24.12.2008 | 17:17
Gleðilega hátíð ljóss og friðar
Einn af okkar uppáhalds sálmum hljóðar eitthvað á þessa leið
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
Því við vitum þegar þau tímamót eru kominn ár hvert að syngja þennan sálm, þá er
viðburðarríkt og skemmtilegt ár að kveðja. Það má svo sannarlega segja það um árið
2008.
Hjá okkur hefur margt gerst bæði persónulega og hjá þjóðinni allri. Til að mynda ákvað fjölskyldan að sendaekki út hefðbundin jólakort, þ.e ef hægt er að segja að
kortin okkar hafi einhvertímann verið hefðbundinn. Þess í stað ákváðum við að senda út jólakveðju með þessu sniði og setja frekar þá fjármuni sem hefðu farið í kaup á
jólakortum sem og póstburðagjöld til góðgerðamála og hefur sú fjárhæð þegar verið greidd. Fjölgun varð á heimilinu þegar við fluttum inn dreng sem er
íslensk ættaðan bæði í karl og kvenlegg frá Danmörku hefur hann verið hjá
okkur frá því í haust.
En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Árið hefur verið ferðaár hjá okkur því við fórum í heimsókn til Þórs og Huldu sem búsett voru í Kaupmannahöfn og að sjálfssögðu nýttum við tækifærið og heimsóttum Margréti í leiðinni eða allavega kaffihúsið sem stendur rétt við litla kofan hennar. Sem líklega er ein af fáum byggingum sem við íslendingar áttum ekki á einhverjum tímapunkti líkt og flestar aðrar byggingar í Kaupmannahöfn. Ferðin var mjög skemmtileg enda alltaf gaman að
hitta góða vini og ekki má gleyma uppáhalds kaffihúsinu okkar LaGlace sem stendur við Skoubogade 3.
Farnar voru margar ferðir innanlands, til þess að drekka í sig menningu þjóðarinnar og skoða bændur landsins komið var við á Bjarteyjarsandi sem er eitt best varðveitta leyndarmál hér í grennd við höfuðborgina. Ákaflega skemmtilegur staður fyrir fjölskyldur þar sem börn á öllum aldri geta notið þess að vera í sveitasælunni á
fallegum stað.
Aðrir staðir sem við komum við á voru Hreðavatn, Smáralind, Húsafell,
Vestmannaeyjar, Svínadalur, Kringlan og Brynjudalur svo eitthvað
sé nú nefnt. Síðasti viðkomustaðurinn á ferðalagi fjölskyldunnar var Brynjudalur en þar
hefur fjölskyldan farið ásamt Júlla og Svölu undandarin ár og sótt sér jólatré. Þetta er án efa ein skemmtilegasta vina og jólahefð sem við höfum. Þegar komið er í
dalinn hefst leiti að hinu eina sanna jólatré og vitanlega höfum við ávallt náð í
fallegasta tréið í skóginum. Það hafa vissulega komið upp smávægileg slys hvað
fegurðina já og stærðina en fegurðin kemur innanfrá svo stilkurinn hlýtur að vera
ákaflega fallegur!
Það má með sanni segja að námsmenn búi á heimilinu því Emma Brá stundar nám í
leikskólanum Maríuborg, Hafdís Hrönn er í Sæmundarskóla og Kata er orðinn virðulegur NÁMSMAÐUR í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún lærir allt um mannauðsstjórnun. Spurningin er því hvort hún verði kominn með FIMM háskólagráður áður en við vitum af.
Hafdís Hrönn er að verða aðal frammarinn á heimilinu, æfir bæði hand- og fótbolta
með FRAM og hefur tekið miklum framförum á árinu. Við höfum því farið á ófá mótin í ár okkur öllum til mikillar gleði. Það verður ekki langur tími sem mun líða áður en Hafdís nær að smita með gleði sinni systur sína Emmu Brá og fær hana til þess að byrja æfa hjá FRAM einnig.
Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir,
gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Við færum þér og þínum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð um leið og við þökkum þér
fyrir samveruna á árinu sem senn er nú líðið. Megi Drottinn Guð færa ykkur hamingju, gleði
og styrk sem og varðveita ykkur um ókomin ár.
Með jólakveðju
Óttarr
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
3 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 175682
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.12.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.