3.1.2009 | 20:50
10, 100, 1.000 eða 10.000 manns - bíddu eða gleymdi ég að telja 1 eða 2, berst að byrja aftur !
Það hefur á köflum verið borslegt að fylgjast með fréttaflutningi af þeim mótmælum sem hafa verið undanfarið því á meðan skipuleggjendur mótmælana telja að á svæðinu hafi verið þúsundir mótmælenda þá hefur lögreglan talið að um mun færri hóp mótmælenda hafi verið að ræða. Líkt og við Hótel Borg á gamlársdag sagði lögreglan að um 150 til 200 manna hóp hafi verið að ræða á meðan vinstri grænir töldu að þarna hafi verið um 500 til 600 manns hafi verið á svæðinu. Sama á við um mótmælin nú í dag á Austurvellinum þar sem skipuleggjandinn taldi sig sjá þúsundir manna þá sagði lögreglan að um 1500 til 2000 manns væru á svæðinu. Spurningin er hvor aðilinn skyldu hafa meiri reynslu á "talningu" í miðbæ Reykjavíkur? Líklega lögreglan þar sem hún hefur mikla reynslu í talningu eða ágiskun á fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur.
Það er spurning hvort ekki þurfi að kalla fram manninn með bestu molanna, Finn Ingólfsson stjórnarmann Frumherja, þeir gera sig einu sinni út fyrir að vera með löggildingar, þeir hljóta að geta soðið saman löggilda talningu fyrir landann og ekki væri nú verra að sjálfur Finnur Ingólfs geti nú grætt örlítið á löggildingunni.
En varðandi mótmælin í dag á Austurvellinum þá get ég ekki annað en tekið að ofan fyrir Herði Torfa fyrir það að mótmæla mótmælendunum sem mótmæla andlitbirtingu og mótmæla því að mótamæla með óhulið andlit við mótmæli, brátt verður það líklega þannig að mótmælendur fari að mótmæla sjálfum sér og saman standa þeir svo mörg þúsund manns að mótmæla mótmælum vegna mótmæla.
Hinsvegar hef ég ákveðið að mótmæla að barn sé selt á mótmælum líkt og um gripasölu væri að ræða, þar sem barn er látið fara fram með skoðanir foreldra sinna eftir að búið er að hlíða barninu vel og vandlega yfir. Slíkt er vitanlega ekki eðlilegt enda afar ósmekklegt af foreldrum að ota barni sínu svona fram til þess að reyna fanga athygli fjölmiðla.
.
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2009 kl. 20:58
Sæll Óttarr og gleðilegt ár, gleymir þú ekki því mikilvægasta, þegar lögreglan telur, mannfjölda sem yfirvöld og stjórnvöld hafa velþóknun á þá eru háar tölur á boðstólum´. Mannfjöldi sem þeim líkar ekki, fær undantekningarlaust mikið lægri tölur.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.1.2009 kl. 21:03
Nei Ari, ég hef einfaldlega meiri trú á lögreglunni en svo, ég trúi því að lögreglan horfi á sannleikann ofar öllu enda hef ég ekki í gegnum tíðina séð ástæðu til annars.
Óttarr Makuch, 3.1.2009 kl. 21:18
Ég er sammála þér Óttarr, þetta eru oft skemmtilegar tölur sem maður heyrir. Ég er eitt af þeim sem hef sótt þessi mótmæli, hef farið á öll nema eitt ef ég man rétt. En hingað og ekki lengra ég mun ekki mæta aftur! Nú hafa þessi mótmæli náð botninum þegar það þarf að stilla upp 8 ára barni til þess að reyna kalla á sem besta athygli.
Hörður Torfason, þú ættir að skammast þín!!
GJG (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:13
Viljið þið gjöra svo vel að gera ekki lítið úr manneskju með skoðanir, þó hún sé ekki nema átta ára. Hún Dagný kom þarna fram með sínar skoðanir, ekki foreldra sinna, og það er mikill hroki fólginn í því að gera ráð fyrir því að börn hafi engar skoðanir. Þau eru jú fólikð sem sarf að borga brúsann.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 23:36
Það má alls ekki túlka skoðanir mínar sem svo að ég sé að gera lítið úr skoðunum barnsins, enda hef ég hvatt mín börn til þess að mynda sér sína eigin skoðun og standa á henni.
Hinsvegar finnst mér það afar óeðlilegt að 8 ára gamalt barn sé sett í þá aðstöðu sem þessi telpa stóð frammi fyrir í dag. En það snýr ekki að henni sem persónu heldur 8 ára gömlu barni.
Óttarr Makuch, 4.1.2009 kl. 00:25
mega börni sumsé ekki tjá sig?
fólkstalningar eu engin eldflaugavísindi og Hörður getur talið jafnvel og aðrir.
Brjánn Guðjónsson, 4.1.2009 kl. 01:20
Brjánn, þú ert að slíta ögn úr samhengi, það er enginn að segja að börn megi ekki tjá sig, fyrir alla muni mega þau tjá sig eins og þau vilja. Spurningin er því sú hvort það sé rétt að láta 8 ára gamalt barn tala á mótmælendafundi, en vitanlega er það ákvörðun foreldra og eins og í svo mörgu þá er fólk með mismunandi skoðanir. Mín skoðun er sú að ég tel þetta afar óeðlilegt en aðrir eru á þeirri skoðun að þetta sé hið besta mál. Við getum þá allavega verið sammála um eitt og það er að við séum ekki sammála.
Hvað talninguna varðar þá vitanlega eru þetta ekki stórvísindi, en fólk þarf að vera glöggt til þess að geta giskað á fjöldann, sama hver tekur það hlutverk að sér.
Óttarr Makuch, 4.1.2009 kl. 01:59
Sæll óttarr..ég get ekki orða bundist yfir þessari tilraun til að draga þetta niður í svaðið, það er mér til stórkostlegs efa að barninu hafi verið hótað þvingað eða mútað til að flytja þá ræðu sem hún flutti, sannfæringarkraftur og réttlætiskennd skein einfaldlega of sterkt í gegn,dæmin og samlíkingarnar sem hún notaði voru úr hugarheimi barns en ekki fullorðnum pólítísks þennkjandi einstaklings.þessi tilraun ykkar sjálfstæðismanna til að gera þetta tortryggilegt er í hæðsta máta ógeðfellt í alla staði. er það algerlega óhugsandi að barnið sé meðvitað um samfélag sitt? er útilokað að hún geti myndað sér skoðun á því sem á henni dynur daginn út og inn, kreppa,atvinnuleysi,mótmæli,uppsagnir. börn tala saman í skóla og miðla því sem í gangi er hjá fjölskyldum þeirra "pabbi minn er búinn að missa vinnuna,já líka mamma mín...eitthvað sem heitir kreppa, það voru kerfiskallar og pappírsmenn sem bjuggu víst hana til"
að fara niður á þetta plan óttar er viðurstyggð, og það að ráðast á málflutning barnsins lýsir innræti sumra sjálfstæðismanna...þið vílið ekki fyrir ykkur að beita barni fyrir ykkur á einn eða annan hátt til að ráðast á pólíska andstæðinga, skömminn liggur hjá ykkur en ekki mótmælendum.
þetta er að skrapa botnin á lágkúruni.
Sigurður H (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 07:34
Þetta er þörf umræða þó svo persónan sjálf skipti engu máli. Barnið hefði aldrei átt að vera sett í ræðustól, svo einfalt er það.
Sigurlaug (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:56
Barnið vildi þetta, barnið vildi þetta !!!!!!
ef þið eruð að labba með börnin ykkar á gagnstétt við miklubrautina á háannatíma.... leyfið þið þá barninu ykkar að hlaupa yfir götuna... bara af því að það VILL ÞAÐ????
Eitt æðsta hlutverk foreldra er að vernda börn sín gegn utanaðkomandi hættum á meðan þau eru börn.... Og þar með talið að vernda þau gegn aðstæðum sem þau hafa nákvæmlega enga burði til að höndla. Og EF foreldrar verða þess áskynja að börninséu að velta sér uppúr kreppunni, þá er það SKYLDA þeirra að róa börnin og fá þau til að glíma við úrlausnarefni sem hæfa aldri þeirra og þroska.
Ég las einhverstaðar það þessi stúlka hafi verið farin að tjá sig um BUSH og hans lið fyrir nokkrum árum síðan!!!!!!!!
Common foreldrar passiði ykkur. aðgát skal höfð í nærveru sálar og börnin læra þaðsem fyrir þeim er haft.... þau eru eins og svampar og ALLT sem foreldrar þeirra segja er SANNLEIKUR í þeirra huga.... EKKI fokka í heila barnana okkar... leyfum þeim að vera börn í friði.
Stebbi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:19
Varðandi fjöldann... má geta þess að austurvellir eru rúmir 4000 fermetrar....
og ef við reiknum með að hver og einn hafi uþb 1 fermeter fyrir sig þá er hægt að troða 4000 mans á austurvöll. myndirnar á þessari frétt http://visir.is/article/20090103/FRETTIR01/491278069
Sýna svart á hvítu (í lit) að hver og einn hefur MIKLU meira en fermeter upp við sviðið og því fær sviðiun því gisnara.. úti við alþingishúsiði var eiginlega engin ( en það er samt inn í þessum 4000 fermetrum.)
Ég met að það hafi ekki verið fleiri en 1000 þarna og sennilega mun færri.... ískaldar staðreyndir
stebbi (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.