Leita í fréttum mbl.is

Greinapróf fyrir alla verkfræðinema - STRAX - takk fyrir !

verkfræðingurEr ekki allt í lagi með þetta fólk.  Hvað fær verkfærðinema við háskólann til þess að setja svona upplýsingar inn á heimasíðu sína, ég geri ráð fyrir að hún sé ekki vistuð á heimasvæði háskólans.
Ég held svei mér þá að það ætti að taka þennan pilt í sálfræðigreiningu og kanna hvort ekki séu allar síður til staðar! Angry og hana nú! 
Vísir, 14. des. 2006 18:30

Verkfræðinemar leiðbeina um sprengjugerð

Ítarlegur leiðarvísir á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað hefur verið öllum aðgengilegur á heimasíðu verkfræðinema í Háskóla Íslands. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir ótrúlegt að til sé fólk sem birti svo háskalegar upplýsingar.

Í saklausri leit að kökuuppskrift gúglaði maður saltpétur á netinu og rakst þá á þessa ítarlegu handbók á íslensku um sprengjur.

Í handbókinni er farið yfir sprengiefni, meðal annars er sagt frá áburði sem notaður var til að sprengja byggingu í Oklahóma og drap 168 manns. Eins og segir í handbókinni íslensku þá rústaðist byggingin þannig að öll framhliðin sprengdist í tætlur.

Þarna eru líka nákvæmar leiðbeiningar um hvernig eigi að búa til rörasprengju og fjarri því að fólk sé hvatt til að láta sprengjugerð vera - þvert á móti - þar segir : þegar þú sprengir reyndu þá að snúa töppunum frá þér.

Og svo er farið yfir einfaldan kveikibúnað fyrir sprengjur, t.d. hvernig þú getur útbúið kveikjubúnað með fjarstýrðum bíl - nú eða tímasprengju með vekjaraklukkunni þinni.

Óvíst er að foreldrar séu verkfræðinemanum þakklátir svona rétt fyrir gamlárskvöld þegar krakkar eru líklegri en á öðrum árstímum til að fikta við sprengjugerð í óvitaskap sínum. Sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni segir ótrúlegt að til skuli vera fólk sem birti upplýsingar af þessu tagi á netinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég held að þessir ágætu einstaklingar sem sett þetta inn ættu að skoða myndir sem eru hér: http://frontpage.simnet.is/arsol/frettir.htm

Þetta ætti að vera nóg til að gera menn afhuga svona heimskupörum.

Eiður Ragnarsson, 15.12.2006 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband