Leita í fréttum mbl.is

Er einhver eftirlitsaðili eða stofnun sem sinnir starfi sínu?

Ég er nú alvarlega farinn að hugsa um hvort það sé einhver eftirlitsaðili eða eftirlitsstofnun sem er í raun að sinna starfi sínu.  Hvað hafa þessar stofnanir verið að gera undanfarna mánuði eða öllu heldur undanfarin ár?

Hvernig getur það gerst að bílaleigubifreið er ótryggð í útleigu eða öllu heldur ótryggð yfir höfuð?  Í fréttinni segir að mál hennar séu nú til rannsóknar, hvar hafa eftirlitsaðilar verið??

Ríkisskattstjóri er að athuga hverjir séu raunverulegir eigendur um 300 stærstu hlutafélaga hér á landi, samkvæmt fréttum í dag.   Er þetta ekki eitthvað sem ríkisskattstjóri ætti að vera með nú þegar?

Fjármálaeftirlitið hefur ekki unnið vinnuna sína undanfarin ár eins og sést hefur síðustu vikur og mánuði.  Spurningin er í raun hvar maður ætti að byrja á þeirri upptalningu sem fjármálaeftirlitið hefur ekki sinnt skyldum sínum.  Staða íslensku bankanna, rannsókn KPGM á Glitnir.  Forstjórinn virðist hinsvegar vera fullkunnugt um hve marga frídaga hann á enda búinn að vera í fríi frá því fyrir jól, þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir í þjóðfélaginu.

Eftirlit í byggingariðnaði hefur verið ábótavant síðustu ár ef nokkurt.  Verktakar virðast hafa fengið að byggja án athugasemda og hver sem er getur líklega orðið byggingarstjóri yfir nýbyggingum enda er það með öllu marklaus ábyrgðartitill.

Samkeppniseftirlitið, hefur verið sofandi og sinnt sínum skildum bæði hægt og ílla.  Mál sem komið hafa til kasta stofnunarinnar hafa dregist á langinn og lítið sem ekkert komið út úr þeim.  Líklega er nærtækast að rifja upp mál olíufyrirtækjanna.

Hér að ofan eru reyndar aðeins taldar örfáar af þeim eftirlitsaðilum og stofnunum sem eiga að sinna skildum sínum, landi og þjóð til heilla. 

Það er einfaldlega kominn tími á endurskipulagningu í þessu kerfi með eitt markmið, gera kerfið skilvirkara. 


mbl.is Bílaleigubílar reyndust ótryggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ef það er satt að forstjóri FME hafi verið í fríi í hálfan mánuð þá á umsvifalaust að reka hann - hvort sem hann hefur átt þessa frídaga inni eða ekki.  Hann átti e.t.v. að fá frí jóladagana, búið!     Það á ekki bara að reka hann heldur veita honum áminningu og tryggja að hann fái ekki eftirlaun eða annað sem starfinu fylgja.    Djöf... hrægammar og afætur allstaðar - fyrirgefðu orðbragðið.   

Ragnar Eiríksson, 5.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Óttarr minn, svarið er einfalt við spurningu þinni.

NEI.

Spurning hvort nýskipan í ríkisrekstri er kannski aðeins of þ.e. umboðskeðjan rofnar og ábyrgðin þynnist út. Það ber enginn ábyrgð hvort sem eru embættismenn eða aðrir, því miður!

Meira að segja Sigurður Lindal lagaprófessor telur vart þurfa að minnast á lög um ráðherraábyrgð því þau séu óvirk!

Ja hérna hér!

Vilborg G. Hansen, 5.1.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við sammála Óttarr,það er svona óstjórn á flestum stofunum/ein er þó mikil undantekning það er Flugmálstjórn og Flámálastjórar,það er mikið og góð stjórnun/þá svo launamálin hafi verið þras/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.1.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flugumferðastjórar átti þetta að vera/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.1.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband