Leita í fréttum mbl.is

Fréttatilkynning frá formönnum Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík

Set hér inn fréttatilkynningu sem send var út í fyrradag af fjórtán formönnum sjálfstæðisfélaga í Reykjavík. 

Fréttatilkynning
Frá formönnum Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík


Undirritaðir formenn Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir fullum stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann.
Við lýsum  furðu okkar á þeim málatilbúnaði sem verið hefur í kringum fjáraflanir á vegum Sjálfstæðisflokksins og því hvernig nafn Guðlaugs  Þórs Þórðarsonar hefur verið dregið inn í þá umræðu.
Það liggur fyrir hverjir tóku á móti umræddum styrkjum og hverjir samþykktu þá af hálfu flokksins.
Þáverandi forysta Sjálfstæðisflokksins bar ábyrgð á því að styrkirnir voru samþykktir.
Guðlaugur Þór Þórðarson kom þar hvergi nærri  og því hljóta að vera annarleg sjónarmið að baki því að draga hann inn í þá umræðu.


Við hvetjum nýkjörna flokksforystu til að leiðrétta þann rógburð sem Guðlaugur Þór hefur orðið fyrir í fjölmiðlum síðustu daga.

Benedikt Geirsson
Björn Gíslason
Fanney Birna Jónsdóttir
Hafsteinn Valsson
Hólmar Þór Stefánsson  
Jón Arnar Tracey Sigurjónsson
Jón Kári Jónsson
Kári Sölmundarson
Ólafur Rúnar Jónsson
Óttarr Guðlaugsson
Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir
Sigurður Pálsson
Theodór Bender
Torfi Kristjánsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðjónsson

Sæll, og gleðilega páska. Það vekur upp spurningu hví þetta ágæta fólk ályktar um málið á svo afgerandi hátt þegar það er á borði formanns til meðferðar. Væri ekki að öllu leiti betra að gefa honum svigrúm og vinnufrið til að ljúka málinu....

kveðja,  Geir Guðjónsson.

Geir Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 11:46

2 identicon

Eins og Bjarni Ben sagði í sjónvarpinu að þessir styrkir hefðu aldrei átt að komast í bækur Flokksins.  Þá datt manni í hug að hann meinti að þeir hefur átt að fara í einhverja leynisjóði eins og Kohl og félagar Sjallanna gerðu í Þýskalandi.

Þetta er nú svakalega slæmt fyrir þjóðina að svona skuli koma upp og menn ætli ekki að láta þá sem bera ábyrðina komast hjá að taka hana.  Sjallarnir verða sér og landinu til skammar nú þegar allur heimurinn fylgis með öllu sem gerist hér. 

Rúnar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:01

3 identicon

Finnst ykkur engin siðblinda ver í þessu dæmi?

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:56

4 identicon

Ánægjulegt að sjá þessa samstöðu og greinilegt að Guðlaugur Þór nýtur  fyllsta trausts formanna og félaga í Reykjavík.

Karitas (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband