Leita í fréttum mbl.is

Hver greiðir svo KPMG fyrir ónothæfa tveggja mánaða úttekt?

bjorgvin-veifarÉg get einfaldlega ekki orða bundist eftir viðtal sem sýnt var í Kastljós fyrr í kvöld við Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Það er alveg orðið ljóst að skipta þarf ráðherranum út og það hið fyrsta. 

Hann er vanhæfur með öllu.  Nú þegar rætt hefur verið við hann og tvo aðstoðarmenn hans þá hafa verið kynntar til sögunnar þrjár mismunandi útgáfur af sömu sögu KMPG og Glitnis. 

Ráðherrann vissi eða vissi ekki, ráðherrann sá en las ekki eða ráðherranum þótti ekki ástæða til þess að ráðfæra sig um málið við starfsmenn ráðuneytisins.  Er ráðherra bankamála landsins ekki ljóst hvert hlutverk KPMG var í þessari skoðun á gamla Glitni fyrir skilanefnd bankans? 

Það var fleira sem viðskiptaráðherra sagði í viðtalinu sem ég tel að fréttamaðurinn hefði átt að spyrja betur út í og það er þáttur formanns stjórnar fjármálaeftirlitsins, Jón Sigurðsson.  Nú þegar fjármálaeftirlitið hefur enn og aftur vanrækt skyldu sína til eftirlits þá, að sögn viðskiptaráðherra, eiga þeir að fara yfir það hvers vegna KPMG var ráðið til starfsins.  Hefði ekki verið nær að þeir hefðu gert það áður en endurskoðendafyrirtækin hófu skoðun hvert á sínum banka og ég spyr hvernig gátu svona stór hagsmunatengsl farið framhjá Fjármálaeftirlitinu? 

Reyndar hefðu stjórnendur KPMG aldrei átt að taka þetta starf að sér því þeir vita eðlilega um þessi hagsmunartengsl og hvernig slíkt getur stofna rannsókn sem þessari í hættu.   Til þess að halda því til haga þá er ég síður en svo að álíkta um vinnubrögð starfsmanna KPMG og hef enga ástæðu til annars en að ætla að þau hafi verið unnin af heilum hug.

Ég spyr nú hver greiðir fyrir tveggja mánaða vinnu við gerð ónothæfrar skýrslu sem án efa hefur kostað milljónir?

Það er orðið brýnt að fréttamenn kalli til sín stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins og varaformann bankaráðs Seðlabanka Íslands sem er einn og sami maðurinn, Jón Sigurðsson.  Hann þarf að svara spurningum fréttamanna og landsmanna um vanrækslu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins og ekki síður vanrækslu sem hefur verið að koma í ljós síðustu daga m.a vegna KPMG, einnig þarf hann að skýra út meint samskiptaleysi á milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands, sérstaklega í ljósi þess að hann sjálfur gegnir því hlutverki að miðla upplýsingum á milli þessara tveggja stofnanna.

Það er orðið ljóst að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra er ekki lengur stætt á að sitja í stól viðskiptaráðherra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hljómar eins og Davíð O. bendir í allar áttir en gleymir alveg aðkomu sjálfsæðisflokksins að þessu öllu saman.

Sorglegt hvað þið sjallarnir leggist lágt í sjálfsafneytun eða bara algerri veruleikafyrringu.

Maron (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband