Leita í fréttum mbl.is

Starfsfólk Hagkaupa í lyfjapróf?

Er þetta nú ekki einum of langt gengið? 

Ég hef alltaf sagt ef ekkert traust ríkir á milli starfsmanns og vinnuveitanda þá eiga menn einfaldlega ekki að starfa saman.  En að vera með lyfjapróf í fyrirtækjum finnst mér einfaldlega út í hött.  Er ekki nóg að vera með aðgangsstýrikerfi, myndavélar með upptöku 24/7, vöktun á tölvupósti og eins og sum fyrirtæki eru með "radar" í bílum fyrirtækisins.  Það er nú spurning hvenær "stóri" bróðir er farinn að fylgjast einum of mikið með.  Hvað næst verða kassastarfsfólk og kjötmeistarar Hagkaupa látnir fara í lyfjapróf, þau eru jú í ábyrgðastöðum!  Ég bara spyr hvenær er komið nóg! ?


mbl.is Allir starfsmenn Norðuráls í lyfjapróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það finnst engum athugavert við það, að taka ölvaðann mann í akstri á bíl. Það heyrir að vísu undir landslög að aka ölvaður. Menn valda bæði öðrum og sér sjálfum skaða.

Það hlýtur að fara sömu leiði með lyfjanotkun/vímuefni að þar mun þurfa mun meira eftirlit í framtíðinni en hefur ekki verið lögleitt ennþá.

Eðlilegt að vinnumarkaðurinn sé farin að bregðast við vandamálinu.

Ekki ólíklegt að lögleiðing verði á þessu sviði eins og með aksturinn.

Mörg/öll störf hljóta beinlínis að krefjast þess: Dæmi: Prestur,lögfræðingur, læknir,hjúkrunarkona, starfmaður í verslun, strætóbílstjóri o.s.frv.

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 10:00

2 identicon

Það koma auðvitað upp ótal spurningar varðandi siðferði og "stóra bróður" en það sem ég velti helst fyrir mér núna er hvort að lyfjaprófun þessi muni ganga yfir alla.  Þ.e. að yfirmenn fyrirtækisins verði prófaðir ásamt óbreyttum starfsmönnum en misnotkun á eiturlyfjum af ýmsu tagi er auðvitað ekki, þó síður sé, óþekkt vandamál á meðal hinna efnaðri.  Eini munurinn á þeim og hinum eru bara peningarnir og völdin.

rassgat.net (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 12:50

3 identicon

Bara, vegna þess að málið hefur áður komið inn á mitt borð, langar mig að setja hér inn fyrirspurn og svar vegna slíkra prófanna, sem um er rætt í frétt og bloggi, á lögregluþjónum þessa lands. Fyrirspurnin var send inn 8. janúar 2004 og svarið barst 13. janúar sama ár.

Til þeirra er málið varðar

Mig langar að senda inn fyrirspurn til ráðuneytisins varðandi fíkniefnaprófanir á lögregluþjónum, bæði almennum og öðrum innan rannsóknardeilda lögreglunnar.

Eru þeir einstaklingar, sem starfa sem lögregluþjónar og rannsóknarlögreglumenn, látnir gangast undir fíkniefnapróf? Ef svo, hve oft er það gert á ári og hvert er hlutfall þeirra sem mælast jákvæðir í þeim prófunum?

Ef þessi próf eru ekki gerð, á hvaða forsendum er þau ekki gerð og stendur til að leggja þær kvaðir á lögregluþjóna að gangast undir slík próf.

Með fyrirfram þökk,
Ólafur Skorrdal

Eftirfarandi svar fékk ég innan við viku frá því fyrirspurnin var send:


Sæll Ólafur.

Vísað er til fyrirspurnar þinnar til dómsmálaráðuneytisins varðandi fíkniefnaprófanir á lögreglumönnum, bæði almennum og öðrum innan rannsóknardeilda lögreglunnar.

Lögreglumenn eru ekki látnir gangast undir líkamsrannsókn vegna leitar að fíkniefnum. Til að lögreglan framkvæmi slíka rannsókn þarf að vera fyrir hendi rökstuddur grunur um lögbrot og gildir þá einu hvort sá einstaklingur er lögreglumaður eða ekki. Heimild til líkamsrannsóknar (líkamsskoðunar) grundvallast á 92., 93. og 96. gr. laga um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. Ekki er tilefni til að leggja þær kvaðir á lögreglumenn sem þú nefnir í fyrirspurn þinni. Fyrrnefnd lög er unnt að nálgast á vef Alþingis.

Bestu kveðjur


Guðmundur Guðjónsson
yfirlögregluþjónn
hjá ríkislögreglustjóranum

Ólafur Skorrdal (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 13:58

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég tel að fyrirtæki séu komin á hættulegar slóðir þegar það er orðin skylda að fara í lyfjapróf, ég spyr hvað næst?  Það vakna upp sömu spurningar og Þrymur var að tala um er það sjúkrasaga starfsmanns og fjölskyldu?  Hvað ætla menn að gera við þessar upplýsingar?  Hvaða fyrningarákvæði hvíla á þessum upplýsingum, geta fyrirtækið safnað upplýsingum úr rannsóknum sínum áratug aftur í tímann eða jafnvel lengur?

Óttarr Makuch, 28.12.2006 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband