ekki hluti af borgarkerfinu heldur sjálfstæð stofnun   Sem er alveg örugglega frekar vinstri sinnuð frekar en hitt

Óttarr Makuch, 2.1.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: TómasHa

Ég fyrir mitt leiti hef alltaf verið á móti þessum háskóla og skil ekkert í fólki sem sækir þenna skóla.  Það koma bara blýantsnagarar og besservisserar úr þessu :)

TómasHa, 2.1.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband