Leita í fréttum mbl.is

Breiðholtið kemur verst út í könnun - Er það R-Listanum að kenna?

offitabarna
Það er óhætt að segja að fyrirsögnin kemur ekki á óvart þegar Breiðholtið á í hlut! 
Fjölmiðlar virðast alltaf vilja gera eitthvað krassandi úr hlutunum ef það snertir Breiðholtið á neikvæðan hátt en ef það eru jákvæðar fréttir úr Breiðholtinu þá eru þær yfirleitt hunsaðar.   Það sem vekur athygli mína við þessa könnun er fyrst og fremst hver tilgangur hennar er!  Hver er tilgangurinn að bera saman kílófjölda barna og póstnúmer?  og svo kílófjölda barna og menntunarstig foreldra?  Getur einhver svarað mér því og þá helst í stuttu máli ?!

Ég velti því fyrir mér hvað á að gera við niðurstöðu könnunarinnar, er ætlunin að Íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar og íþrótta- og æskulýðsdeild Menntamálaráðuneytisins fari nú á fullt að skipuleggja íþróttastarf upp á nýtt í Breiðholtinu?  Er ætlunin að auka fé til íþróttamála í Breiðholti? eða er ætlunin að hækka póstnúmerin í Breiðholtinu svo þetta komi betur út Wink?

Nú er það svo að það eru starfandi þrjú öflug íþróttafélög í Breiðholtinu þ.e. ÍR, Leiknir og Ægir, reyndar er skákfélagið Hellir líka starfrækt í þar en ég geri ráð fyrir að fólk fái ekki mikla líkamlega þjálfun þar þó einhver sé.  Öll vitum við að íþróttafélög í Breiðholtinu hafa fengið að sitja á hakanum síðasta áratuginn, er þetta ein af slæmum afleiðingum R-listans þ.e að börnin í Breiðholti eru orðin of þéttholda?  En nú er bjartari tíð framundan nýr meirihluti virðist hafa vitað hvar Breiðholtið var að finna miðað við Grettistakið sem tekið var í sumar með hreinsunarátakinu.   

Ég skora á stjórn ÍTR að sjóða saman átak fyrir börnin í Breiðholtinu jafnframt að stórauka fjárframlög til íþróttamála á svæðinu svo hægt verði að snúa vörn í sókn og hefja forvarnarstarf áður en það verður um seinan.

 

Fréttablaðið, 05. des. 2006 02:45

Breiðholtið kemur verst út í könnun

Niðurstöður úr nýjum rannsóknum á þyngd barna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 6 til 14 ára benda til þess að tengsl séu á milli offitu barna og félagslegrar stöðu foreldra þeirra.

Tíðni offitu er hærri í hverfum þar sem menntunarstig foreldra barna er lágt en í hverfum þar sem menntunarstig er hærra.

Skólar í Breiðholtinu, Kópavoginum og Árbænum koma verst út, með tíðni offitu um og yfir 30 prósent, en skólar í Hlíðahverfi, Fossvogi, Seltjarnarnesi og Grafarvogi koma best út, með tíðni offitu á milli 13 og 14 prósent.

Það er líka einkennilegt að sjá í greininni þegar talað er um að offita barna í Breiðholti, Kópavogi og Árbæ sé um og yfir 30%, ég get ekki séð í þessari tölfu hér fyrir ofan að hún fari nokkrum sinnum yfir 30% heldur hangir í 29%.  Svo mætti einnig benda skýrsluhöfundi á að Breiðholtið skiptist í þrjú hverfi, þau eru Fella- og Hólahverfi, Skóga- og Seljahverfi og Bakka- og Stekkjahverfi..... ekki Efra-Breiðholt og Mjódd (bara svona til þess að hafa staðreyndirnar á hreinu)
Hægt er að skoða niðurstöðurnar á vefsíðu Heilsugæslunnar í Reykjavík,
www.heilsugaeslan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband