Leita í fréttum mbl.is

Guðlaugur Þór hefur dug og kjark sem þarf til þess að gera breytingar

3-gulliÞað hljóta að hafa verið erfiðir dagar undanfarið hjá Guðlaugi Þór, heilbrigðisráðherra.  Það er ekki auðvelt verk að ætla sér að stokka upp í rótgrónu heilbrigðiskerfi okkar landsmanna. 

Flest allir geta tekið undir með Guðlaugi Þór að breytinga er þörf í heilbrigðiskerfinu.  Breyta þarf áherslum og starfsemi kerfisins.  Síðan Guðlaugur tók við ráðherraembætti hefur hann sett sig vel inn í málaflokkinn og unnið hörðum höndum við skipulagningu m.a nýrrar heilsustefnu sem ber heitið Heilsa er allra hagur, stefnuna má finna á heimasíðu ráðuneytisins.  Hann hefur einnig unnið að endurskipulagningu heilbrigðisþjónustunnar með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu, auka hagkvæmni í rekstri og tryggja starfsemi heilbrigðisstofnana. 

Samkvæmt vef heilbrigðisráðuneytisins þá verða megin breytingar sem varðar spítalarekstur á Höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess eftirfarandi:

  • St. Jósefsspítala-Sólvangi verður alfarið falið hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna
  • Sérfræðingum og fagfólki, sem þar hafa gert skurðaðgerðir, verður boðin aðild að því að byggja upp        skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum 
  • Meltingarsjúkdóma - og lyflækningadeild verður tengd starfsemi á Landspítalans og hin góða reynsla af göngudeildarstarfsemi á St. Jósefsspítala þróuð með sérfræðingum þaðan
  • Landspítalinn mun yfirtaka skurðstofurekstur á Selfossi
  • Vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Keflavík verða lagðar af


Einnig verður farið í breytingar á landsbyggðinni.  Breytingarnar fela í sér verulega einföldun stjórnsýslu stofnana með sameiningu þeirra og ákvörðun um stóraukna samvinnu þeirra. Er þetta meðal annars gert í framhaldi af setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi fyrir rúmu ári.

Þetta eru helstu breytingarnar á landsbyggðinni:

  • Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu Sjúkrahússins á Akureyri, sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands og mun m.a.  taka við hlutverki ráðuneytisins varðandi samning um heilsugæsluna á Akureyri
  • Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi verða sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi
  • Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem jafnframt tekur við umsjón með samningi sem í gildi er milli Heilbrigðisstofnunarinnar á Höfn í Hornafirði og heilbrigðisráðuneytisins
  • Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sameinast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem hefur höfuðstöðvar á Ísafirði
  • Aukið verður enn frekar samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkrahússins á Akureyri

Einfaldari stjórnsýsla, hagkvæmari rekstur og aukin samvinna stofnanna er talin geta dregið verulega úr útgjaldaaukningunni sem er staðreynd varðandi þær stofnanir sem hér eiga í hlut, en markmið breytinganna er að slá skjaldborg um og tryggja kjarnastarfsemi þessara mikilvægu stofnana á sviði heilbrigðismála á erfiðum tímum.

Flest erum við þannig gerð að við viljum sem fæstar breytingar í nærumhverfi okkar.   Við getum hinsvegar oft ef ekki yfirleitt fagnað róttækum breytingum sem gerðar eru annarsstaðar en hjá okkur.  Þær breytingar sem Guðlaugur Þór er að gera núna eru vissulega róttækar breytingar en þær eru þarfar.  Þess vegna megum við ekki láta fáa hagsmunaaðila spilla fyrir annars góðum og þörfum breytingum.

Ef við tökum sem dæmi starfsemi St. Jósefsspítala-Sólvangi, þar er verið að sérhæfa stofnunina í öldrunarþjónustu líkt og Sólvangur hefur sinnt í gegnum árin.  Önnur þjónusta færist á Suðurnesin eða á aðra spítala höfuðborgarsvæðinsins.  Öllu starfsfólki hefur verið boðið að starfa áfram en á breyttum vinnustöðum.  Fyrir þá sem búsettir eru í Hafnarfirði þá er álitamál hvort það sé betra að aka niður á Landsspítala eða suður með sjó í Reykjanesbæ, líklega er það jafn langur tími á annatíma í umferðinni.  Það verður áfram starfsemi í St. Jósefsspítala-Sólvangi því þar verður öldrunarþjónusta, er það svo slæmt?  Ég tel ekki svo vera.

Við eigum að fagna þeim breytingum sem komið hafa fram hvort heldur sem er hér í höfuðborginni eða úti á landsbyggðinni.  Við eigum að vera óhrædd við breytingar og eigum þess í stað að fagna því að loksins er kominn ráðherra í heilbrigðismálin sem hefur dug og kjark til þess að gera nauðsynlegar breytingar.  Mín ósk er sú að hann taki enn betur til í heilbrigðiskerfinu því þess er ekki vanþörf og hægt er að nefna mörg dæmi um réttmæta hagræðingu á þeim vettvangi.


mbl.is Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú ert bara komin á mála hjá Pétri Blöndal!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.1.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband