Leita í fréttum mbl.is

Ráðherra að leik

gudniRakst á þessa frétt í fréttablaðinu í gær, spurningin er skyldu sumir vera orðnir eitthvað óvissir með framtíðina Wink
Vísir, 20. des. 2006 16:30

Rammíslensk rödd ráðherrans

„Já, hélstu kannski að einhver væri að herma eftir mér?" spyr Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.
Margir þeir sem fylgdust með heimildarmynd Egils Eðvarðssonar um ferð Frummanna til Bandaríkjanna, til að taka upp plötu sína, í Ríkisútvarpinu á mánudagskvöld, ráku upp stór eyru þegar þulurinn tók til máls. Kunnugleg rödd en úr allt öðru samhengi. Svo kunnugleg að ekki fór á milli mála hver las. Þar var Guðni lifandi kominn.
„Já, þeir vildu rammíslenska rödd til að túlka ferðalag Frum-manna vestur um haf. Þeir leituðu bara til mín og ég vildi gera þetta fyrir þá. Þjóðarsnillingar miklir og ég lét á þetta reyna."
Guðni segist vera aðdáandi Stuðmanna, reyndar var ekki betur að heyra en Guðna þætti þessi spurning hin sérkennilegasta.
„Þetta eru snillingar. Eilífðarsnillingar. En, já, þetta er frumraun mín á þessu sviði," segir Guðni.
Ráðherra gerir ekki ráð fyrir því að hann muni leggja þularstörf fyrir sig í framtíðinni þó vel hefði til tekist.
„Jújú, það er kannski ágætt að eiga einhverja öryggisbáta. Ég gat ekki neitað þessum ágætu drengjum um að verða við þessari furðulegu bón. En mér fannst þetta skemmtilegt verkefni."
Textinn sem Guðni las var tekinn upp í Efstaleiti. Og ekki höfðu þeir Frummenn fyrir því að bjóða ráðherra borgun fyrir starfið.
„Nei, þeir nefndu ekki peninga. Og ég spurði ekki um peninga."- jbg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Snilld. Horfði einmitt á þennan hátt, var einmitt í fyrstu að velta fyrir mér hvort þetta væri guðni.  Fyndið. 

TómasHa, 21.12.2006 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband