Leita í fréttum mbl.is

Misnotkun á kerfinu !

Ég átti spjall við einstakling ekki alls fyrir löngu sem gerði mig algjörlega kjaftstopp!  Hvernig stendur á því að engir stjórnmálaflokkar, engar stofnanir nú eða engir einstaklingar taka á þeim málum sem lúta að misnotkun á kerfinu okkar!  Það er algjörlega ólíðandi í nútíma samfélagi að fólk skuli vera að skrá sig úr sambúð eða það sem verra er að slíta hjónabandi og skilja til þess að hagnast á því.  Hvers vegna eru engir sem vilja taka á þessum málum ?  Þessi ágætis maður sem ég ræddi við er til að mynda skilin við frúnna en þau búa að sjálfssögðu enn saman en hagnaðurinn við skilnaðinn sagði hann að væri í kringum 700-800.000 á ári þegar allt væri týnt til, getur þetta bara staðist?  Ég hef ekki tekið þessar tölur saman en það gæti verið athyglisvert að skoða þetta frekar, svona við tækifæri.  Þessi ágæti einstaklingur borgar t.d. fyrir börnin sín á leikskóla líkt og um væri að ræða einstæða foreldra, sama gildir auðvitað um barnabætur sem eru hærri til einstæðra foreldra. 

Ég vil láta taka á þessum málum í eitt skipti fyrir öll, svo að misnotkun á kerfinu líkt og virðist vera í gangi í stórum mæli hér í dag verði eytt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

En með hvaða hætti er best að taka á vandanum? Það mætti, til dæmis, ímynda sér að þetta flokkist undir einhvers konar "ómeðvitað" Civil Disorder þar sem að kerfið er fjandsamlegt fjölskyldu og hjónabandi. Væri ekki vert að skoða hvort þar sé eitthvað sem þarf að laga og bæta?

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 18.12.2006 kl. 21:41

2 Smámynd: TómasHa

Þetta er alveg hárrétt, maður hefur svo oft séð að fólk er að stunda svona hluti.  Ótrúlegt hvað fjölskyldufólk fær bágt fyrir að gera allt rétt.

TómasHa, 18.12.2006 kl. 22:01

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Manni hefur oft blöskrað hvernig hjónafólki er refsað. Eitthvað mikið er að þegar fólk skilur til þess að græða. Satt segir þú það þyfti að taka á þessum málum. 

Svo annað.

Ég er svo ógurlega gamaldags að ég vil ekki skilja við minn mann til þess að græða á því. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.12.2006 kl. 11:43

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er ekki gamaldags en ég hef ekki heldur hugsað mér að skilja við kellu til þess að fá nokkrar aukakrónur í vasan.  En þetta er hinsvegar réttlætismál sem þarf að laga.

Óttarr Makuch, 19.12.2006 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband