Leita í fréttum mbl.is

Helgin

Það er óhætt að segja að maður hafi haft nóg að gera um helgina.  Á laugardagskvöldið fórum við á jólahlaðborð á Hótel Borg (silfri).  Það er aðeins til eitt orð yfir jólahlaðborðið það...... STÓRKOSTLEGT, boðið var upp á ýmislegt sem maður á kannski ekki að venjast á jólahlaðborðum eða annarsstaðar s.s. kengúrukjöt og dádýrakjöt, hvoru tveggja var skemmtileg nýjung sem gaman var að smakka.  Skemmtidagskráin var heldur ekki af verri endanum, þar voru þeir félagar Bergþór Pálsson og Helgi Björns sem tóku nokkur vel valin lög, reyndar hefði ég vilja heyra 1-2 jólalög en það er nú einu sinni svo að maður fær ekki allt sem maður vill Smile

Endilega skoðið matseðilinn hjá þeim á Hótel borg  www.hbveitingar.is

Á sunnudeginum fórum við eins og sagt er frá í fyrra bloggi að höggva jólatré í Brynjudal og þegar heim var komið var húsfrúin á heimilinu byrjuð að elda kalkún fyrir kvöldið, enda vorum við með 11 manns í mat og drykk.  Það var komið að fyrsta jólaboðinu á þessu herrans ári 2006.  Buðum við uppá fylltan kalkún með öllu tilheyrandi og svo ís og marssósu á eftir.  Gómsætt og skemmtilegt kvöld þar á ferð.  Það er alltaf gaman þegar fjölskyldan er saman kominn til þess að gleðjast enda eru þar á ferð mestu gleðistundirnar sem maður á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefur verið frábær helgi hjá ykkur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2006 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband