Leita í fréttum mbl.is

Þorir þú ! ??

Já þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. 

Þegar maður er að skoða á blog.is skrif frá vinum, kunningjum og svo fólki sem maður þekkir bara alls ekki neitt þ.e bæði innslátt blog höfunda og athugasemdir annarra við færslum þá kemur það sérstaklega á óvart hve margir það eru sem ekki þora að segja til nafns heldur kjósa að rita skammstafanir eða fornöfn þegar í raun fólk ætti að skrifa fullt nafn eða blog heiti sitt hér á vefnum. 

Það er út í hött að vera skrifa misgáfulegar athugasemdir en þora ekki að segja frá hverjum þær eru.  Auðvitað geta blogfærslur hvers og eins (þar með talið mínar) verið misgáfulegar, skemmtilegar eða fræðandi en ég held að flestir hér séu nú fyrst og fremast að skrifa fyrir sjálfan sig sér til ánægju og skemmtunar. 

Ég hallast að þeirri skoðun að þeir sem ekki þora að segja til nafns séu akkúrat sömu týpurnar sem maður man eftir frá yngri árum.  Það er þeir sem sögðu aldrei neitt fyrr en þeir voru komnir nógu langt í burtu eða helst að gala út um glugga, þá gátu þeir haft skoðun á öllu og öllum, en ekki þegar þeir stóðu andspænis þeim eða því sem þeir vildu hafa skoðun á. 

Ég mæli með því að fólk sem ekki er skráð hér á blog.is að það skrifi fullt nafn þegar það skrifar athugasemdir næst !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

kvitt og gleðileg jól

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 22.12.2006 kl. 23:27

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei nei jóhamar, kom ekki nálægt því að reka þá upp í glugga, hefði aldrei dottið það í hug einu sinni.

Óttarr Makuch, 22.12.2006 kl. 23:30

3 identicon

Ég tel mig alls ekki þurfa að gefa þér upp fullt nafn og kennitölu þó að ég áskilji mér rétt til að slá inn athugasemdir á vefsíðu.  Þessi vefsíða, sem þú heldur úti, býður upp á það að fólk geti tjáð sig án þess að gefa upp fullt nafn og kennitölu.

Blessaður lokaðu bara á "no-name-scumbag's", eins og einn orðaði það svo greindarlega hér að ofan, ef það er það sem þú kýst.  Þitt er valið enda er síðan þín.

Gísli (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 23:33

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég þori.kvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.12.2006 kl. 23:58

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þor' ég, get ég, get ég, vil ég? Já ég þori get og vil..............

Eiður Ragnarsson, 23.12.2006 kl. 04:06

6 Smámynd: TómasHa

Þetta er nú kannski ekki svo einfalt að menn loki bara á þessa hluti.  Men vilja halda umræðinni opinni og aktívri, án þess að einhverjir asnar séu að eyðileggja það.  

Það er bara lágmarks kurteisi að skrifa undir nafni.

TómasHa, 23.12.2006 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband