Leita í fréttum mbl.is

Jólasveinarnir

 

jólasveinar 01

 

Segja vil ég sögu

af sveinunum þeim,

sem brugðu sér forðum

í bæina heim.

 

Þeir uppi á fjöllum sáust,

- eins og margir veit, -

í langri halarófu

á leið niður í sveit.

 

Grýla var þeirra móðir

og gaf þeim tröllamjólk,

en pabbinn Leppalúði,

- það var leiðindafólk.

 

Þeir jólasveinar nefndust,

- um jólin birtust þeir.

Og einn og einn þeir komu,

en aldrei tveir og tveir.

 

Þeir voru þréttán,

þessir heiðursmenn,

sem ekki vildu ónáða

allir í senn.

 

Að dyrunum þeir læddust

og drogue lokuna úr.

Og einna helzt þeir leituðu

í eldhúsi og búr.

 

Lævísir á svipinn

þeir leyndust hér og þar,

til óknyttanna vísir,

ef enginn nærri var.

 

Og eins, þó einhver sæi,

var ekki hikað við

að hrekkja fólk - og trufla

þess heimilisfrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Snilldarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Frændi minn gaf mér þessi kvæði í jólagjöf þegar ég var 10 ára. Sú bók er nærri lesin upp til agna. Í fyrra keypti ég nýja. Við lásum þetta fyrir synina þegar þeir voru litlir og nú fyrir barnabörnin.  Alltaf fyirir jólin. Nú finn ég hvoruga bókina. Kanski að jólasveinarnir séu að stríða mér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2006 kl. 20:20

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er sammála þessi kvæði eru ómissandi yfir jólahátíðirnar, ég ætla að setja inn svo fyrir hvern jólasvein fyrir sig næstu daga, mér og öðrum til skemmtunar.

Óttarr Makuch, 11.12.2006 kl. 20:30

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mun áræðanlega  líta inn og lesa kvæðin.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2006 kl. 20:58

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta á að vera skyldueign á hverju einasta heimili, þetta var til á mínu heimili þegar ég var að vaxa úr grasi og er 8 ára gömul dóttir mín að lesa þetta upp til agna.

Eiður Ragnarsson, 12.12.2006 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband