Leita í fréttum mbl.is

Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu

Eins og einhver söng hér á árum áður, ekki benda á mig... segir varðstjórinn, þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn.... o.s.frv. 

En sá aðili sem hlýtur að bera höfuðábyrgð á starfsemi Byrgisins hlítur að vera Guðmundur Jónsson forstöðumaður.  Ég hefði viljað að Ríkisendurskoðun hefði skilað áliti sínu nú í dag en ekki eftir tvær vikur líkt og áætlað er.  Fyrst og fremast til þess að reyna koma starfsemi Byrgisins í eðlilegt horf sem allra fyrst, því án efa þá hefur það hjálpað mörgun í gegnum árin að koma undir sig fótunum á nýjan leik.

Það koma mér einnig talsvert á óvart hve loðin svör ráðuneytið fær við þeim spurningum sem það lagði fyrir stjórn Byrgisins, sumum spurningum er nú bara alls ekki svarað og öðrum er svarað algjörlega út í hött s.s. með afeitrunina, það sér það hver heilvita maður að afeitrun á sér þarna stað, ekki ætla ég svo sem að dæma um hvort það sé eðileg starfsemi í Byrginu hvort afeitrun er þar eða ekki en er það ekki akkúrat hluti af því að koma fíklum aftur á réttan kjöl þe að afeitra þá?


mbl.is Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Sammála öll sem þú segir, mjög kindarlega loðin svör -  vildi samt sjá eitthvert raunhæft útspil frá ráðuneytinu í þessu máli en er ekki að sjá það núna, vonandi síðar.

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 29.12.2006 kl. 15:25

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér finnst þetta bara óhuggulegt mál.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.12.2006 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband