Leita í fréttum mbl.is

34 mínútur í dauðateygjunum

mynd
Angel Diaz,
Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvað það sé sem réttlætti dauðarefsingar, hvað gefur okkur það vald að taka manneskju af lífi!? 
´
Eins og sjá má þá er ég á móti dauðarefsingum og það sem meira er þá er ég andvígur þeim í öllum tilfellum.  Ég get ekki séð hvernig nokkur maður getur tekið sér það vald sem aðeins guð almáttugur hefur, nú eða sá aðilli sem ræður ríkjum í þeirri trú sem menn og konur iðka.
Ég sá á Vísir fréttina hér fyrir neðan og þá vaknar upp sú spurning hvor aðillinn er betri, sá sem fremur hrottalegan glæp á götum úti eða þessi böðull sem framkvæmdi aftökuna á Angel Diaz?  Á einhver skilið slíkan dauðdaga,
ég bara spyr !?
Vísir, 15. des. 2006 21:49

Lyfin láku úr æðunum

Ónákvæmni í stungu sprautunnar leiddi til rúmlega hálftíma langs dauðastríðs dauðadæmds fanga. Niðurstöður krufningar leiddu í ljós að sprautunálinni var stungið í gegnum æðarnar í bæði skiptin sem maðurinn var sprautaður og þannig láku lyfin út fyrir æðarnar. Flestir deyja á örfáum mínútum eftir slíka sprautu

Flórídaríki stöðvaði allar aftökur um óákveðinn tíma eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir.

Hæstaréttardómari í fylkinu sagði í kvöld að löggjöfin um það að dauðarefsingum skuli framfylgt með þessum hætti sé meingölluð og standist ekki stjórnarskrá. Hann sagði hins vegar að ekki þyrfti endilega að hætta við sprauturnar, löggjöfina mætti lagfæra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er sammmála þér Óttarr.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.12.2006 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband