Leita í fréttum mbl.is

Fámennur hópur, meðalgreinda einstaklinga

Alveg er þetta merkilegt að fámennur hópur einstaklinga, sem ég leyfi mér að kalla meðalgreindra einstaklinga skuli geta leyft sér að eyðileggja eigur annarra bæði tækjabúnað sem og annan búnað.  Því miður náði þessi hópur því fram að eyðileggja nægilega mörg tæki svo hætta þurfti útsendingu Kryddsíldarinnar sem var í miðri sýningu á Stöð2.

Ég geri ráð fyrir að þetta fólk taki nú glatt um veskið og greiði fyrir þær skemmdir sem þau hafa valdið, enda telja þeir sig sjálfskipaða boðbera ábyrgðar og með látum kalla þau eftir ábyrgð stjórnvalda og stjórnenda í fjármálakerfinu.  Kallað er eftir að fólk beri ábyrgð á eigin verkum.  Líklega verður slíkt ekki uppi á þessari samkomu enda eiga sömu lög, sem gilda fyrir almenna landsmenn ekki, að gilda um þetta lið.

486587Þegar ég skoða myndir af þessum fámennum mótmælum sem líklega telja ekki nema rétt um hundrað einstaklinga, ef það nær því, þá velti ég því fyrir mér af hverju er verið að bjóða uppá slysaþjónustu á staðnum.  Væri ekki nær að þetta fólk færi upp á slysadeild og greiddi sín komugjöld þar og fengi þá hjúkrun sem þar er boðið uppá.

En þar sem ég þykist vita að pósthólfið hjá manni fyllist eða athugasemdakerfið þar sem maður er ekki samála þessu fólki þá tek ég það skýrt fram að ég er ekki á mótmælum.  Friðsamleg mótmæli, jafnvel með hrópum og köllum er að sjálfssögðu réttur hvers manns enda búum við í þjóðfélagi sem ritskoðun er ekki tíðkuð nema á ákveðnum fjölmiðlum s.s. Fréttablaðinu, DV og Stöð2.

Þennan fámenna hóp þarf að stöðva áður en hann veldur frekari skemmtum á eigum okkar almennings og einkaaðila.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er hjartanlega samála þé Gleðilegt ár

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.12.2008 kl. 16:04

2 identicon

Hvað finnst þér þá um að fámennur hópur skuli fá að komast upp með að eyðileggja efnahag heillar þjóðar og gera þegna hennar að skuldaþrælum sínum?

Brynjar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:07

3 identicon

Sammála Brynjari. Það er hið íslenska pakk.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:13

4 identicon

Sæll félagi. Þú talar um fámennan hóp meðalgreinda einstaklinga sem gengur um allt og eyðileggur allt án þess að borga. Hljómar kunnuglega ekki satt?

Getur kannski verið að fámennur hópur meðalgreindra einstaklinga hafi sett landið okkar á hausinn? Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir því að þú sért að væla yfir því að mótmælendur borgi ekki eftir sig miðað við það sem á undan er gengið.

Ekki getur verið að Jón Ásgeir eigandi umrædds fjölmiðlafyrirtækis skuldi þjóðinni eitthvað.... Þangað til hann og hans vinir verða búnir að borga það sem þeir skulda þjóðinni þá hef ég ekkert út á það að setja þótt að mótmælendur brjóti nokkrar rúður(eða eitthvað sambærilegt).

Þú gerir þér grein fyrir því að þeim mönnum sem er verið að mótmæla skulda okkur mörg hundruð milljarða. Þegar þeir verða búnir að borga þá efast ég ekki um að mótmælundurnir munu borga þessa þúsundkalla sem þeir hafa verið að eyðileggja fyrir.

Davíð (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Brynjar, hvað ætli Óttari finnist um það?  Kannski finnst honum allt í lagi að nota skattfé almennings í að borga hundruð og jafnvel nokkur þúsund milljarða í að borga fyrir þóknanlega stórlaxa og spillingargosa? Allavega kvartar hann ekki undan því.

Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 16:16

6 identicon

Kæri Óttarr,

Það er réttur fólks að mótmæla, auðvitað er það ekki gott þegar tæknibúnaður stöðvar 2 er skemmdur og starfsfólk slasast, en það þíðir ekki að setja alla mótmælendur undir sama þak. Þessi hópur sem var að mótmæla var ekki samansafn af meðalgreindu fólki, heldur fólki sem er ekki sátt með hvernig ástandið er í dag, summt fólk sem hefur misst vinnuna og greinilega annað en þú nennir að sýna andstöðu sína á ríkisstjórninni. Einnig tel ég vert að benda á að talsvert fleiri en 100 manns voru þarna, það hafa verið um 500 manns, og aðeins nokkrir af þeim eiðilögðu þessi tæki.

Eins og ég sagði áður er það eina sem ég er sammála þér með var það að ekki hefði átt að skemma tækjabúnaðinn, eða slasa starfsfólkið. En að öllu öðru leiti hefur þú svo rangt fyrir þér og ættir að skammast þín, þú átt ekki að vera að tala um mál, hvað þá heldur að gagngrína eitthvað sem þú varst ekki vitni af.

Gleðilegt nýtt ár.

Sigurjón Bjarni Sigurjónsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Samkvæmt fjölmiðlum sem hafa ávallt hafa talað frjálslega um fjölda mótmælenda og sagt þá mun fleiri en oft á tíðum þeir eru, þá voru þarna um undrað til tvöhundrum manns í mesta lagi.  Ég var ekki á staðnum og hefði aldrei verið á staðnum.  Ég gæti hinsvegar átt það til að mæta á svokölluð laugardagsmótmæli.

Þessi fámenni hópur er ekki betur settur með því að skemma eigur annarra, slíkt er aldrei réttlætanlegt.

Ég er síður en svo að taka upp hanskann fyrir þeim sem hungsanlega hafa gert eitthvað rangt á síðustu mánuðum.  Ég er hinsvegar ákveðinn í að leyfa mönnum að vera saklausum þar til sekt þeirra er sönnuð eins og í öllum öðrum málum.

Óttarr Makuch, 31.12.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hér er greinilega um mjög öfgafulla mótmælendur að ræða, sem bera hvorki virðingu fyrir eigum annara eða lýðræðislegri umræðu, hvað þá að þeir taki ábyrð á eigin gjörðum.  Þessi framganga er í senn ólýðræðisleg, heimskuleg og með öllu óásættanleg.  Viðkomandi mótmælendur eiga ekkert betra skilið en að sitja í fangaklefa yfir áramótin og jafnvel lengur. 

Ég hreinlega sé ekki tilganginn með því að skemma það fyrir öllum þorra almennings að horfa á árlegan sjónvarpsþátt, þar sem lýðræðisleg umræða fer fram, stjórn og stjórnarandstaða takast á.  En þetta er að sjáfsögðu afleiðing af því skelfilega ástandi sem nú er uppi, en réttlætir það þó ekki á einn eða neinn hátt.  Burt með svona vitleysinga!!

Egill Rúnar Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 17:24

9 Smámynd: Rauði Oktober

Meðalgreindra!!! Ert þú kannski með 5 háskólagráður?

Rauði Oktober, 31.12.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei Rauði, ég er ekki með fimm háskólagráður, enda teljast það fáar gráður!, líklega hefur sá karekter átt vel heima þarna í mótmælunum haha  Sá hinsvegar náskyldan karakter við "háborðið", svipaðir skoðanir, framkoma og hreyfingar, nefni þó enginn nöfn.

Óttarr Makuch, 31.12.2008 kl. 17:48

11 identicon

Og áttu von á því að menn finni sjálfa sig og sína félaga seka?

Brynjar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:58

12 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Meðalgreindir mannapar!

Egill Rúnar Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 18:01

13 identicon

Þetta er því miður einungis forsmekkurinn að því sem koma skal, hvernig haldið þið að ástandið verði þegar (tug)þúsundir fara að ganga atvinnulaus hér á höfuðborgarsvæðinu núna eftir jól?

Ég er býsna hræddur um að það geti farið að verða nóg að gera upp á slysó eftir hin ýmsu mótmæli þegar fólki fer að verða ljóst að þeim sem "stjórna" er mun meira í mun að hanga á stólunum sínum en vernda hagsmuni almennings.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband