Leita í fréttum mbl.is

Hann er vaknaður.

Jahérna hér, talsmaður neytenda virðist vera vaknaður.   Ég var nú að hugsa um það ekki alls fyrir löngu að auglýsa eftir honum þar sem hann hefur verið afskaplega ósýnilegur síðan hann fór tók við  embættinu nema þegar hann ákvað að fara í prófkjör hér um "árið".  

Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé sú stefna sem stofnunin ætlar að taka þ.e að vera lítið sýnileg og gera lítið úr embættinu?  Ef stefnan er sú að þá tel ég að það ætti að leggja þessa stofnun niður því féinu væri klárlega betur varið annarsstaðar.

Ég fór inn á heimasíðuna þeirra fyrir nokkrum mánuðum síðan og þá stóð

" Bráðabirgðaheimasíða talsmanns neytenda
Á árinu 2006 verður sett upp varanlegri
vefur með meira ítarefni og samskiptamöguleikum
  "

og það merkilega er að þessi texti er enn til staðar og síðan lítið sem ekkert breyst og árið 2006 senn á enda.  Það er nú ekki mikið mál að koma upp heimasíðu nú til dags þegar fjöldinn allur af fyrirtækjum eru fús til þess að taka verkefni að sér fyrir "sanngjarnt" verð.  

Ég fagna hinsvegar enn og aftur því að hann sé vaknaður og farinn að vinna fyrir okkur neytendurna með því að spyrjast fyrir um svo kallaða skatta hjá flugfélögunum.


mbl.is Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Við hverju er að búast þegar maðurinn er á kafi í eigin framapoti.

TómasHa, 28.12.2006 kl. 12:24

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá þú hefur verið svo duglegur að skrifa. Ég er að kvitta fyrir sjö síðustu færslur!!

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.12.2006 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband