10.12.2008 | 23:09
Hver greiðir svo KPMG fyrir ónothæfa tveggja mánaða úttekt?
Ég get einfaldlega ekki orða bundist eftir viðtal sem sýnt var í Kastljós fyrr í kvöld við Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Það er alveg orðið ljóst að skipta þarf ráðherranum út og það hið fyrsta.
Hann er vanhæfur með öllu. Nú þegar rætt hefur verið við hann og tvo aðstoðarmenn hans þá hafa verið kynntar til sögunnar þrjár mismunandi útgáfur af sömu sögu KMPG og Glitnis.
Ráðherrann vissi eða vissi ekki, ráðherrann sá en las ekki eða ráðherranum þótti ekki ástæða til þess að ráðfæra sig um málið við starfsmenn ráðuneytisins. Er ráðherra bankamála landsins ekki ljóst hvert hlutverk KPMG var í þessari skoðun á gamla Glitni fyrir skilanefnd bankans?
Það var fleira sem viðskiptaráðherra sagði í viðtalinu sem ég tel að fréttamaðurinn hefði átt að spyrja betur út í og það er þáttur formanns stjórnar fjármálaeftirlitsins, Jón Sigurðsson. Nú þegar fjármálaeftirlitið hefur enn og aftur vanrækt skyldu sína til eftirlits þá, að sögn viðskiptaráðherra, eiga þeir að fara yfir það hvers vegna KPMG var ráðið til starfsins. Hefði ekki verið nær að þeir hefðu gert það áður en endurskoðendafyrirtækin hófu skoðun hvert á sínum banka og ég spyr hvernig gátu svona stór hagsmunatengsl farið framhjá Fjármálaeftirlitinu?
Reyndar hefðu stjórnendur KPMG aldrei átt að taka þetta starf að sér því þeir vita eðlilega um þessi hagsmunartengsl og hvernig slíkt getur stofna rannsókn sem þessari í hættu. Til þess að halda því til haga þá er ég síður en svo að álíkta um vinnubrögð starfsmanna KPMG og hef enga ástæðu til annars en að ætla að þau hafi verið unnin af heilum hug.
Ég spyr nú hver greiðir fyrir tveggja mánaða vinnu við gerð ónothæfrar skýrslu sem án efa hefur kostað milljónir?
Það er orðið brýnt að fréttamenn kalli til sín stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins og varaformann bankaráðs Seðlabanka Íslands sem er einn og sami maðurinn, Jón Sigurðsson. Hann þarf að svara spurningum fréttamanna og landsmanna um vanrækslu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins og ekki síður vanrækslu sem hefur verið að koma í ljós síðustu daga m.a vegna KPMG, einnig þarf hann að skýra út meint samskiptaleysi á milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands, sérstaklega í ljósi þess að hann sjálfur gegnir því hlutverki að miðla upplýsingum á milli þessara tveggja stofnanna.
Það er orðið ljóst að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra er ekki lengur stætt á að sitja í stól viðskiptaráðherra.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
Athugasemdir
Þú hljómar eins og DavÃð O. bendir à allar áttir en gleymir alveg aðkomu sjálfsæðisflokksins að þessu öllu saman.
Sorglegt hvað þið sjallarnir leggist lágt à sjálfsafneytun eða bara algerri veruleikafyrringu.
Maron (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.